Óttast ekki samkeppni þriggja nýrra mathalla á nánast sama blettinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2021 20:01 Árni Traustason er rekstrarstjóri nýrrar Mathallar Reykjavíkur. Vísir/Arnar Þrjár mathallir verða opnaðar á litlum bletti í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Rekstrarstjóri þeirrar stærstu segir framkvæmdir skotganga og óttast ekki samkeppni. Sannkallað mathallaæði hefur gripið landann á síðustu árum en þær hafa sprottið upp ein af annarri eftir að sú fyrsta var opnuð á Hlemmi 2017. Þó að raunar megi færa rök fyrir því að Stjörnutorg hafi verið fyrsta mathöllin. Í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan má sjá staðsetningar og húsakynni nýju mathallanna þriggja. Mathallirnar þrjár En þetta þykir greinilega viðskiptamódel sem virkar. Það bætir nefnilega verulega í mathallaflóruna í miðbænum strax á næsta ári. Á Vesturgötu 2, þar sem Kaffi Reykjavík var áður til húsa, verður opnuð mathöll um páskaleytið. Allt að gerast á annarri hæð mathallarinnar við Vesturgötu.Vísir/Arnar Og rétt rúmum 200 metrum frá, í Pósthússtræti 3-5 þar sem Hitt húsið var síðast með starfsemi, á einnig að opna mathöll - 1. júní. Hún verður „glæsilegasta mathöll landsins“, að sögn Leifs Welding, eins rekstraraðila. Höllin í Pósthússtræti mun státa af átta veitingastöðum og kokteilbar. Þá á að stækka Hafnartorg en í rými austan megin Geirsgötu opnar þriðja mathöllin í mars. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri hjá fasteignafélaginu Regin segir í svari til fréttastofu að í rými á jarðhæð íbúðarhúsanna verði um fjórtán rekstraraðilar í smásölu, bæði með fatnað og húsbúnað. Þá verði þar mathöll með 8-9 „fjölbreyttum einingum“ en einnig verði opnaður sér veitingastaður sem snýr að höfninni. Partí, líf og fjör Húsnæðið á Vesturgötu, sem hýsa mun Mathöll Reykjavíkur, er 1800 fermetrar á þremur hæðum. Framkvæmdir eru í fullum gangi en stefnt er á að opna í apríl. „Sem er náttúrulega geggjaður tími ef omíkron fer ekki að stríða okkur meira. Þannig að já, ég held það verði bara partí og líf og fjör. Nýtt útisvæði hérna fyrir framan, og svo svalir og nýtt port hérna fyrir aftan okkur,“ segir Árni Traustason, rekstrarstjóri Mathallar Reykjavíkur við Vesturgötu. Teikning af fyrstu hæð Mathallar Reykjavíkur. Átta básar eru fyrirhugaðir á hæðinni og þá verður komið upp glænýju útisvæði fyrir framan húsið, Ingólfstorgsmegin. Gert er ráð fyrir átta básum á fyrstu hæðinni og sex básum á hæðinni fyrir ofan. Þar með verður þessi mathöll sú stærsta í Reykjavík, og reyndar á öllu Íslandi. „Svo mun þriðja hæðin vera undir veislusali, sem fólk getur nýtt sér til að leigja út fyrir partí og alls konar,“ segir Árni. Dæmi um bás sem fyrirhugað er að opni í mathöllinni. Matsölustaðir í höllinni verða af ýmsum toga. Ekki hefur þó enn náðst að fylla alla básana. „Við erum bara að vinna í því að púsla saman, þetta verður bara jólapúslið í ár,“ segir Árni. Ekkert stressaður Í Reykjavík eru fyrir fimm mathallir, þar af tvær í póstnúmeri 101; á Hlemmi og úti á Granda. Nýju mathallirnar, einnig í 101, eru staðsettar á milli þeirra - allar þrjár á um 0,06 ferkílómetra bletti. Eruði ekkert stressaðir yfir samkeppninni? „Nei, í rauninni ekki. Við fögnum allri samkeppni og við viljum bara fá sem flesta í miðbæinn og með því að hafa þrjár mathallir, það mun bara gera gott fyrir alla.“ Reykjavík Veitingastaðir Matur Reginn Tengdar fréttir Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. 14. nóvember 2021 12:28 Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 14:42 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sannkallað mathallaæði hefur gripið landann á síðustu árum en þær hafa sprottið upp ein af annarri eftir að sú fyrsta var opnuð á Hlemmi 2017. Þó að raunar megi færa rök fyrir því að Stjörnutorg hafi verið fyrsta mathöllin. Í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan má sjá staðsetningar og húsakynni nýju mathallanna þriggja. Mathallirnar þrjár En þetta þykir greinilega viðskiptamódel sem virkar. Það bætir nefnilega verulega í mathallaflóruna í miðbænum strax á næsta ári. Á Vesturgötu 2, þar sem Kaffi Reykjavík var áður til húsa, verður opnuð mathöll um páskaleytið. Allt að gerast á annarri hæð mathallarinnar við Vesturgötu.Vísir/Arnar Og rétt rúmum 200 metrum frá, í Pósthússtræti 3-5 þar sem Hitt húsið var síðast með starfsemi, á einnig að opna mathöll - 1. júní. Hún verður „glæsilegasta mathöll landsins“, að sögn Leifs Welding, eins rekstraraðila. Höllin í Pósthússtræti mun státa af átta veitingastöðum og kokteilbar. Þá á að stækka Hafnartorg en í rými austan megin Geirsgötu opnar þriðja mathöllin í mars. Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri hjá fasteignafélaginu Regin segir í svari til fréttastofu að í rými á jarðhæð íbúðarhúsanna verði um fjórtán rekstraraðilar í smásölu, bæði með fatnað og húsbúnað. Þá verði þar mathöll með 8-9 „fjölbreyttum einingum“ en einnig verði opnaður sér veitingastaður sem snýr að höfninni. Partí, líf og fjör Húsnæðið á Vesturgötu, sem hýsa mun Mathöll Reykjavíkur, er 1800 fermetrar á þremur hæðum. Framkvæmdir eru í fullum gangi en stefnt er á að opna í apríl. „Sem er náttúrulega geggjaður tími ef omíkron fer ekki að stríða okkur meira. Þannig að já, ég held það verði bara partí og líf og fjör. Nýtt útisvæði hérna fyrir framan, og svo svalir og nýtt port hérna fyrir aftan okkur,“ segir Árni Traustason, rekstrarstjóri Mathallar Reykjavíkur við Vesturgötu. Teikning af fyrstu hæð Mathallar Reykjavíkur. Átta básar eru fyrirhugaðir á hæðinni og þá verður komið upp glænýju útisvæði fyrir framan húsið, Ingólfstorgsmegin. Gert er ráð fyrir átta básum á fyrstu hæðinni og sex básum á hæðinni fyrir ofan. Þar með verður þessi mathöll sú stærsta í Reykjavík, og reyndar á öllu Íslandi. „Svo mun þriðja hæðin vera undir veislusali, sem fólk getur nýtt sér til að leigja út fyrir partí og alls konar,“ segir Árni. Dæmi um bás sem fyrirhugað er að opni í mathöllinni. Matsölustaðir í höllinni verða af ýmsum toga. Ekki hefur þó enn náðst að fylla alla básana. „Við erum bara að vinna í því að púsla saman, þetta verður bara jólapúslið í ár,“ segir Árni. Ekkert stressaður Í Reykjavík eru fyrir fimm mathallir, þar af tvær í póstnúmeri 101; á Hlemmi og úti á Granda. Nýju mathallirnar, einnig í 101, eru staðsettar á milli þeirra - allar þrjár á um 0,06 ferkílómetra bletti. Eruði ekkert stressaðir yfir samkeppninni? „Nei, í rauninni ekki. Við fögnum allri samkeppni og við viljum bara fá sem flesta í miðbæinn og með því að hafa þrjár mathallir, það mun bara gera gott fyrir alla.“
Reykjavík Veitingastaðir Matur Reginn Tengdar fréttir Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. 14. nóvember 2021 12:28 Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 14:42 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Enn ein mathöllin opnar senn í Reykjavík Stefnt er að opnun mathallar að Vesturgötu þar sem veitingastaðurinn Restaurant Reykjavík var áður. 14. nóvember 2021 12:28
Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50
Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. 27. apríl 2021 14:42