Sigurför hennar um heimsbyggðina er hinsvegar rétt að byrja. Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Alief hefur seldi sýningarrétt að Leynilöggunni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu.
Það verður gaman að sjá hvernig myndin verður kynnt á erlendri grundu, eins og til dæmis í Japan með þessu magnaða plakati. Þar í landi heitir myndin „2 Bad Cops“ og er hún talsett á japönsku. Hún verður svo einnig frumsýnd í Taiwan í vikunni og í Þýskalandi næsta sumar, talsett.
