„Þetta var snarbilað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2021 10:00 Kristinn Óli Haraldsson var aðeins 17 ára þegar hann varð einn þekktasti tónlistarmaður landsins. Vísir/vilhelm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Álagið gríðarlegt og fór Króli yfir þennan tíma í þættinum. „Þegar ég tala um þetta er smá eins og ég trúi þessu ekki ennþá því þetta var fáránlegt, geðveikt grillað er eiginlega leiðin til að lýsa þessu. Það var eiginlega ekki fyrr en í Covid þegar maður náði smá stoppi til að hugsa til baka,“ segir Króli um þennan tíma þegar lagið kom út. „6. september breyttist allt og það hefur eiginlega ekki verið aftur snúið. Það var ógeðslega skrýtið að vera 16 og 17 ára og verða allt í einu svona þekktur. Þetta var algjörlega óraunverulegt. Maður fær síðan enga pásu til að meðtaka þetta. Orðræðan um okkur var líka rosalega fyndin því það var talað um að við værum svo miklar fyrirmyndir því við drukkum ekki. Flestir 16 og 17 ára unglingar í dag drekka ekki.“ Hann segir að þeir hafi á tíma jafnvel komið fram fimm til sex sinnum á einum og sama deginum. „Þetta var snarbilað. Það er eiginlega ótrúlegt að allir hafi ekki bara fengið ógeð af manni og ábyggilega sumir sem fengu hellings ógeð af manni sem er skiljanlegt þar sem maður fékk sjálfur ógeð af sér. Maður var með mann sem sá um þetta fyrir mann og valsaði bara stundum inn í allskyns partí og hugsaði bara, hvað er ég að gera hérna. Síðan fór maður á næsta stað og þetta var orðið heilalaust á tímabili. Ég man eftir tímabili þar sem maður spilaði 12 til 13 sinnum á föstudögum og laugardögum.“ Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, þunglyndið sem hann hefur barist við, framtíðina og margt fleira. Einkalífið Tónlist Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Álagið gríðarlegt og fór Króli yfir þennan tíma í þættinum. „Þegar ég tala um þetta er smá eins og ég trúi þessu ekki ennþá því þetta var fáránlegt, geðveikt grillað er eiginlega leiðin til að lýsa þessu. Það var eiginlega ekki fyrr en í Covid þegar maður náði smá stoppi til að hugsa til baka,“ segir Króli um þennan tíma þegar lagið kom út. „6. september breyttist allt og það hefur eiginlega ekki verið aftur snúið. Það var ógeðslega skrýtið að vera 16 og 17 ára og verða allt í einu svona þekktur. Þetta var algjörlega óraunverulegt. Maður fær síðan enga pásu til að meðtaka þetta. Orðræðan um okkur var líka rosalega fyndin því það var talað um að við værum svo miklar fyrirmyndir því við drukkum ekki. Flestir 16 og 17 ára unglingar í dag drekka ekki.“ Hann segir að þeir hafi á tíma jafnvel komið fram fimm til sex sinnum á einum og sama deginum. „Þetta var snarbilað. Það er eiginlega ótrúlegt að allir hafi ekki bara fengið ógeð af manni og ábyggilega sumir sem fengu hellings ógeð af manni sem er skiljanlegt þar sem maður fékk sjálfur ógeð af sér. Maður var með mann sem sá um þetta fyrir mann og valsaði bara stundum inn í allskyns partí og hugsaði bara, hvað er ég að gera hérna. Síðan fór maður á næsta stað og þetta var orðið heilalaust á tímabili. Ég man eftir tímabili þar sem maður spilaði 12 til 13 sinnum á föstudögum og laugardögum.“ Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, þunglyndið sem hann hefur barist við, framtíðina og margt fleira.
Einkalífið Tónlist Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira