Eldgosi úr Semeru hafa sent mikið magn ösku út í loftið og gjóska og brennandi aur hefur flætt niður hlíðar fjallsins og yfir heilu þorpin. Semeru hefur gosið þrisvar sinnum í morgun og er möguleiki á frekari ösku og gjósku.
Í frétt BBC segir að björgunarsveitir leiti að fólki og líkum í rústum þorpanna.
Veður hefur komið niður á björgunarstörfum.

Eftir að hann heimsótti fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín og flaug yfir svæðið í þyrlu sagði Widodo að björgunar- og viðgerðaraðgerðir yrðu auknar. Það þyrfti að bjarga þeim sem hægt væri að bjarga og framkvæma viðgerðir þegar eldgosinu lýkur, samkvæmt frétt Reuters.
Hann sagði að minnst tvö þúsund heimili þurfi að flytja á öruggari svæði.
Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt DW frá því á sunnudaginn, eftir að eldgosin hófust.
