Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. desember 2021 15:42 Þrír hafa nú greinst smitaðir af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Kári í viðtali við fréttastofu fyrir stundu. Hann segir einstaklingana sjö alla tengjast og því sé sá möguleiki fyrir hendi að afbrigði veirunnar sé ekki komið víðar í samfélaginu. Karlmaður á áttræðisaldri greindist smitaður af afbrigðinu í gær. Hann liggur inni á Landspítalanum eftir að hafa greinst með Covid-19 á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lá maðurinn inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi en var fluttur yfir á Landspítalann þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Ekkert bendi til að sögn Kára að bóluefnin verndi ekki gegn omíkron-afbrigðinu. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til að það geri það ekki. En sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stokkbreytta formi,“ segir Kári. Margar stökkbreytingarnar í omíkron-afbrigðinu hafi fundist áður í öðrum stökkbreytingum veirunnar. Það séu stökkbreytingar sem bóluefnið veiti vernd gegn. Klippa: Allt líti út fyrir að sjö séu smitaðir af omíkron Hann segist ekkert svo áhyggjufullur yfir ástandinu. Hann skilji fólk sem sé mjög áhyggjufullt. „Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur út af þessu. Mér finnst þetta ekki mjög mikið frávik frá því sem hefur verið að gerast upp á síðkastið. Ekki gleyma því að þrátt fyrir að við séum búin að bólusetja yfir 90 prósent fullorðinna á Íslandi þá hefur faraldurinn blossað upp og hann hefur blossað upp áður en þetta omíkron-afbrigði kom,“ segir Kári. Greint var frá því fyrir stuttu að tveir hafi greinst smitaðir af afbrigðinu í dag. Þetta sagði Kári í viðtali við RÚV en greinilegt að fleiri hafi bæst í hópinn síðasta klukkutímann. Maðurinn sem greindist í gær er fullbólusettur og fékk að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlaæknis nýverið örvunarskammt. Maðurinn hafði ekki verið á ferðalagi utan landssteinanna og er því enn óljóst hvernig omíkron-afbrigðið barst hingað til lands. Smitrakningarteymið vinnur nú hörðum höndum að því að komast að uppruna smitsins. Kári segir í samtali við RÚV að nú framkvæmi Íslensk erfðagreining raðgreiningra á hverjum degi, annað en var gert fyrr í faraldrinum. Á meðan delta-afbrigðið var ráðandi hafi sýnum til að mynda verið safnað í nokkra daga áður en þau voru raðgreind. „Nú raðgreinum við á hverjum degi. Til að fylgjast með því hvernig þetta afbrigði dreifir sér í íslensku samfélagi. “ Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali fréttastofu við Kára Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Þetta sagði Kári í viðtali við fréttastofu fyrir stundu. Hann segir einstaklingana sjö alla tengjast og því sé sá möguleiki fyrir hendi að afbrigði veirunnar sé ekki komið víðar í samfélaginu. Karlmaður á áttræðisaldri greindist smitaður af afbrigðinu í gær. Hann liggur inni á Landspítalanum eftir að hafa greinst með Covid-19 á heilbrigðisstofnun utan höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lá maðurinn inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi en var fluttur yfir á Landspítalann þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Ekkert bendi til að sögn Kára að bóluefnin verndi ekki gegn omíkron-afbrigðinu. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til að það geri það ekki. En sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stokkbreytta formi,“ segir Kári. Margar stökkbreytingarnar í omíkron-afbrigðinu hafi fundist áður í öðrum stökkbreytingum veirunnar. Það séu stökkbreytingar sem bóluefnið veiti vernd gegn. Klippa: Allt líti út fyrir að sjö séu smitaðir af omíkron Hann segist ekkert svo áhyggjufullur yfir ástandinu. Hann skilji fólk sem sé mjög áhyggjufullt. „Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur út af þessu. Mér finnst þetta ekki mjög mikið frávik frá því sem hefur verið að gerast upp á síðkastið. Ekki gleyma því að þrátt fyrir að við séum búin að bólusetja yfir 90 prósent fullorðinna á Íslandi þá hefur faraldurinn blossað upp og hann hefur blossað upp áður en þetta omíkron-afbrigði kom,“ segir Kári. Greint var frá því fyrir stuttu að tveir hafi greinst smitaðir af afbrigðinu í dag. Þetta sagði Kári í viðtali við RÚV en greinilegt að fleiri hafi bæst í hópinn síðasta klukkutímann. Maðurinn sem greindist í gær er fullbólusettur og fékk að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnlaæknis nýverið örvunarskammt. Maðurinn hafði ekki verið á ferðalagi utan landssteinanna og er því enn óljóst hvernig omíkron-afbrigðið barst hingað til lands. Smitrakningarteymið vinnur nú hörðum höndum að því að komast að uppruna smitsins. Kári segir í samtali við RÚV að nú framkvæmi Íslensk erfðagreining raðgreiningra á hverjum degi, annað en var gert fyrr í faraldrinum. Á meðan delta-afbrigðið var ráðandi hafi sýnum til að mynda verið safnað í nokkra daga áður en þau voru raðgreind. „Nú raðgreinum við á hverjum degi. Til að fylgjast með því hvernig þetta afbrigði dreifir sér í íslensku samfélagi. “ Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali fréttastofu við Kára Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15 Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35 Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt. 2. desember 2021 14:15
Alveg öruggt að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi Það er „alveg öruggt“ að omíkron-afbrigðið leynist hér á landi miðað við þær fregnir að einstaklingurinn sem greindist sýktur af þessu afbrigði kórónuveirunnar hafi ekki verið á ferð um útlönd. 2. desember 2021 11:35
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent