Austurrískir fjölmiðlar segja að Kurz hafi ákveðið að hætta í stjórnmálunum af persónulegum ástæðum. Kurz eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn og er að sagt haft mikið að segja um ákvörðun hans.
Kurz er leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, ÖVP, og tók fyrst við embætti kanslara árið 2017, þá 31 árs gamall. Hann gegndi stöðunni til ársins 2019 og svo aftur frá 2020 og til októbermánaðar síðastliðinn.
Kurz sagði af sér í október vegna gruns um að hann hafi nýtt skattfé til að kaupa og hafa áhrif á skoðanakannanir, en opinber rannsókn á málinu stendur enn yfir.