Á lokadegi Evrópumótsins er vaninn að velja sex bestu karla og sex bestu konur mótsins. Í þetta sinn á Ísland þrjá fulltrúa af tólf í úrvalsliðinu, en það eru þau Ásta Kristinsdóttir, Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Kolbrún Þöll Þorradóttir.
Þetta var í fyrsta skipti sem Helgi og Ásta voru valin í úrvalsliðið á þeirra fimleikaferli, en reynsluboltinn Kolbrún Þöll hefur verið í úrvalsliðinu þrisvar áður, 2014, 2016 og 2018.
Helgi var valinn fyrir að vera fyrstur til að framkvæma sannkallað ofurstökk í keppni og Ásta fyrir mikla yfirburði í dansi. Kolbrún var valin eftir að hún framkvæmdi eitt erfiðasta stökk mótsins á trampólíni.
Eins og áður segir var hin 16 ára Auður Helga Halldórsdóttir valin efnilegust, en Ísland hefur aldrei áður átt fulltrúa í því vali.