Sakfelldur fyrir að hafa sent myndir af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2021 14:14 Maðurinn sendi myndbrot af íbúa sambýlisins handleika kynfæri sín á samstarfsmann sinn á sambýlinu. Getty/Jakub Porzycki-NurPhoto Starfsmaður sambýlis hefur verið sakfelldur fyrir að hafa gerst sekur um kynferðisbrot með því að hafa tekið upp Snapchat-myndband af vistmanni handleika ber kynfæri sín. Maðurinn, sem starfaði á sambýli í Reykjavík, var ákærður um miðjan nóvember fyrir að hafa tekið upp myndbrot af íbúa sambýlisins þar sem hann lá nakinn uppi í rúmi og handlék kynfæri sín. Var starfsmaðurinn ákærður fyrir að hafa sært blygðunarkennd íbúans. Hann sendi svo myndbrotið á annan aðila, sem síðar tilkynnti brotið. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir brot í opinberu starfi, sem hann var sýknaður af. Hann var þó sakfelldur fyrir hótun með því að hafa í maí 2020 hótað manninum sem hann sendi myndbrotið á Instagram. Skilaboðin voru eftirfarandi: „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Gerð var krafa fyrir hönd íbúa sambýlisins að starfsmanninum yrði gert að greiða honum 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn féllst ekki á það en manninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í bætur. Byggðu varnir starfsmannsins meðal annars á því að annmarkar væru á orðalagi í ákæru. Orðið myndbrot væri óskýrt og ekki augljóst af ákæru hvort um mynd eða myndband væri að ræða. Þá byggði hann vörn sína á því að vöntun á huglægri vitneskju brotaþola um háttsemina, eða óvissa um hvort hann myndi vegna fötlunar sinnar gera sér grein fyrir gerð téð myndefnis og sendingu þess, hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins. Hvort í þessu tilviki íbúinn teldi blygðunarkennd sína vera særða. Hótaði starfsmanni sem hann sendi myndbandið á Atvikið sjálft átti sér stað í lok mars í fyrra. Réttargæslumaður fatlaðs fólks sendi lögreglu tilkynningu um atvikið um miðjan apríl 2020 þar sem greint var frá atvikinu. Var þá greint frá að maðurinn hefði tekið myndskeið á símann sinn af brotaþola þar sem hann lá nakinn í rúmi sínu og sent myndskeiðið til samstarfsmanns síns. Eftir að samstarfsmaðurinn hefði horft á myndskeiðið hafi hann tilkynnt ákærða að hann hyggðist tilkynna forstöðumann sambýlisins um myndskeiðið. Ákærði hafi brugðist við þessu með því að senda samstarfsmanni sínum hótanir. Forstöðumaðurinn kom í kjölfari málinu á borð stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og leysti ákærða frá störfum. Þrír af sex mánuðum skilorðsbundnir Meðal gagna í málinu eru samskipti milli ákærða og samstarfsmannsins sem hann sendi myndbrotin þar sem ákærði bað hann að sýna engum myndbrotið, hann gæti misst vinnuna. Samstarfsmaðurinn lét manninn þá vita að hann hyggðist tilkynna málið. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í einum skilaboðanna. Starfsmaðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn manninum. Hann var þó sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi þar sem starfs hans fólst ekki í ákvarðanatöku eða áhrifum á ákvörðunartöku um réttindi eða skyldur þess fatlaða fólks sem búsett var á heimilinu. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir hótanir gegn fyrrverandi samstarfsmanni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi en þrír af þeim sex mánuðum eru skilorðsbundnir. Eins og áður segir var hann jafnframt dæmdur til að greiða íbúanum 400 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Stafrænt ofbeldi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Maðurinn, sem starfaði á sambýli í Reykjavík, var ákærður um miðjan nóvember fyrir að hafa tekið upp myndbrot af íbúa sambýlisins þar sem hann lá nakinn uppi í rúmi og handlék kynfæri sín. Var starfsmaðurinn ákærður fyrir að hafa sært blygðunarkennd íbúans. Hann sendi svo myndbrotið á annan aðila, sem síðar tilkynnti brotið. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir brot í opinberu starfi, sem hann var sýknaður af. Hann var þó sakfelldur fyrir hótun með því að hafa í maí 2020 hótað manninum sem hann sendi myndbrotið á Instagram. Skilaboðin voru eftirfarandi: „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Gerð var krafa fyrir hönd íbúa sambýlisins að starfsmanninum yrði gert að greiða honum 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn féllst ekki á það en manninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í bætur. Byggðu varnir starfsmannsins meðal annars á því að annmarkar væru á orðalagi í ákæru. Orðið myndbrot væri óskýrt og ekki augljóst af ákæru hvort um mynd eða myndband væri að ræða. Þá byggði hann vörn sína á því að vöntun á huglægri vitneskju brotaþola um háttsemina, eða óvissa um hvort hann myndi vegna fötlunar sinnar gera sér grein fyrir gerð téð myndefnis og sendingu þess, hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins. Hvort í þessu tilviki íbúinn teldi blygðunarkennd sína vera særða. Hótaði starfsmanni sem hann sendi myndbandið á Atvikið sjálft átti sér stað í lok mars í fyrra. Réttargæslumaður fatlaðs fólks sendi lögreglu tilkynningu um atvikið um miðjan apríl 2020 þar sem greint var frá atvikinu. Var þá greint frá að maðurinn hefði tekið myndskeið á símann sinn af brotaþola þar sem hann lá nakinn í rúmi sínu og sent myndskeiðið til samstarfsmanns síns. Eftir að samstarfsmaðurinn hefði horft á myndskeiðið hafi hann tilkynnt ákærða að hann hyggðist tilkynna forstöðumann sambýlisins um myndskeiðið. Ákærði hafi brugðist við þessu með því að senda samstarfsmanni sínum hótanir. Forstöðumaðurinn kom í kjölfari málinu á borð stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og leysti ákærða frá störfum. Þrír af sex mánuðum skilorðsbundnir Meðal gagna í málinu eru samskipti milli ákærða og samstarfsmannsins sem hann sendi myndbrotin þar sem ákærði bað hann að sýna engum myndbrotið, hann gæti misst vinnuna. Samstarfsmaðurinn lét manninn þá vita að hann hyggðist tilkynna málið. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í einum skilaboðanna. Starfsmaðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn manninum. Hann var þó sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi þar sem starfs hans fólst ekki í ákvarðanatöku eða áhrifum á ákvörðunartöku um réttindi eða skyldur þess fatlaða fólks sem búsett var á heimilinu. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir hótanir gegn fyrrverandi samstarfsmanni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi en þrír af þeim sex mánuðum eru skilorðsbundnir. Eins og áður segir var hann jafnframt dæmdur til að greiða íbúanum 400 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Stafrænt ofbeldi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira