Fleiri spurningar en svör Drífa Snædal skrifar 3. desember 2021 13:00 Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn tali fjálglega um nauðsyn þess að „vinnumarkaðurinn axli ábyrgð“ í komandi kjarasamningum en leggur svo enga áherslu á það sem skiptir öllu í komandi kjaraviðræðum; að taka á dýrtíð og húsnæðisverði. Hvergi sér þess stað í fjárlagafrumvarpinu né stjórnarsáttmálanum að stórátaks sé þörf á húsnæðismarkaði. Í sáttmálanum segir: „Mæta þarf sérstaklega þeim sem búa við háan húsnæðiskostnað með auknum stuðningi og auka framboð af ódýru leiguhúsnæði fyrir aldraða í samstarf við sveitarfélögin og samtök aldraðra, m.a. í almenna íbúðakerfnu.“ Enn fremur segir að „horft verði til áframhaldandi uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu“. Fyrir kosningar voru allir stjórnarflokkarnir hins vegar á einu máli um að auka þyrfti framlög til kerfisins, ekki bara horfa til þess. Í stjórnarsáttmálanum er engar útfærslur að finna. Í hverju á hinn aukni stuðningur að felast? Hvernig á að tryggja framboð ódýrs húsnæðis? Á að efla vaxtabótakerfið, hækka húsaleigubætur eða fara aðrar leiðir til að draga úr húsnæðiskostnaði? Á að koma lögum á útleigu íbúðahúsnæðis til ferðamanna og mun leiguþak eða leigubremsa loksins rata í lög? Á að deila kostnaði af vaxtahækkunum og verðbólgu á milli lánveitenda og lántaka í stað þess að demba allri ábyrgðinni á lántaka? Á að skilja á milli fjárfestingastarfsemi og lánastarfsemi banka þannig að húsnæðismarkaðurinn sé ekki beintengdur fjármálamarkaðnum? Á að koma í veg fyrir að fjárfestingasjóðir maki krókinn á húsnæðismarkaðnum? Því miður virðist ríkisstjórnin ætla að láta sér nægja að „huga að“ algjörlega sjálfsögðum þáttum á meðan íslenskur húsnæðismarkaður eltir þróunina í kapítalískustu stórborgum heim. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á kjör fólks, heldur líka byggð og samfélag, að ekki sé minnst á baráttuna við loftslagsvána. Smám saman hefur fólk ekki efni á að búa nálægt vinnustöðum sínum og ungt fólk sem ekki getur dvalið heima fram á fertugsaldur neyðist til að búa við óviðunandi aðstæður. Hér skortir framtíðarsýn. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar skildi eftir fleiri spurningar en svör og fjárlagafrumvarpið gat litlu svarað. Eftir stendur gríðarleg áskorun í lífskjörum fólks og það er alvarleg forherðing að varpa ábyrgðinni á launafólk sem horfir nú fram á hækkandi húsnæðisverð og hækkandi verð á matvörum og öðrum nauðsynjum. Það er heldur ekki í boði að bíða aðgerða til að gefa loforð í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Þá verður það of seint og lítill trúverðugleiki að ætla enn og aftur að endurnýta gömul loforð sem aldrei hafa verið efnd. Ný ríkisstjórn þarf að sýna það ekki síðar en strax að hún ætli sér að setja afkomu fólks og lífsgæði í forgang. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar