Opið bréf til forstjóra MAST, Hrannar Ólínar Jörundsdóttur, vegna blóðmerahalds Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. desember 2021 18:01 Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun