Óbólusettur prestur smitaði fjölda barna í fermingarbúðum Smári Jökull Jónsson skrifar 5. desember 2021 13:38 Hér má sjá prestinn Helge Helgeson ásamt hópi fermingarbarna. Facebook / Kjøllefjord og Lebesby menigheter Óbólusettur prestur í Noregi dreifði ekki bara guðsorðum í fermingarbúðum sem hann vann við heldur smitaði hann fjölda fermingarbarna af kórónuveirunni. Bærinn Lebesby í Finnmörku nyrst í Noregi hafði komist nokkuð vel í gegnum kórónuveirufaraldurinn og fá smit greinst í bænum þar sem tæplega 1300 manns búa. Þetta breyttist þó í nóvember en þá ruku smittölur upp eftir að hópsmit kom upp í fermingarbúðum. Einn einstaklingur greindist smitaður í bænum í byrjun nóvember en helgina 19.-21.nóvember voru áðurnefndar fermingarbúðir haldnar í nágrannabænum Mehamn þar sem fermingarbörn frá Lebesby voru meðal þátttakenda. Eftir búðirnar kom upp smit hjá um helmingi barnanna. Við búðirnar starfaði presturinn Helge Helgesen en hann reyndist smitaður af kórónuveirunni og hafði borið veiruna áfram. Helgesen fór í sýnatöku fyrir fermingarbúðirnar þar sem smit hafði greinst á skrifstofum ráðhúss bæjarins þar sem hann hefur vinnuaðstöðu. „Þess vegna fór ég í sýnatöku og sýnið reyndist neikvætt. Ég vildi vera viss áður en búðirnar hæfust,“ sagði Helgesen í samtali við VG í Noregi. Var óbólusettur Presturinn Helgesen hafði ekki fengið bólusetningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Noregi.Vísir / Vilhelm Hann ákvað á sínum tíma að þiggja ekki bólusetningu þrátt fyrir hvatningu stjórnvalda. „Fyrir þá sem eru með veikt ofnæmiskerfi er gott að bólusetja sig og ég hef fullan skilning á því að þeir séu varkárir og vakandi vegna veirunnar. En fyrir mitt leyti hef ég ekki viljað bóluefni og nú er ég líka búinn að fá veiruna,“ bætir Helgesen við. Fermingarbörnin sem veiktust smituðu fjölskyldumeðlimi og í nóvember greindust um 30 smit í Lebesby. Yfirlæknir heilsugæslunnar í bænum segir að hann hefði viljað vera upplýstur um búðirnar áður en þær voru haldnar. „Ég vildi að ég hefði verið spurður áður en búðirnar voru haldnar, með tilliti til stöðu smita í bænum. Það var fremur óvarlegt að þessar búðir skyldu fara fram,“ segir yfirlæknirinn Marius Lier. „Að sama skapi er mikilvægt að benda á að presturinn fór í sýnatöku áður en búðirnar voru haldnar og þetta snýst ekki um að hann hafi brotið reglur.“ Presturinn Helgesen segir að læra þurfi af atvikinu. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en það er ekki mikið hægt að gera í þessu núna. Við munum eiga samtöl og meta atvikið ásamt foreldrum og fermingarbörnunum sjálfum.“ Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Bærinn Lebesby í Finnmörku nyrst í Noregi hafði komist nokkuð vel í gegnum kórónuveirufaraldurinn og fá smit greinst í bænum þar sem tæplega 1300 manns búa. Þetta breyttist þó í nóvember en þá ruku smittölur upp eftir að hópsmit kom upp í fermingarbúðum. Einn einstaklingur greindist smitaður í bænum í byrjun nóvember en helgina 19.-21.nóvember voru áðurnefndar fermingarbúðir haldnar í nágrannabænum Mehamn þar sem fermingarbörn frá Lebesby voru meðal þátttakenda. Eftir búðirnar kom upp smit hjá um helmingi barnanna. Við búðirnar starfaði presturinn Helge Helgesen en hann reyndist smitaður af kórónuveirunni og hafði borið veiruna áfram. Helgesen fór í sýnatöku fyrir fermingarbúðirnar þar sem smit hafði greinst á skrifstofum ráðhúss bæjarins þar sem hann hefur vinnuaðstöðu. „Þess vegna fór ég í sýnatöku og sýnið reyndist neikvætt. Ég vildi vera viss áður en búðirnar hæfust,“ sagði Helgesen í samtali við VG í Noregi. Var óbólusettur Presturinn Helgesen hafði ekki fengið bólusetningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Noregi.Vísir / Vilhelm Hann ákvað á sínum tíma að þiggja ekki bólusetningu þrátt fyrir hvatningu stjórnvalda. „Fyrir þá sem eru með veikt ofnæmiskerfi er gott að bólusetja sig og ég hef fullan skilning á því að þeir séu varkárir og vakandi vegna veirunnar. En fyrir mitt leyti hef ég ekki viljað bóluefni og nú er ég líka búinn að fá veiruna,“ bætir Helgesen við. Fermingarbörnin sem veiktust smituðu fjölskyldumeðlimi og í nóvember greindust um 30 smit í Lebesby. Yfirlæknir heilsugæslunnar í bænum segir að hann hefði viljað vera upplýstur um búðirnar áður en þær voru haldnar. „Ég vildi að ég hefði verið spurður áður en búðirnar voru haldnar, með tilliti til stöðu smita í bænum. Það var fremur óvarlegt að þessar búðir skyldu fara fram,“ segir yfirlæknirinn Marius Lier. „Að sama skapi er mikilvægt að benda á að presturinn fór í sýnatöku áður en búðirnar voru haldnar og þetta snýst ekki um að hann hafi brotið reglur.“ Presturinn Helgesen segir að læra þurfi af atvikinu. „Það er auðvelt að vera vitur eftir á en það er ekki mikið hægt að gera í þessu núna. Við munum eiga samtöl og meta atvikið ásamt foreldrum og fermingarbörnunum sjálfum.“
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira