Inter voru töluvert sigurstranglegri fyrir leik og það kom því lítið á óvart þegar ítalski miðjumaðurinn Roberto Gagliardini kom þeim yfir á 36. mínútu eftir sendingu argentíska framherjans Lautaro Martinez.
Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fengu heimamenn vítaspyrnu, Martinez fór á punktinn og kom Inter 2-0 yfir.
| FOTO
— Inter (@Inter) December 1, 2021
#ForzaInter #InterSpezia pic.twitter.com/yUVNoRZtzM
Fleiri urðu mörkin ekki og nokkuð öruggur sigur meistaranna staðreynd. Inter er nú í 2. sæti deildarinnar með 35 stig eftir 15 leiki. Napoli trónir á toppnum með stigi meira og leik til góða, þá getur AC Milan náð öðru sætinu með sigri síðar í kvöld.
Sænski miðjumaðurinn Mattias Svanberg tryggði Bologna 1-0 sigur á Roma með þrumuskoti þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.
Svanberg golazos on a Wednesday evening #WeAreOne #BolognaRoma pic.twitter.com/lImWpETeXb
— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) December 1, 2021
Ásamt því að gera fjölda skiptinga til að reyna jafna metin þá nældi José Mourinho, þjálfari Roma, sér í gult spjald þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Allt kom þó fyrir ekki og Bologna vann leikinn með einu marki gegn engu. Roma er því sem fyrr í 5. sæti með 25 stig á meðan Bologna er komið upp í 8. sæti með aðeins stigi minna.