Gagnrýni á friðlýsingu Dranga „stormur í vatnsglasi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2021 12:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrrverandi umhverfisráðherra, hafnar því að hafa misnotað vald sitt sem umhverfisráðherra þegar hann samþykkti friðlýsingu Dranga á Ströndum á síðasta degi í embætti. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi umhverfisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að hans síðasta embættisverk hafi verið að skrifa undir friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum. Málið hafi komið inn á borð umhverfisráðuneytisins í upphafi kjörtímabils og hann hafi viljað klára það fyrir lok þess. „Ég geng frá þessu embættisverki, sem var nú mitt síðasta, seinnipart dags á föstudegi og ný ríkisstjórn tók til starfa á sunnudegi. Þetta er náttúrulega mál sem átti sér mjög langan aðdraganda, byrjar þannig að í upphafi árs 2018 koma landeigendur Dranga að máli við mig og óska eftir því að við hefjum vinnu við að undirbúa friðlýsingu jarðarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, í Reykjavík síðdegis í gær. Þetta síðasta embættisverk Guðmundar hefur verið harðlega gagnrýnt af stjórnarandstöðunni og var til umræðu á Alþingi bæði í gær og fyrradag. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var hvað háværastur í gagnrýninni og vill meina að friðlýsing jarðarinnar geti haft slæm áhrif á mögulega Hvalárvirkjun, sem reisa á nokkrum fjörðum sunnar á Ströndum. Umhverfisstofnun hafi auglýst fyrirhugaða friðlýsingu tvisvar Það voru landeigendur Dranga sem sóttust eftir að jörðin yrði friðlýst en hún er í eigu stórfjölskyldu, sem hefur átt jörðina frá sjötta áratugi síðustu aldar. Varaformaður stjórnar Fornasels, hlutafélagsins sem á Dranga, sagði í samtali við fréttastofu í gær að friðlýsingin hefði ekkert með Hvalárvirkjun að gera, heldur verndun jarðarinnar fyrir næstu kynslóðir. „Þau sáu fyrir sér að þetta væri mál sem að skipti þau og ást þeirra á þessu landsvæði miklu máli, að þetta yrði friðlýst til langrar framtíðar. Þetta fór í áformakynningu svokallaða, sem er í rauninni það sem Umhverfisstofnun, sem fer með friðlýsingar, er að kynna áform um þetta. Það gerðist tvisvar sinnum, einu sinni oftar en þarf,“ sagði Guðmundur. Að lokinni kynningu Umhverfisstofnunar voru skilmálar friðlýsingarinnar sendir út til kynningar og segir Guðmundur að opið samráð um málið hafi því verið mikið. „Þetta var bara lokahnykkurinn, þessi undirskrift mín á málið, sem var búið að vera í undirbúningi í nærri fjögur ár.“ Stoltur af því að hafa klárað verkefnið Ekkert óeðlileg hafi verið við að þetta væri hans síðasta embættisverk og segir hann friðlýsinguna ekki hafa verið sérstaklega gerða til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun. „Nei, það var ekki gert sérstaklega til þess. Það er einfaldlega verið að friðlýsa þetta svæði en í friðlýsingaflokknum Óbyggð víðerni. Það eru nokkrir friðlýsingaflokkar, til dæmis þjóðgarðar eða friðlönd og einn flokkurinn er óbyggt víðerni. Þetta er reyndar fyrsta svæðið á Íslandi sem er friðlýst sem óbyggt víðerni. Það er þess vegan mjög merkilegt í sögu náttúruverndar á Íslandi. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa náð að klára þetta mikilvæga verkefni,“ sagði Guðmundur. Hluti af því sem felst í að svæði sé friðlýst sem óbyggt víðerni er að að ekki má reisa ný mannvirki í að minnsta kosti fimm kílómetra radíus frá landamörkum hins friðlýsta lands. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri sá hluti laganna sem væri áhyggjuefni. Innan þessa fimm kílómetra verndarradíusar væri svæði sem gæti komið til að þyrfti að byggja á vegna Hvalárvirkjunar. Guðmundur segir friðlýsinguna engin áhrif hafa á virkjunina. „Nei, alls ekki. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar, það er alveg hárrétt. Þar hafa hins vegar framkvæmdaraðilarnir, sem höfðu hafið undirbúning, þeir hafa sett málið á hilluna. Þannig að það kemur þessari friðlýsingu ekkert við. Auðvitað eru þessi svæði nálægt hvort öðru en það er nú bara eins og oddviti Árneshrepps lýsti svo ágætlega í fréttum í dag eða í gær að það er talsverður spölur þarna á milli. Þessi mál hafa í undirbúningi friðlýsingarinnar ekkert verið tengd saman.“ Skilur ekki hvar hann á að hafa misnotað völd sín Bergþór hefur, auk annarra, sakað Guðmund um misnotkun á valdi sínu sem ráðherra, sem Guðmundur gefur lítið fyrir. „Þetta er bara pólitík, ég skil ekki hvar valdníðsla ætti að vera í þessu máli. Þetta mál var, eins og ég segi, í undirbúningi í fjögur ár og lokahnykkurinn er undirskrift ráðherra þar sem hann staðfestir friðlýsingu svæðisins,“ sagði Guðmundur. „Þar fer ég í einu og öllu eftir þeim ferlum sem lög kveða á um. Þannig að ég skil hvorki hvað Miðflokkurinn né Samfylkingin er að fara fram með þegar þau tala um valdníðslu því ég sé hana hvergi í þessu máli, né svo sem í öðrum málum sem ég hef komið að. Ég reyni að umgangast hlutina með öðrum hætti en valdníðslu og finnst þetta nú ekki málefnaleg gagnrýni.“ Stjórnarandstæðingar hafa spurt hvers vegna Guðmundur hafi ekki samþykkt friðlýsinguna í samráði við arftaka sinn, Guðlaug Þór Þórðarson. „Ég vissi nú ekki hver yrði arftaki minn þennan dag sem ég gerði þetta þannig að það var nú heldur erfitt að vera í samráði við einhvern sem ég veit ekki hver er. Auðvitað kemur upp þessi spurning, á maður að gera svona lagað næst síðasta daginn sinn í vinnu sem ráðherra. Mér finnst eðlilegt að gera slíkt þegar mál hefur verið í undirbúningi allt kjörtímabilið,“ sagði Guðmundur. „Það lá fyrir að landeigendur vildu að þetta yrði klárað. Það voru engin mótmæli af hálfu sveitarstjórnar hvað það varðar. Málið er sent inn til ráðuneytisins og þá er bara eitt skref eftir og það er að skrifa undir friðlýsinguna. Þannig að mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi klára þetta mál, sem ég byrjaði á.“ Heimildir til að endurskoða friðlýsingu Hann segist ganga sáttur frá borði í umhverfisráðuneytinu. „Það skref að friðlýsa var tekið daginn sem ég skrifaði undir. Fyrir mér er þetta stórt náttúruverndarmál og mikilvægt að við séum núna komin með stórt svæði sem fellur í friðlýsingaflokkinn óbyggð víðerni. Þannig að ég geng mjög sáttur frá borði í umhverfisráðuneytinu að hafa þetta sem mitt síðasta verk þar.“ Hann segir friðlýsinguna ekki þýða það að Drangar verði friðlýstir það sem eftir er. Heimildir séu fyrir því að endurskoða friðlýsingar. „Það eru heimildir í náttúruverndarlögum að endurskoða friðlýsingar en þær eru náttúrulega bundnar því að þá hafi orðið einhver breyting á svæðinu þar sem verndargildið er ekki lengur fyrir hendi eða eitthvað slíkt,“ sagði Guðmundur. Sem dæmi nefnir Guðmundur friðlýstan foss, sem svo hættir að falla á þeim stað sem er friðlýstur. Þá sé ríkulegt tilefni til að endurskoða friðlýsinguna. Þó sé ekki hlaupið að því að endurskoða slíkt. „Nei alls ekki, enda á það ekki að vera þannig. Þetta eru ákvarðanir sem eru hugsaðar til langs tíma en þessar heimildir eru fyrir hendi ef eitthvað breytist. Fyrir mér er þessi umræða sem kom upp á Alþingi í gær stormur í vatnsglasi og greinilega ætluð til einhvers annars en að gera málinu eitthvað gott enda alveg ljóst bæði af því sem landeigendur hafa sagt og fleiri að það var full samstaða um þetta.“ Umhverfismál Árneshreppur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ég geng frá þessu embættisverki, sem var nú mitt síðasta, seinnipart dags á föstudegi og ný ríkisstjórn tók til starfa á sunnudegi. Þetta er náttúrulega mál sem átti sér mjög langan aðdraganda, byrjar þannig að í upphafi árs 2018 koma landeigendur Dranga að máli við mig og óska eftir því að við hefjum vinnu við að undirbúa friðlýsingu jarðarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, í Reykjavík síðdegis í gær. Þetta síðasta embættisverk Guðmundar hefur verið harðlega gagnrýnt af stjórnarandstöðunni og var til umræðu á Alþingi bæði í gær og fyrradag. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var hvað háværastur í gagnrýninni og vill meina að friðlýsing jarðarinnar geti haft slæm áhrif á mögulega Hvalárvirkjun, sem reisa á nokkrum fjörðum sunnar á Ströndum. Umhverfisstofnun hafi auglýst fyrirhugaða friðlýsingu tvisvar Það voru landeigendur Dranga sem sóttust eftir að jörðin yrði friðlýst en hún er í eigu stórfjölskyldu, sem hefur átt jörðina frá sjötta áratugi síðustu aldar. Varaformaður stjórnar Fornasels, hlutafélagsins sem á Dranga, sagði í samtali við fréttastofu í gær að friðlýsingin hefði ekkert með Hvalárvirkjun að gera, heldur verndun jarðarinnar fyrir næstu kynslóðir. „Þau sáu fyrir sér að þetta væri mál sem að skipti þau og ást þeirra á þessu landsvæði miklu máli, að þetta yrði friðlýst til langrar framtíðar. Þetta fór í áformakynningu svokallaða, sem er í rauninni það sem Umhverfisstofnun, sem fer með friðlýsingar, er að kynna áform um þetta. Það gerðist tvisvar sinnum, einu sinni oftar en þarf,“ sagði Guðmundur. Að lokinni kynningu Umhverfisstofnunar voru skilmálar friðlýsingarinnar sendir út til kynningar og segir Guðmundur að opið samráð um málið hafi því verið mikið. „Þetta var bara lokahnykkurinn, þessi undirskrift mín á málið, sem var búið að vera í undirbúningi í nærri fjögur ár.“ Stoltur af því að hafa klárað verkefnið Ekkert óeðlileg hafi verið við að þetta væri hans síðasta embættisverk og segir hann friðlýsinguna ekki hafa verið sérstaklega gerða til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun. „Nei, það var ekki gert sérstaklega til þess. Það er einfaldlega verið að friðlýsa þetta svæði en í friðlýsingaflokknum Óbyggð víðerni. Það eru nokkrir friðlýsingaflokkar, til dæmis þjóðgarðar eða friðlönd og einn flokkurinn er óbyggt víðerni. Þetta er reyndar fyrsta svæðið á Íslandi sem er friðlýst sem óbyggt víðerni. Það er þess vegan mjög merkilegt í sögu náttúruverndar á Íslandi. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa náð að klára þetta mikilvæga verkefni,“ sagði Guðmundur. Hluti af því sem felst í að svæði sé friðlýst sem óbyggt víðerni er að að ekki má reisa ný mannvirki í að minnsta kosti fimm kílómetra radíus frá landamörkum hins friðlýsta lands. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væri sá hluti laganna sem væri áhyggjuefni. Innan þessa fimm kílómetra verndarradíusar væri svæði sem gæti komið til að þyrfti að byggja á vegna Hvalárvirkjunar. Guðmundur segir friðlýsinguna engin áhrif hafa á virkjunina. „Nei, alls ekki. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar, það er alveg hárrétt. Þar hafa hins vegar framkvæmdaraðilarnir, sem höfðu hafið undirbúning, þeir hafa sett málið á hilluna. Þannig að það kemur þessari friðlýsingu ekkert við. Auðvitað eru þessi svæði nálægt hvort öðru en það er nú bara eins og oddviti Árneshrepps lýsti svo ágætlega í fréttum í dag eða í gær að það er talsverður spölur þarna á milli. Þessi mál hafa í undirbúningi friðlýsingarinnar ekkert verið tengd saman.“ Skilur ekki hvar hann á að hafa misnotað völd sín Bergþór hefur, auk annarra, sakað Guðmund um misnotkun á valdi sínu sem ráðherra, sem Guðmundur gefur lítið fyrir. „Þetta er bara pólitík, ég skil ekki hvar valdníðsla ætti að vera í þessu máli. Þetta mál var, eins og ég segi, í undirbúningi í fjögur ár og lokahnykkurinn er undirskrift ráðherra þar sem hann staðfestir friðlýsingu svæðisins,“ sagði Guðmundur. „Þar fer ég í einu og öllu eftir þeim ferlum sem lög kveða á um. Þannig að ég skil hvorki hvað Miðflokkurinn né Samfylkingin er að fara fram með þegar þau tala um valdníðslu því ég sé hana hvergi í þessu máli, né svo sem í öðrum málum sem ég hef komið að. Ég reyni að umgangast hlutina með öðrum hætti en valdníðslu og finnst þetta nú ekki málefnaleg gagnrýni.“ Stjórnarandstæðingar hafa spurt hvers vegna Guðmundur hafi ekki samþykkt friðlýsinguna í samráði við arftaka sinn, Guðlaug Þór Þórðarson. „Ég vissi nú ekki hver yrði arftaki minn þennan dag sem ég gerði þetta þannig að það var nú heldur erfitt að vera í samráði við einhvern sem ég veit ekki hver er. Auðvitað kemur upp þessi spurning, á maður að gera svona lagað næst síðasta daginn sinn í vinnu sem ráðherra. Mér finnst eðlilegt að gera slíkt þegar mál hefur verið í undirbúningi allt kjörtímabilið,“ sagði Guðmundur. „Það lá fyrir að landeigendur vildu að þetta yrði klárað. Það voru engin mótmæli af hálfu sveitarstjórnar hvað það varðar. Málið er sent inn til ráðuneytisins og þá er bara eitt skref eftir og það er að skrifa undir friðlýsinguna. Þannig að mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi klára þetta mál, sem ég byrjaði á.“ Heimildir til að endurskoða friðlýsingu Hann segist ganga sáttur frá borði í umhverfisráðuneytinu. „Það skref að friðlýsa var tekið daginn sem ég skrifaði undir. Fyrir mér er þetta stórt náttúruverndarmál og mikilvægt að við séum núna komin með stórt svæði sem fellur í friðlýsingaflokkinn óbyggð víðerni. Þannig að ég geng mjög sáttur frá borði í umhverfisráðuneytinu að hafa þetta sem mitt síðasta verk þar.“ Hann segir friðlýsinguna ekki þýða það að Drangar verði friðlýstir það sem eftir er. Heimildir séu fyrir því að endurskoða friðlýsingar. „Það eru heimildir í náttúruverndarlögum að endurskoða friðlýsingar en þær eru náttúrulega bundnar því að þá hafi orðið einhver breyting á svæðinu þar sem verndargildið er ekki lengur fyrir hendi eða eitthvað slíkt,“ sagði Guðmundur. Sem dæmi nefnir Guðmundur friðlýstan foss, sem svo hættir að falla á þeim stað sem er friðlýstur. Þá sé ríkulegt tilefni til að endurskoða friðlýsinguna. Þó sé ekki hlaupið að því að endurskoða slíkt. „Nei alls ekki, enda á það ekki að vera þannig. Þetta eru ákvarðanir sem eru hugsaðar til langs tíma en þessar heimildir eru fyrir hendi ef eitthvað breytist. Fyrir mér er þessi umræða sem kom upp á Alþingi í gær stormur í vatnsglasi og greinilega ætluð til einhvers annars en að gera málinu eitthvað gott enda alveg ljóst bæði af því sem landeigendur hafa sagt og fleiri að það var full samstaða um þetta.“
Umhverfismál Árneshreppur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34 Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07 Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Segir gagnrýnina beinast að áhrifum friðlýsingarinnar á nærliggjandi svæði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir staðhæfingar eigenda jarðarinnar Dranga á Ströndum um að friðlýsing jarðarinnar hafi engin áhrif á Hvalárvirkjun rangar. Þá hafi það aldrei komið til umræðu að brjóta á eignarrétti eigendanna eða að taka jörðina eignarnámi. 8. desember 2021 15:34
Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. 8. desember 2021 13:07
Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent