Umfjöllun og myndir: Breiðablik - Real Madrid 0-3 | Gestirnir létu smá snjó ekki á sig fá Sverrir Mar Smárason skrifar 8. desember 2021 22:45 Það snjóaði duglega í Kópavogi í kvöld. Vísir/Vilhelm Breiðablik fékk stórveldið Real Madrid í heimsókn á Kópavogsvöllinn í kvöld í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Flestir reiknuðu með erfiðum leik fyrir Blikastelpur sem varð raunin enda lið Real Madrid vel mannað. Leiknum lauk með 0-3 sigri Real Madrid. Leikurinn einkenndist af mikilli snjókomu en um klukkustund fyrir leik hóf að snjóa mjög þungt á Höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Kópavogsvallar stóðu sig frábærlega í að skafa af vellinum bæði fyrir leik og í hálfleik en völlurinn var alltaf orðinn aftur hvítur stuttu seinna. Kópavogsvöllur í kvöld.Vísir/Vilhelm Í upphafi var leikurinn rólegur og bæði lið að reyna að finna sig í þessum aðstæðum en talsvert rok var á annað markið auk snjókomunar. Real Madrid sótti með vindi í átt að Fífunni í fyrri hálfleik og náðu þær að nýta sér það strax á 10.mínútu eftir hornspyrnu frá Claudiu Zornoza. Blikastúlkur náðu að hreinsa boltann frá en ekki lengra en aftur á Claudiu Zornoza sem sendi boltann aftur inn í teig Blika og þar var mætt Kosovare Asllani. Asllani var fyrst að átta sig inni í teignum og setti boltann snyrtilega upp þaknetið. Hafrún Rakel sækir að marki gestanna.Vísir/Vilhelm Eftir markið hélt Real Madrid áfram að sækja og Telma Ívarsdóttir, markvörður Blika, varði mjög vel í nokkur skipti. Margir hefðu búist við því að þær spænsku ættu í meiri vandræðum með snjóinn en þeim gekk vel að láta boltann ganga á milli sín. Undir lok fyrri hálfleiks var aftur komið að Asllani. Í þetta skiptið fékk hún boltann inni í vítateig Blika og náði að sækja vítaspyrnu. Asllani var fljót að láta sig detta við minnstu snertingu frá Hafrúnu Rakel og dómari leiksins féll í gildruna. Asllani fór sjálf á punktinn og lagði boltann örugglega framhjá Telmu í markinu. Real Madrid fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu. Asllani with a cold penalty in even colder temperatures https://t.co/1CAdQbkU8x https://t.co/WwQTM8SqNY https://t.co/ewFx88MjHF pic.twitter.com/qvIincA6lo— DAZN Football (@DAZNFootball) December 8, 2021 Blikastúlkur mættu tvíefldar til leiks í síðari hálfleik, stigu hærra upp á völlinn með vindinn í bakið og fengu mun fleiri færi. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í því að liðið spilaði betri sóknarleik í síðari hálfleik. Efnilegur leikmaður en hún er fædd árið 2005 og hóf sumarið 2021 í Augnablik. Hún fékk besta færi Breiðabliks í síðari hálfleiknum eftir að Karen Sigurgeirsdóttir hafði sent góða fyrirgjöf inn í teig Real Madrid. Vigdís Lilja kom sér í góða stöðu en náði ekki almennilegri snertingu á boltann og skotið framhjá. Þegar leið á leikinn jókst pressa Blika, þær voru farnar að vinna boltann hátt á vellinum og komast í betri stöður. Það voru því mikil vonbrigði þegar Claudia Zornoza kom Real Madrid í 3-0 á 82. mínútu. ¡ZORNOZA!Wind, rain, sleet or snow, Real Madrid know how to put on a show https://t.co/1CAdQbkU8x https://t.co/WwQTM8SqNY https://t.co/ewFx88MjHF pic.twitter.com/DydCx9oBkd— DAZN Football (@DAZNFootball) December 8, 2021 Claudia komst þá í gott færi en skaut í varnarmann, frákastið fékk Nahikari Garcia og reyndi skot sem Telma Ívarsdóttir varði, seinna frákastið fékk Claudia Zornoza svo aftur og þá loksins kom hún boltanum yfir línuna. Ansi svekkjandi eftir góðan kafla frá Blikastúlkum. Eftir þriðja markið fjaraði leikurinn rólega út þangað til að dómari leiksins flautaði af síðasta heimaleik Breiðabliks í Meistaradeildinni að þessu sinni. Something tells us @realmadridfem found Iceland a bit too cold pic.twitter.com/p6Gly5jXvX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 8, 2021 Af hverju vann Real Madrid? Þær höfðu einfaldlega meiri gæði innan síns liðs í dag. Þær höfðu einnig kjark til þess að láta aðstæður ekki trufla sig og spiluðu sinn leik mjög vel í fyrri hálfleik. Hverjar voru bestar? Markaskorarar Real Madrid voru bestar í dag. Margar sóknir fóru í gegnum Claudiu Zornoza sem átti margar góðar sendingar upp völlinn og sömuleiðis tók góð föst leikatriði. Kosovare Asllani skoraði tvö mörk og fiskaði vítið sitt sjálf sömuleiðis. Hún var illviðráðanleg í kvöld. Kristín Dís og Heiðdís Lillýardóttir stóðu vaktina virkilega vel saman í hjarta varnarinnar hjá Breiðablik en maður leiksins hjá heimakonum var Telma Ívarsdóttir sem varði fjölmörg skot og mörg þeirra mjög vel. Hvað hefði mátt betur fara? Mér fannst Blikastelpur virka hálf stressaðar í upphafi og gekk illa að halda boltanum þegar þær unnu hann. Það vantaði aðeins meiri grimmd og ákveðni til að byrja með því þegar þær sýndu vilja þá komu gæðin með. Hvað gerist næst? Bæði lið leika sinn síðasta leik í riðlinum í næstu viku. Breiðablik mætir PSG í París fimmtudaginn 16.des. Myndir Ásta Eir Árnadóttir.Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Hafrún Rakel í baráttunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Taylor Ziemer í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Það var hent sér í tæklingar þrátt fyrir smá snjó.Vísir/Vilhelm Skyggnið var ekki gott.Vísir/Vilhelm Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik Atalanta og Villareal frestað vegna veðurs | Spilað í Kópavogi Leikur Atalanta og Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu mun fara fram á morgun þar sem veðuraðstæður í Bergamo á Ítalíu leyfa einfaldlega ekki knattspyrnuiðkun sem stendur. Sömu sögu er ekki að segja úr Kópavogi þar sem hefur einnig snjóað gríðarlega í kvöld. 8. desember 2021 20:25
Breiðablik fékk stórveldið Real Madrid í heimsókn á Kópavogsvöllinn í kvöld í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Flestir reiknuðu með erfiðum leik fyrir Blikastelpur sem varð raunin enda lið Real Madrid vel mannað. Leiknum lauk með 0-3 sigri Real Madrid. Leikurinn einkenndist af mikilli snjókomu en um klukkustund fyrir leik hóf að snjóa mjög þungt á Höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Kópavogsvallar stóðu sig frábærlega í að skafa af vellinum bæði fyrir leik og í hálfleik en völlurinn var alltaf orðinn aftur hvítur stuttu seinna. Kópavogsvöllur í kvöld.Vísir/Vilhelm Í upphafi var leikurinn rólegur og bæði lið að reyna að finna sig í þessum aðstæðum en talsvert rok var á annað markið auk snjókomunar. Real Madrid sótti með vindi í átt að Fífunni í fyrri hálfleik og náðu þær að nýta sér það strax á 10.mínútu eftir hornspyrnu frá Claudiu Zornoza. Blikastúlkur náðu að hreinsa boltann frá en ekki lengra en aftur á Claudiu Zornoza sem sendi boltann aftur inn í teig Blika og þar var mætt Kosovare Asllani. Asllani var fyrst að átta sig inni í teignum og setti boltann snyrtilega upp þaknetið. Hafrún Rakel sækir að marki gestanna.Vísir/Vilhelm Eftir markið hélt Real Madrid áfram að sækja og Telma Ívarsdóttir, markvörður Blika, varði mjög vel í nokkur skipti. Margir hefðu búist við því að þær spænsku ættu í meiri vandræðum með snjóinn en þeim gekk vel að láta boltann ganga á milli sín. Undir lok fyrri hálfleiks var aftur komið að Asllani. Í þetta skiptið fékk hún boltann inni í vítateig Blika og náði að sækja vítaspyrnu. Asllani var fljót að láta sig detta við minnstu snertingu frá Hafrúnu Rakel og dómari leiksins féll í gildruna. Asllani fór sjálf á punktinn og lagði boltann örugglega framhjá Telmu í markinu. Real Madrid fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu. Asllani with a cold penalty in even colder temperatures https://t.co/1CAdQbkU8x https://t.co/WwQTM8SqNY https://t.co/ewFx88MjHF pic.twitter.com/qvIincA6lo— DAZN Football (@DAZNFootball) December 8, 2021 Blikastúlkur mættu tvíefldar til leiks í síðari hálfleik, stigu hærra upp á völlinn með vindinn í bakið og fengu mun fleiri færi. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í því að liðið spilaði betri sóknarleik í síðari hálfleik. Efnilegur leikmaður en hún er fædd árið 2005 og hóf sumarið 2021 í Augnablik. Hún fékk besta færi Breiðabliks í síðari hálfleiknum eftir að Karen Sigurgeirsdóttir hafði sent góða fyrirgjöf inn í teig Real Madrid. Vigdís Lilja kom sér í góða stöðu en náði ekki almennilegri snertingu á boltann og skotið framhjá. Þegar leið á leikinn jókst pressa Blika, þær voru farnar að vinna boltann hátt á vellinum og komast í betri stöður. Það voru því mikil vonbrigði þegar Claudia Zornoza kom Real Madrid í 3-0 á 82. mínútu. ¡ZORNOZA!Wind, rain, sleet or snow, Real Madrid know how to put on a show https://t.co/1CAdQbkU8x https://t.co/WwQTM8SqNY https://t.co/ewFx88MjHF pic.twitter.com/DydCx9oBkd— DAZN Football (@DAZNFootball) December 8, 2021 Claudia komst þá í gott færi en skaut í varnarmann, frákastið fékk Nahikari Garcia og reyndi skot sem Telma Ívarsdóttir varði, seinna frákastið fékk Claudia Zornoza svo aftur og þá loksins kom hún boltanum yfir línuna. Ansi svekkjandi eftir góðan kafla frá Blikastúlkum. Eftir þriðja markið fjaraði leikurinn rólega út þangað til að dómari leiksins flautaði af síðasta heimaleik Breiðabliks í Meistaradeildinni að þessu sinni. Something tells us @realmadridfem found Iceland a bit too cold pic.twitter.com/p6Gly5jXvX— DAZN Football (@DAZNFootball) December 8, 2021 Af hverju vann Real Madrid? Þær höfðu einfaldlega meiri gæði innan síns liðs í dag. Þær höfðu einnig kjark til þess að láta aðstæður ekki trufla sig og spiluðu sinn leik mjög vel í fyrri hálfleik. Hverjar voru bestar? Markaskorarar Real Madrid voru bestar í dag. Margar sóknir fóru í gegnum Claudiu Zornoza sem átti margar góðar sendingar upp völlinn og sömuleiðis tók góð föst leikatriði. Kosovare Asllani skoraði tvö mörk og fiskaði vítið sitt sjálf sömuleiðis. Hún var illviðráðanleg í kvöld. Kristín Dís og Heiðdís Lillýardóttir stóðu vaktina virkilega vel saman í hjarta varnarinnar hjá Breiðablik en maður leiksins hjá heimakonum var Telma Ívarsdóttir sem varði fjölmörg skot og mörg þeirra mjög vel. Hvað hefði mátt betur fara? Mér fannst Blikastelpur virka hálf stressaðar í upphafi og gekk illa að halda boltanum þegar þær unnu hann. Það vantaði aðeins meiri grimmd og ákveðni til að byrja með því þegar þær sýndu vilja þá komu gæðin með. Hvað gerist næst? Bæði lið leika sinn síðasta leik í riðlinum í næstu viku. Breiðablik mætir PSG í París fimmtudaginn 16.des. Myndir Ásta Eir Árnadóttir.Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Hafrún Rakel í baráttunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Taylor Ziemer í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Það var hent sér í tæklingar þrátt fyrir smá snjó.Vísir/Vilhelm Skyggnið var ekki gott.Vísir/Vilhelm
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik Atalanta og Villareal frestað vegna veðurs | Spilað í Kópavogi Leikur Atalanta og Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu mun fara fram á morgun þar sem veðuraðstæður í Bergamo á Ítalíu leyfa einfaldlega ekki knattspyrnuiðkun sem stendur. Sömu sögu er ekki að segja úr Kópavogi þar sem hefur einnig snjóað gríðarlega í kvöld. 8. desember 2021 20:25
Leik Atalanta og Villareal frestað vegna veðurs | Spilað í Kópavogi Leikur Atalanta og Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu mun fara fram á morgun þar sem veðuraðstæður í Bergamo á Ítalíu leyfa einfaldlega ekki knattspyrnuiðkun sem stendur. Sömu sögu er ekki að segja úr Kópavogi þar sem hefur einnig snjóað gríðarlega í kvöld. 8. desember 2021 20:25
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti