Handbolti

Upp­hitun Seinni bylgjunnar: Þrír leikir sýndir beint í dag og á morgun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur á heimaleik í dag.
Valur á heimaleik í dag. Vísir/Hulda Margrét

Um helgina fer 11. umferð Olís-deildar karla fram, ef frá er talinn toppslagur FH og Hauka sem fram fór á miðvikudagskvöldið.

Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Hallgrímsson fóru yfir stöðu mála. Bæði toppslaginn sem og leiki helgarinnar.

„Eftir á að hyggja var þetta einstök frammistaða hjá (Phil) Döhler. Hann fékk á sig mark í tíu mínútur, einhverjir átta eða níu varðir boltar í röð. Þetta er bara frammistaða sem maður hefur varla séð áður á Íslandi,“ sagði Ásgeir um markvörð FH í leik liðinnar viku.

Laugardagur

16.00 ÍBV – HK

16.00 Valur – Selfoss (Stöð 2 Sport)

20.00 Fram – Afturelding (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur

18.00 KA – Grótta

18.00 Víkingur – Stjarnan (Stöð 2 Sport)

Ásamt því að fara yfir stórleik vikunnar hituðu þeir Stefán Árni og Ásgeir upp fyrir leikina fimm sem verða spilaði í dag og á morgun. Sjá má upphitun Seinni bylgjunnar í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun karla

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×