Icelandair harmar slysið á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 17:54 Atvikið átti sér stað að morgni laugardags þegar Hermann Guðmundsson var á leið heim frá Flórída með hópi Íslendinga. Vísir/KMU Icelandair harmar slys sem átti sér stað á laugardag þegar eldri maður féll á flugstæði á Keflavíkurflugvelli á leið úr flugvél félagsins. Icelandair segir að öllum verkferlum hafi verið fylgt í aðdraganda óhappsins en farþegarnir voru að koma frá Orlando í Flórída. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, greindi frá atvikinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til landsins. Hálka var í bröttum tröppunum þegar maðurinn féll fram fyrir sig og kallar Hermann eftir meiri þjónustu við farþega við vetraraðstæður. „Okkur þykir mjög leitt að þetta atvik hafi átt sér stað. Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir í skriflegu svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Þetta sé til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir jafnframt að búið sé að fara yfir málsatvik og staðfesta að öllum ferlum félagsins hafi verið fylgt í þessu tilfelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi.VÍSIR/VILHELM Verið eins og skautasvell Hermann var farþegi um borð í umræddu flugi og segir aðstæður hafa verið mjög hættulegar. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ sagði Hermann í Bítinu á Bylgunni. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig.“ Hermann sagði að það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar eða til að fylgjast með affermingu vélarinnar. Skömmu síðar hafi bílstjóri á vegum Isavia sem átti að keyra farþegana að flugstöðinni stokkið til og byrjað að hlúa að manninum. „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta,“ bætti Hermann við. Hann gagnrýndi starfsmannahald á Keflavíkurflugvelli og sagði það ekki of mikla kröfu að tveir starfsmenn fylgi hverjum stiga, þurrki tröppurnar og aðstoði eldra fólk niður. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Slysavarnir Tengdar fréttir „Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, greindi frá atvikinu í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til landsins. Hálka var í bröttum tröppunum þegar maðurinn féll fram fyrir sig og kallar Hermann eftir meiri þjónustu við farþega við vetraraðstæður. „Okkur þykir mjög leitt að þetta atvik hafi átt sér stað. Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir í skriflegu svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Þetta sé til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir jafnframt að búið sé að fara yfir málsatvik og staðfesta að öllum ferlum félagsins hafi verið fylgt í þessu tilfelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi.VÍSIR/VILHELM Verið eins og skautasvell Hermann var farþegi um borð í umræddu flugi og segir aðstæður hafa verið mjög hættulegar. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ sagði Hermann í Bítinu á Bylgunni. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig.“ Hermann sagði að það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar eða til að fylgjast með affermingu vélarinnar. Skömmu síðar hafi bílstjóri á vegum Isavia sem átti að keyra farþegana að flugstöðinni stokkið til og byrjað að hlúa að manninum. „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta,“ bætti Hermann við. Hann gagnrýndi starfsmannahald á Keflavíkurflugvelli og sagði það ekki of mikla kröfu að tveir starfsmenn fylgi hverjum stiga, þurrki tröppurnar og aðstoði eldra fólk niður.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Slysavarnir Tengdar fréttir „Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
„Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. 6. desember 2021 11:12