Skipulagsstefna ÁTVR Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 4. desember 2021 07:02 Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar