Aðeins í handbremsu en gefa allt í úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2021 19:21 Andrea Sif Pétursdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir hinar kátustu. stefán pálsson Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var ánægð hvernig til tókst í undanúrslitum á EM í hópfimleikum í kvöld. Hún segir að íslenska liðið hafi aðeins verið handbremsuna á en hún verði tekin af í úrslitunum á laugardaginn. Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Ísland endaði í 2. sæti í undanúrslitunum með 55.100 í einkunn, 0.950 á eftir Svíþjóð sem á titil að verja. Bretland varð svo í 3. sæti. „Við eigum eitthvað inni. Við vorum að spara nokkrar stelpur og margar sem eru oft í öllum umferðum gerðu kannski færri til að spara þær, prófa aðrar og dreifa álaginu á liðið,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir undanúrslitunum. „Upphitun gekk kannski ekki frábærlega en þá púsluðum við þessu öðruvísi og það gekk vel. Það er breidd í hópnum og þetta var ekkert stress.“ Vilja ekki toppa of snemma Sem fyrr sagði var íslenska liðið aðeins sjónarmun á eftir því sænska sem hefur orðið Evrópumeistari þrisvar sinnum í röð. Andrea (með uppréttar hendur) áður en íslenska liðið hóf gólfæfingar sínar.stefán pálsson „Maður spilar þetta aðeins öðruvísi í undanúrslitunum en úrslitunum. Oft hefur okkur gengið vel á þessum degi og þá er erfitt að toppa á næsta. Við förum mjög jákvæðar inn í laugardaginn,“ sagði Andrea. En hvar getur íslenska liðið bætt í fyrir úrslitin? „Alls staðar. Við eigum eftir að horfa á þetta. Við vorum með einhver föll, beygðum okkur aðeins öðruvísi til að lenda betur en dagurinn í dag snerist um að koma heill út úr honum, frekar að breyta í loftinu en að negla sér inn í þetta og meiða sig. Það væri frekar á laugardaginn, þá myndi maður bomba sér inn í þetta,“ svaraði Andrea. Greint í þaula Fram að úrslitunum mun íslenska liðið fara vel og rækilega yfir frammistöðu sína í undanúrslitunum og greina hana með þjálfurum sínum. Íslenska liðið ætlar að gefa allt í úrslitin á laugardaginn.stefán pálsson „Við erum með fólk sem tekur myndbönd fyrir okkur. Líklegast í kvöld og á morgun horfum við á þetta, mis ítarlega, og tölum saman hvernig við ætlum að gera þetta næst, hvort við ætlum að breyta einhverju,“ sagði Andrea að endingu.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira