Lokað vegna rafmagnsleysis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 9. desember 2021 10:30 Fréttir vikunnar þar sem Landsvirkjun tilkynnti að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til fyrirtækja vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu hafa væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Þurfum við að vera hissa Nei! Þetta getur ekki komið á óvart. Það er staðreynd að raforkuöryggi víða um land er ábótavant. Flutningslínur eru mannvirki sem komin eru í mikla viðhaldsþörf og enn eru landshlutar sem hreinlega vantar tengingu við meginstofnæðar landsins og búa við skert raforkuöryggi allt árið. Lítið hefur þokast síðustu ár Þetta ástand skapar óþægindi fyrir almenning og veldur því að atvinnutækifæri eru andvana fædd vegna skorts á öruggri raforku. Erfitt er að sjá fyrir vinnutapi ásamt því að margur búnaður er viðkvæmur og þolir ekki rafmagnsleysi. Fyrir sléttum tveimur árum gekk óveður yfir landið með tilheyrandi tjóni á flutningslínum raforku bæði í dreifikerfi og flutningskerfi Landsnets. Í kjölfarið fóru stjórnvöld á stað með samráðshópa um hvernig mætti koma í veg fyrir slíkt tjón endurtæki sig og að finna veikustu hlekkina í flutningskeðjunni. Hrundið var af stað átaksverkefni og ýmislegt var bætt og endurnýjað. En þau landsvæði sem búa ekki við hringtengingu búa enn við sama óöryggið. Árið 2009 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til að þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggið á Vestfjörðum og í fyrra kom út skýrsla samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. En því er nú verr og miður að lítið hefur þokast í þessum efnum síðasta áratuginn. Biluð jólaséría Það á ekki að vera hluti af aðventustemmingunni að uppgötva vanmátt flutningskerfis raforku í landinu, líkt og þegar jóla sería er tekin úr geymslu á þorláksmessukvöld og allar perur eru ónýtar og búið að loka verslunum. Við getum ekki beðið lengur, það verður að huga að fullri alvöru að virkjunarkostum á Vestfjörðum ásamt því að flýta viðhaldi og nýbyggingu flutningskerfis. Smávirkjanir eru mikilvægur liður í þessari uppbyggingu. Svo hægt sé að nýta þær í auknu mæli þarf að endurskoða lög og reglugerðir sem gilda um leyfisveitingar til uppsetningar smávirkjana með það að markmiði að einfalda umsóknarferli í tengslum við þær. Smávirkjanir tengjast raforkukerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir. Með smávirkjunum er verið að nýta, styrkja og bæta rekstur þess raforkukerfis sem nú þegar hefur verið byggt upp af samfélaginu. Smávirkjunum á Vestfjörðum hefur fjölgað og þær hafa sannað sig sem mikilvægur liður í raforkuöryggi á svæðinu. Vinna sem þarf að vinna Það er morgunljóst að við þurfum að fara að sinna þessum málum af fullri alvöru. Útbúa þarf sérstaka rammaáætlun sem nær bæði til minni og stærri virkjunarkosta líkt og lagt er til í skýrslu samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Við þurfum að huga að uppbyggingu og leggja fram lausnir til framtíðar. Þá fyrst þá getum við treyst raforkuöryggi um allt land. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Orkumál Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fréttir vikunnar þar sem Landsvirkjun tilkynnti að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til fyrirtækja vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu hafa væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Þurfum við að vera hissa Nei! Þetta getur ekki komið á óvart. Það er staðreynd að raforkuöryggi víða um land er ábótavant. Flutningslínur eru mannvirki sem komin eru í mikla viðhaldsþörf og enn eru landshlutar sem hreinlega vantar tengingu við meginstofnæðar landsins og búa við skert raforkuöryggi allt árið. Lítið hefur þokast síðustu ár Þetta ástand skapar óþægindi fyrir almenning og veldur því að atvinnutækifæri eru andvana fædd vegna skorts á öruggri raforku. Erfitt er að sjá fyrir vinnutapi ásamt því að margur búnaður er viðkvæmur og þolir ekki rafmagnsleysi. Fyrir sléttum tveimur árum gekk óveður yfir landið með tilheyrandi tjóni á flutningslínum raforku bæði í dreifikerfi og flutningskerfi Landsnets. Í kjölfarið fóru stjórnvöld á stað með samráðshópa um hvernig mætti koma í veg fyrir slíkt tjón endurtæki sig og að finna veikustu hlekkina í flutningskeðjunni. Hrundið var af stað átaksverkefni og ýmislegt var bætt og endurnýjað. En þau landsvæði sem búa ekki við hringtengingu búa enn við sama óöryggið. Árið 2009 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til að þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggið á Vestfjörðum og í fyrra kom út skýrsla samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. En því er nú verr og miður að lítið hefur þokast í þessum efnum síðasta áratuginn. Biluð jólaséría Það á ekki að vera hluti af aðventustemmingunni að uppgötva vanmátt flutningskerfis raforku í landinu, líkt og þegar jóla sería er tekin úr geymslu á þorláksmessukvöld og allar perur eru ónýtar og búið að loka verslunum. Við getum ekki beðið lengur, það verður að huga að fullri alvöru að virkjunarkostum á Vestfjörðum ásamt því að flýta viðhaldi og nýbyggingu flutningskerfis. Smávirkjanir eru mikilvægur liður í þessari uppbyggingu. Svo hægt sé að nýta þær í auknu mæli þarf að endurskoða lög og reglugerðir sem gilda um leyfisveitingar til uppsetningar smávirkjana með það að markmiði að einfalda umsóknarferli í tengslum við þær. Smávirkjanir tengjast raforkukerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir. Með smávirkjunum er verið að nýta, styrkja og bæta rekstur þess raforkukerfis sem nú þegar hefur verið byggt upp af samfélaginu. Smávirkjunum á Vestfjörðum hefur fjölgað og þær hafa sannað sig sem mikilvægur liður í raforkuöryggi á svæðinu. Vinna sem þarf að vinna Það er morgunljóst að við þurfum að fara að sinna þessum málum af fullri alvöru. Útbúa þarf sérstaka rammaáætlun sem nær bæði til minni og stærri virkjunarkosta líkt og lagt er til í skýrslu samstarfshóps um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Við þurfum að huga að uppbyggingu og leggja fram lausnir til framtíðar. Þá fyrst þá getum við treyst raforkuöryggi um allt land. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar