Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 14:34 Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. AP/Andy Wong Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Sniðganga fæli í sér að engir stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum myndu sækja Ólympíuleikana en ákvörðunin hefði engin áhrif á bandaríska íþróttamenn. Joe Biden, forseti, er sagður hafa íhugað sniðgöngu af þessu tagi og þá vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og að Kommúnistaflokkur landsins noti viðburði eins og vetrarólympíuleikana til að hvítþvo sig af brotum gegn íbúum landsins, minnihlutahópum og pólitískum andstæðingum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir aðgerðum sem þessum gegn Kína, samkvæmt frétt NBC News. Aðgerðirnar eru að hluta til komnar vegna aðgerða yfirvalda í Kína gegn Úígúrum í Xinjiang-héraði en Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð vegna þeirra aðgerða. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Þar að auki hafa áköll eftir sniðgöngu aukist vegna hvarfs tenniskonunnar Peng Shuai. Hún hvarf eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforseta Kína um að hafa nauðgað sér. Alþjóðatennissamband kvenna hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfsins. AP fréttaveitan segir ríkisstjórn Ástralíu einnig hafa íhugað sniðgöngu en samband þeirra við Kínverja hefur beðið verulega hnekki að undanförnu. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði að bandarískir stjórnmálamenn ættu að hætta að kalla eftir sniðgöngu. Slík áköll sköðuðu tengsl Kína og Bandaríkjanna og viðræður milli ríkjanna. Hann sagði einnig að Bandaríkjamönnum hefði ekki verið boðið á Ólympíuleikanna en ef þeir héldu áfram yfirlýsingum sínum myndi Kína svara fyrir sig. Kína Bandaríkin Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Sniðganga fæli í sér að engir stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum myndu sækja Ólympíuleikana en ákvörðunin hefði engin áhrif á bandaríska íþróttamenn. Joe Biden, forseti, er sagður hafa íhugað sniðgöngu af þessu tagi og þá vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og að Kommúnistaflokkur landsins noti viðburði eins og vetrarólympíuleikana til að hvítþvo sig af brotum gegn íbúum landsins, minnihlutahópum og pólitískum andstæðingum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir aðgerðum sem þessum gegn Kína, samkvæmt frétt NBC News. Aðgerðirnar eru að hluta til komnar vegna aðgerða yfirvalda í Kína gegn Úígúrum í Xinjiang-héraði en Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð vegna þeirra aðgerða. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Þar að auki hafa áköll eftir sniðgöngu aukist vegna hvarfs tenniskonunnar Peng Shuai. Hún hvarf eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforseta Kína um að hafa nauðgað sér. Alþjóðatennissamband kvenna hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfsins. AP fréttaveitan segir ríkisstjórn Ástralíu einnig hafa íhugað sniðgöngu en samband þeirra við Kínverja hefur beðið verulega hnekki að undanförnu. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði að bandarískir stjórnmálamenn ættu að hætta að kalla eftir sniðgöngu. Slík áköll sköðuðu tengsl Kína og Bandaríkjanna og viðræður milli ríkjanna. Hann sagði einnig að Bandaríkjamönnum hefði ekki verið boðið á Ólympíuleikanna en ef þeir héldu áfram yfirlýsingum sínum myndi Kína svara fyrir sig.
Kína Bandaríkin Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48