„Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. desember 2021 07:01 „Ég held að okkur hafi tekist ágætlega að takast á við þetta en þetta kemur í bylgjum og fólk syrgir mismunandi,“ segir Tinna Dögg sem missti dóttur sína, Stellu, á 22. viku meðgöngu. Vísir/Vilhelm „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. Tinna Dögg er viðmælandi Andreu Eyland í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Í þættinum segir hún frá átakanlegri reynslu sinni í von um að hjálpa öðrum sem lenda í svipuðum sporum. Þegar Tinna var gengin rúmar 22. vikur á leið fór hún að taka eftir tíðu þvagláti sem henni fannst óvenjulegt þar sem hún var ekki gengin lengra en þetta. „Ég hefði frekar búist við þessu undir lok meðgöngunnar. Ég átti tíma hjá ljósmóður þremur dögum seinna og ætlaði bara að nefna þetta þá, mér fannst ekki liggja það mikið á. En svo ákvað ég að hringja og þá er mér sagt að ef það koma einhverjir verkir eða ef þetta yrði meira, þá ætti ég að hringja niður á Landspítala. Gott ef það blæddi ekki aðeins líka,“ segir Tinna frá. Daginn eftir fór aftur að blæða og ákvað Tinna því að fara og láta skoða sig. Hún ákvað einhverra hluta vegna að taka manninn sinn með sér en hann beið úti í bíl á meðan Tinna var skoðuð. „Ég man bara að þegar læknirinn skoðaði þá sagði hún ekki neitt heillengi og ég sá það bara á svipnum á henni að það var eitthvað að. Hún segir þá við mig að ég sé komin í virka fæðingu og sé með 1-2 cm í útvíkkun og bungandi belg, sem þýðir að leghálsinn var opinn og belgurinn var kominn niður og það var ekkert hald eftir.“ Gerðu sér ekki grein fyrir því hve alvarleg staðan væri Þó svo að Tinnu hafi verið brugðið, hélt hún ró sinni og hugsaði að það hlyti að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Hún hringdi í manninn sinn og hann kom inn til hennar. Þeim var tjáð það að Tinna væri ekki á leiðinni heim aftur. „Þá vorum við ekki alveg að gera okkur grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri. Við höfðum aldrei pælt í því að maður gæti lent í þessu. Þó svo að við vissum alveg að það er ekkert gefið í barneignum yfir höfuð. En við ákváðum bara að taka þetta á kassann, einn dag í einu.“ Hún segir starfsfólk spítalans hafa verið dásamlegt. Þau hafi fengið frábæra þjónustu og upplifað sig örugg. Tinna þurfti að undirgangast alls kyns rannsóknir og blóðprufur en loks var henni tjáð að kannski yrði mögulegt að gera neyðarsaum á legið. „En til þess að sauma þá þurfti að athuga hvort það væri nokkuð komin sýking en yfirlæknirinn sagði að það gæti alveg verið. En ef það væri komin sýking þá væri þetta orðið svolítið alvarlegt mál,“ en það hvarflaði ekki annað að Tinnu en að sýkingu væri hægt að meðhöndla með lyfjum. Læknirinn tjáði henni hins vegar að konur hefðu látið lífið vegna sýkingar í legi. Tinna hugsaði að svoleiðis gæti nú varla gerst hér á Íslandi en læknirinn útskýrði fyrir henni að þegar sýking væri komin í legið gerðu sýklalyf takmarkað gagn. „Þá væri bara það eina í stöðunni að ljúka meðgöngu og það er í rauninni ekkert val.“ „Ég hafði aldrei séð svona lítið barn“ Morguninn sem átti að framkvæma neyðarsauminn fékk Tinna þær niðurstöður úr blóðprufu að það væri byrjuð að myndast sýking í leginu. Það átti hins vegar að bíða aðeins og sjá hvort sýkingin myndi ganga til baka. Tinna veiktist hins vegar skyndilega og fékk mikinn hita. Legvatnið var farið að leka og var Tinna því drifin upp á fæðingargang þar sem fæðingarferlið var sett af stað. „Svo var það nú þannig að níu mánuðum áður höfðum við eignast stelpu, þannig þarna var eldri dóttir okkar heima níu mánaða gömul. Þannig það var okkur ferskt í minni hvernig ferlið var. Ég var svo stressuð og ætlaði að fá mænudeyfingu og vildi reyna að gera þetta aðeins auðveldara fyrir. En svo bara gekk þetta rosalega vel og hún fæðist eftir klukkutíma. Hún fæðist sitjandi sem við vissum ekki.“ „Það var svo skrítið að þegar hún loksins kemur þá heyrum við lítið tíst eins og í mús. Við vissum ekkert hvort hún myndi fæðast lifandi eða hvað. Við spurðum bara: „Er þetta hún?“. Læknirinn segir já og setur hana upp á bringuna mína. Ég hef bara aldrei séð svona lítið barn.“ Dóttir þeirra sem fékk nafnið Stella var afskaplega veik. Tinna segir ekki hafa verið sömu ungbarnalykt af henni og öðrum nýfæddum börnum, heldur hafi verið vond lykt vegna þess hve mikil sýking hafi verið til staðar. „Við vorum rosalega leið og sorgmædd yfir stöðunni en á sama tíma vorum við ótrúlega þakklát. Ég hefði ekki viljað gera þetta öðruvísi, ég svæfð og hún tekin með keisara. Ég held að þetta sé eitthvað svona lífeðlislegt ferli að ganga í gegnum fæðingu, það er ótrulega fallegt og magnað ferli. Þó svo að útkoman hafi verið þessi þá er þetta samt eitthvað sem ég hefði ekki viljað fara á mis við.“ Fannst eins og hún hefði hitt hana „Ég man að ég horfi á lækninn og spyr hana hágrátandi: Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ Læknirinn sagði að því miður væri það eina sem þau gætu gert fyrir hana að hafa hana á bringunni, halda utan um hana og tala við hana. „Þannig ég hugsa að það væri kannski betra heldur en að reyna einhverja endurlífgun sem myndi sennilega ekki skila neinu. Þannig við gætum frekar haft hana hjá okkur og kvatt hana þannig.“ Tinnu gekk erfiðlega að fæða fylgjuna sem sat pikkföst og var hún farin að missa mikið blóð. Þegar útlit var fyrir að það væri farið að síga á seinni hlutann hjá Stellu litlu var ákveðið að svæfa Tinnu og sækja fylgjuna. „Þetta var ótrúlega skrítið. Mér fannst svona á einhverjum tímapunkti þegar ég var að detta út af, eins og ég hafi hitt hana. Kannski fór hún þá. Það þótt mér ótrúlega vænt um.“ Tinna þurfti að verja nokkrum dögum á spítalanum. Þau fengu að hafa Stellu litlu hjá sér í kælivöggu og fengu nánustu ættingjar að koma og hitta hana. Klippa: #33 - Tinna Guðlaugsdóttir Sorgin kemur í bylgjum Tinna segir það hafa verið skrítna tilfinningu að þurfa velja blóm og tónlist fyrir barnaútför. Þau hjónin hafi hins vegar valið lög og hlustað mikið á þau til þess að þau myndu venjast. Það hafi komið sér vel í útförinni sjálfri. Það komi sér einnig vel þegar lögin eru spiluð í útvarpinu eða í öðrum óvæntum aðstæðum. Eitt sinn þegar þau voru með eldri dóttur sína í ungbarnasundi var lagið Dvel ég í draumahöll spilað, en það hafði verið útspilið í útför Stellu litlu. „Mér fannst þetta bara falleg minning. Ég hljóp ekki upp úr grátandi af því ég hafði undirbúið mig.“ Tinna segist stundum hlusta á lögin úr jarðarförinni, þau kalli fram fallegar minningar og veiti henni yl. Andrea spyr Tinnu hvernig foreldrar geti hreinlega lifað svona áfall af. „Við ákváðum bara að taka þann pólinn í þessu að vera jákvæð og standa saman. Við viljum halda minningu Stellu á lofti.“ „Eins hugsuðum við hvort þessi lífsreynsla hafi átt að kenna okkur eitthvað. Leiðinlegt að svona reynsla fái mann til þess að vakna. Svo hugsar maður: Af hverju lentum við í þessu? En svo hugsar maður: Af hverju ekki við?“ „Ég held að okkur hafi tekist ágætlega að takast á við þetta en þetta kemur í bylgjum og fólk syrgir mismunandi.“ „Kannski er það öðruvísi þegar maður er með annað svona lítið barn, þá fór hugurinn bara að hugsa um þessa níu mánaða sem kannski að mörgu leyti bjargaði okkur og geðheilsunni.“ Kviknar Börn og uppeldi Kvenheilsa Tengdar fréttir „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30 Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. 21. október 2021 21:55 Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda“ „Ég áttaði mig ekki á því að þetta vandamál væri yfir höfuð á Íslandi, að konur gætu verið í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir. 8. október 2021 10:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Tinna Dögg er viðmælandi Andreu Eyland í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Í þættinum segir hún frá átakanlegri reynslu sinni í von um að hjálpa öðrum sem lenda í svipuðum sporum. Þegar Tinna var gengin rúmar 22. vikur á leið fór hún að taka eftir tíðu þvagláti sem henni fannst óvenjulegt þar sem hún var ekki gengin lengra en þetta. „Ég hefði frekar búist við þessu undir lok meðgöngunnar. Ég átti tíma hjá ljósmóður þremur dögum seinna og ætlaði bara að nefna þetta þá, mér fannst ekki liggja það mikið á. En svo ákvað ég að hringja og þá er mér sagt að ef það koma einhverjir verkir eða ef þetta yrði meira, þá ætti ég að hringja niður á Landspítala. Gott ef það blæddi ekki aðeins líka,“ segir Tinna frá. Daginn eftir fór aftur að blæða og ákvað Tinna því að fara og láta skoða sig. Hún ákvað einhverra hluta vegna að taka manninn sinn með sér en hann beið úti í bíl á meðan Tinna var skoðuð. „Ég man bara að þegar læknirinn skoðaði þá sagði hún ekki neitt heillengi og ég sá það bara á svipnum á henni að það var eitthvað að. Hún segir þá við mig að ég sé komin í virka fæðingu og sé með 1-2 cm í útvíkkun og bungandi belg, sem þýðir að leghálsinn var opinn og belgurinn var kominn niður og það var ekkert hald eftir.“ Gerðu sér ekki grein fyrir því hve alvarleg staðan væri Þó svo að Tinnu hafi verið brugðið, hélt hún ró sinni og hugsaði að það hlyti að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Hún hringdi í manninn sinn og hann kom inn til hennar. Þeim var tjáð það að Tinna væri ekki á leiðinni heim aftur. „Þá vorum við ekki alveg að gera okkur grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri. Við höfðum aldrei pælt í því að maður gæti lent í þessu. Þó svo að við vissum alveg að það er ekkert gefið í barneignum yfir höfuð. En við ákváðum bara að taka þetta á kassann, einn dag í einu.“ Hún segir starfsfólk spítalans hafa verið dásamlegt. Þau hafi fengið frábæra þjónustu og upplifað sig örugg. Tinna þurfti að undirgangast alls kyns rannsóknir og blóðprufur en loks var henni tjáð að kannski yrði mögulegt að gera neyðarsaum á legið. „En til þess að sauma þá þurfti að athuga hvort það væri nokkuð komin sýking en yfirlæknirinn sagði að það gæti alveg verið. En ef það væri komin sýking þá væri þetta orðið svolítið alvarlegt mál,“ en það hvarflaði ekki annað að Tinnu en að sýkingu væri hægt að meðhöndla með lyfjum. Læknirinn tjáði henni hins vegar að konur hefðu látið lífið vegna sýkingar í legi. Tinna hugsaði að svoleiðis gæti nú varla gerst hér á Íslandi en læknirinn útskýrði fyrir henni að þegar sýking væri komin í legið gerðu sýklalyf takmarkað gagn. „Þá væri bara það eina í stöðunni að ljúka meðgöngu og það er í rauninni ekkert val.“ „Ég hafði aldrei séð svona lítið barn“ Morguninn sem átti að framkvæma neyðarsauminn fékk Tinna þær niðurstöður úr blóðprufu að það væri byrjuð að myndast sýking í leginu. Það átti hins vegar að bíða aðeins og sjá hvort sýkingin myndi ganga til baka. Tinna veiktist hins vegar skyndilega og fékk mikinn hita. Legvatnið var farið að leka og var Tinna því drifin upp á fæðingargang þar sem fæðingarferlið var sett af stað. „Svo var það nú þannig að níu mánuðum áður höfðum við eignast stelpu, þannig þarna var eldri dóttir okkar heima níu mánaða gömul. Þannig það var okkur ferskt í minni hvernig ferlið var. Ég var svo stressuð og ætlaði að fá mænudeyfingu og vildi reyna að gera þetta aðeins auðveldara fyrir. En svo bara gekk þetta rosalega vel og hún fæðist eftir klukkutíma. Hún fæðist sitjandi sem við vissum ekki.“ „Það var svo skrítið að þegar hún loksins kemur þá heyrum við lítið tíst eins og í mús. Við vissum ekkert hvort hún myndi fæðast lifandi eða hvað. Við spurðum bara: „Er þetta hún?“. Læknirinn segir já og setur hana upp á bringuna mína. Ég hef bara aldrei séð svona lítið barn.“ Dóttir þeirra sem fékk nafnið Stella var afskaplega veik. Tinna segir ekki hafa verið sömu ungbarnalykt af henni og öðrum nýfæddum börnum, heldur hafi verið vond lykt vegna þess hve mikil sýking hafi verið til staðar. „Við vorum rosalega leið og sorgmædd yfir stöðunni en á sama tíma vorum við ótrúlega þakklát. Ég hefði ekki viljað gera þetta öðruvísi, ég svæfð og hún tekin með keisara. Ég held að þetta sé eitthvað svona lífeðlislegt ferli að ganga í gegnum fæðingu, það er ótrulega fallegt og magnað ferli. Þó svo að útkoman hafi verið þessi þá er þetta samt eitthvað sem ég hefði ekki viljað fara á mis við.“ Fannst eins og hún hefði hitt hana „Ég man að ég horfi á lækninn og spyr hana hágrátandi: Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ Læknirinn sagði að því miður væri það eina sem þau gætu gert fyrir hana að hafa hana á bringunni, halda utan um hana og tala við hana. „Þannig ég hugsa að það væri kannski betra heldur en að reyna einhverja endurlífgun sem myndi sennilega ekki skila neinu. Þannig við gætum frekar haft hana hjá okkur og kvatt hana þannig.“ Tinnu gekk erfiðlega að fæða fylgjuna sem sat pikkföst og var hún farin að missa mikið blóð. Þegar útlit var fyrir að það væri farið að síga á seinni hlutann hjá Stellu litlu var ákveðið að svæfa Tinnu og sækja fylgjuna. „Þetta var ótrúlega skrítið. Mér fannst svona á einhverjum tímapunkti þegar ég var að detta út af, eins og ég hafi hitt hana. Kannski fór hún þá. Það þótt mér ótrúlega vænt um.“ Tinna þurfti að verja nokkrum dögum á spítalanum. Þau fengu að hafa Stellu litlu hjá sér í kælivöggu og fengu nánustu ættingjar að koma og hitta hana. Klippa: #33 - Tinna Guðlaugsdóttir Sorgin kemur í bylgjum Tinna segir það hafa verið skrítna tilfinningu að þurfa velja blóm og tónlist fyrir barnaútför. Þau hjónin hafi hins vegar valið lög og hlustað mikið á þau til þess að þau myndu venjast. Það hafi komið sér vel í útförinni sjálfri. Það komi sér einnig vel þegar lögin eru spiluð í útvarpinu eða í öðrum óvæntum aðstæðum. Eitt sinn þegar þau voru með eldri dóttur sína í ungbarnasundi var lagið Dvel ég í draumahöll spilað, en það hafði verið útspilið í útför Stellu litlu. „Mér fannst þetta bara falleg minning. Ég hljóp ekki upp úr grátandi af því ég hafði undirbúið mig.“ Tinna segist stundum hlusta á lögin úr jarðarförinni, þau kalli fram fallegar minningar og veiti henni yl. Andrea spyr Tinnu hvernig foreldrar geti hreinlega lifað svona áfall af. „Við ákváðum bara að taka þann pólinn í þessu að vera jákvæð og standa saman. Við viljum halda minningu Stellu á lofti.“ „Eins hugsuðum við hvort þessi lífsreynsla hafi átt að kenna okkur eitthvað. Leiðinlegt að svona reynsla fái mann til þess að vakna. Svo hugsar maður: Af hverju lentum við í þessu? En svo hugsar maður: Af hverju ekki við?“ „Ég held að okkur hafi tekist ágætlega að takast á við þetta en þetta kemur í bylgjum og fólk syrgir mismunandi.“ „Kannski er það öðruvísi þegar maður er með annað svona lítið barn, þá fór hugurinn bara að hugsa um þessa níu mánaða sem kannski að mörgu leyti bjargaði okkur og geðheilsunni.“
Kviknar Börn og uppeldi Kvenheilsa Tengdar fréttir „Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30 Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. 21. október 2021 21:55 Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda“ „Ég áttaði mig ekki á því að þetta vandamál væri yfir höfuð á Íslandi, að konur gætu verið í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir. 8. október 2021 10:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Ég gekk eiginlega með hann á milli lækna“ Í hlaðvarpinu Kviknar var fjallað um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem því getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tali. Móðir með reynslu af því að barn hennar var með stíft tunguhaft, sagði þar frá reynslu sinni. 3. nóvember 2021 14:30
Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. 21. október 2021 21:55
Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00
„Konur sem eiga ekki í nein hús að venda“ „Ég áttaði mig ekki á því að þetta vandamál væri yfir höfuð á Íslandi, að konur gætu verið í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir. 8. október 2021 10:30