Icelandair harmar slysið á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 17:54 Atvikið átti sér stað að morgni laugardags þegar Hermann Guðmundsson var á leið heim frá Flórída með hópi Íslendinga. Vísir/KMU Icelandair harmar slys sem átti sér stað á laugardag þegar eldri maður féll á flugstæði á Keflavíkurflugvelli á leið úr flugvél félagsins. Icelandair segir að öllum verkferlum hafi verið fylgt í aðdraganda óhappsins en farþegarnir voru að koma frá Orlando í Flórída. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, greindi frá atvikinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til landsins. Hálka var í bröttum tröppunum þegar maðurinn féll fram fyrir sig og kallar Hermann eftir meiri þjónustu við farþega við vetraraðstæður. „Okkur þykir mjög leitt að þetta atvik hafi átt sér stað. Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir í skriflegu svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Þetta sé til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir jafnframt að búið sé að fara yfir málsatvik og staðfesta að öllum ferlum félagsins hafi verið fylgt í þessu tilfelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi.VÍSIR/VILHELM Verið eins og skautasvell Hermann var farþegi um borð í umræddu flugi og segir aðstæður hafa verið mjög hættulegar. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ sagði Hermann í Bítinu á Bylgunni. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig.“ Hermann sagði að það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar eða til að fylgjast með affermingu vélarinnar. Skömmu síðar hafi bílstjóri á vegum Isavia sem átti að keyra farþegana að flugstöðinni stokkið til og byrjað að hlúa að manninum. „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta,“ bætti Hermann við. Hann gagnrýndi starfsmannahald á Keflavíkurflugvelli og sagði það ekki of mikla kröfu að tveir starfsmenn fylgi hverjum stiga, þurrki tröppurnar og aðstoði eldra fólk niður. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Slysavarnir Tengdar fréttir „Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, greindi frá atvikinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til landsins. Hálka var í bröttum tröppunum þegar maðurinn féll fram fyrir sig og kallar Hermann eftir meiri þjónustu við farþega við vetraraðstæður. „Okkur þykir mjög leitt að þetta atvik hafi átt sér stað. Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir í skriflegu svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Þetta sé til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir jafnframt að búið sé að fara yfir málsatvik og staðfesta að öllum ferlum félagsins hafi verið fylgt í þessu tilfelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi.VÍSIR/VILHELM Verið eins og skautasvell Hermann var farþegi um borð í umræddu flugi og segir aðstæður hafa verið mjög hættulegar. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ sagði Hermann í Bítinu á Bylgunni. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig.“ Hermann sagði að það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar eða til að fylgjast með affermingu vélarinnar. Skömmu síðar hafi bílstjóri á vegum Isavia sem átti að keyra farþegana að flugstöðinni stokkið til og byrjað að hlúa að manninum. „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta,“ bætti Hermann við. Hann gagnrýndi starfsmannahald á Keflavíkurflugvelli og sagði það ekki of mikla kröfu að tveir starfsmenn fylgi hverjum stiga, þurrki tröppurnar og aðstoði eldra fólk niður.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Slysavarnir Tengdar fréttir „Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
„Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12