Lýsti fyrsta leik sonarins fyrir United: „Þvílíkur dagur fyrir strákinn minn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2021 07:30 Charlie Savage í viðtal eftir leik Manchester United og Young Boys. Eins og sjá má er hann býsna líkur föður sínum. getty/Matthew Peters Feðgarnir Robbie og Charlie Savage tóku báðir þátt í leik Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í gær, með ólíkum hætti þó. Charlie var í leikmannahópi United og kom inn á undir lok leiks. Robbie lýsti leiknum hins vegar á BT Sport og var að springa úr stolti þegar sonur hans fékk að koma inn á í sínum fyrsta leik fyrir aðallið United. „Charlie Savage kemur inn á fyrir Juan Mata hjá Manchester United. Vá. Ég bjóst aldrei við að segja þessi orð hér hjá Manchester United,“ sagði Robbie þegar sonur hans kom inn á. „Þvílíkur dagur fyrir strákinn minn. Ég er svo stoltur af honum. Þetta er frábært augnablik fyrir hann. Að koma inn á fyrir mann sem hefur unnið HM!“ Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri United, leyfði mörgum ungum leikmönnum að spreyta sig í leiknum í gær, þar á meðal hinum átján ára Savage. Auk hans léku Zidane Iqbal og Tom Heaton sinn fyrsta leik fyrir United í gær. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. United var þegar öruggt með sigur í riðlinum. A proud night for the Savage clan #MUFC pic.twitter.com/3c4NItvZDp— Manchester United (@ManUtd) December 9, 2021 Robbie er einnig uppalinn hjá United og var hluti af 92-árganginum fræga. Hann náði hins vegar aldrei að leika fyrir aðallið United. Hann átti þó fínasta feril, lék fjölda leikja í ensku úrvalsdeildinni, varð deildarbikarmeistari með Leicester City og lék 39 landsleiki fyrir Wales. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Myndi ekki segja að ég væri ánægður en þetta var allt í lagi „Ég vissi alveg að liðið sem ég stillti upp í dag hefði ekki spilað saman áður sem lið,“ sagði Ralf Rangnick eftir 1-1 jafntefli Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 8. desember 2021 23:02 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Charlie var í leikmannahópi United og kom inn á undir lok leiks. Robbie lýsti leiknum hins vegar á BT Sport og var að springa úr stolti þegar sonur hans fékk að koma inn á í sínum fyrsta leik fyrir aðallið United. „Charlie Savage kemur inn á fyrir Juan Mata hjá Manchester United. Vá. Ég bjóst aldrei við að segja þessi orð hér hjá Manchester United,“ sagði Robbie þegar sonur hans kom inn á. „Þvílíkur dagur fyrir strákinn minn. Ég er svo stoltur af honum. Þetta er frábært augnablik fyrir hann. Að koma inn á fyrir mann sem hefur unnið HM!“ Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri United, leyfði mörgum ungum leikmönnum að spreyta sig í leiknum í gær, þar á meðal hinum átján ára Savage. Auk hans léku Zidane Iqbal og Tom Heaton sinn fyrsta leik fyrir United í gær. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. United var þegar öruggt með sigur í riðlinum. A proud night for the Savage clan #MUFC pic.twitter.com/3c4NItvZDp— Manchester United (@ManUtd) December 9, 2021 Robbie er einnig uppalinn hjá United og var hluti af 92-árganginum fræga. Hann náði hins vegar aldrei að leika fyrir aðallið United. Hann átti þó fínasta feril, lék fjölda leikja í ensku úrvalsdeildinni, varð deildarbikarmeistari með Leicester City og lék 39 landsleiki fyrir Wales.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Myndi ekki segja að ég væri ánægður en þetta var allt í lagi „Ég vissi alveg að liðið sem ég stillti upp í dag hefði ekki spilað saman áður sem lið,“ sagði Ralf Rangnick eftir 1-1 jafntefli Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 8. desember 2021 23:02 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Myndi ekki segja að ég væri ánægður en þetta var allt í lagi „Ég vissi alveg að liðið sem ég stillti upp í dag hefði ekki spilað saman áður sem lið,“ sagði Ralf Rangnick eftir 1-1 jafntefli Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 8. desember 2021 23:02