Bataferli fjölmargra skjólstæðinga Hugarafls er í húfi Sævar Þór Jónsson skrifar 1. desember 2021 15:31 Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Félagsmál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Í byrjun júlí bárust félagsmálaráðuneytinu greinargerðir sex fyrrverandi skjólstæðinga félagasamtakanna Hugarafls, þar sem stjórnendur samtakanna eru bornir þungum sökum um meint einelti og ógnarstjórnun gagnvart almennum félagsmönnum. Um þetta var fjallað í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 kvöldið 20. september, þar sem rætt var við einn sexmenninganna sem sendi ráðuneytinu greinargerð. Viðtalið og innihald þess sem þar kom fram kom stjórnendum Hugarafls vægast sagt verulega á óvart. Til skýringar er Hugarafl um tveggja áratuga gömul grasrótarsamtök fólks sem glímir við andlegar áskoranir. Samtökin eru þau fjölmennustu á sínu sviði hér á landi, en alls njóta um eitt þúsund einstaklingar árlega batameðferðar á þeirra vegum og eru talsmenn samtakanna ennfremur virkir í opinberri umræðu um geðheilbrigðismál. Í sjónvarpsviðtalinu fór fyrrverandi félagsmaður og notandi þjónustu Hugarafls mikinn um starfsemi samtakanna og stjórnendur þeirra. Áður höfðu samtökin neyðst til þess að kæra fjölmagar hótanir í garð starfsmanna og stjórnenda til lögreglu, þar sem málið er til meðferðar. Bundin trúnaði Stjórnendur Hugarafls hafa frá upphafi alfarið hafnað þessum ásökunum. Að öðru leyti hafa fulltrúar samtakanna ekki getað tjáð sig um málið eða einstök trúnaðarmál efnislega á opinberum vettvangi, m.a. vegna þagnarskyldu, en ekki síður vegna þess að stjórnendur samtakanna kannast alls ekki við þær ásakanir sem þarna koma fram. Þess ber að geta að Hugarafl og stjórnendur þess hafa enn ekki fengið upplýsingar um inntak þeirra ásakana sem þau eru borin, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Það er bæði réttmæt og eðlileg krafa að sá sem borinn er ásökunum fyrir stjórnvaldi fái upplýsingar um efni þeirra. Vissulega hafa komið upp tilvik í nærri tuttugu ára sögu samtakanna þar sem hefur þurft að minna á siðareglur þeirra enda er dónaskapur í framkomu og samskiptum aldrei liðinn í starfi þeirra óháð því hver á í hlut; félagsmaður, starfsmaður eða stjórnandi. Fram fari óháð úttekt Strax í kjölfar sjónvarpsviðtalsins óskaði ég, sem lögmaður fyrir hönd Hugarafls, eftir því við félagsmálaráðuneytið að fá afrit af greinargerðunum og öðrum mögulegum gögnum sem tengdust málinu til að stjórnendur gætu áttað sig fyllilega á því um hvað málið snérist. Þeirri afhendingu hefur nú í þrígang verið hafnað, síðast 25. nóvember, bæði með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en líka með þeim rökum að ekkert stjórnsýslumál sé í gangi sem heimili aðgang samtakanna á grundvelli stjórnsýslulaga. Ekki var tekið tillit til þess að hluti af innihaldi greinargerðanna hafi þegar birst í umfjöllun Stöðvar 2 og á fréttavefmiðlinum Vísi. Hugarafl óskaði jafnframt strax eftir því við félagsmálaráðuneytið að það léti fara fram óháða úttekt á starfsemi samtakanna. Stjórnsýslumál ekki til meðferðar í ráðuneytinu Ráðuneytið hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fram fari slík úttekt, en hefur á hinn bóginn tvívegis lýst því yfir í skriflegu svari til lögmanns samtakanna að ekkert stjórnsýslumál gagnvart Hugarafli sé til meðferðar í ráðuneytinu. Sú síðari barst 25. nóvember í kjölfar fréttar á Vísi þar sem fréttamaður sagði félagsmálaráðuneytið skoða „áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns“ sem hafði áður einungis áréttað við fréttastofuna að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar. Skoðun í fimm mánuði Fyrir þá fjölmörgu félagsmenn Hugarafls, sem nú sinna bataferli sínu/endurhæfingu (njóta batameðferðar) hjá samtökunum, er sérlega bagalegt að niðurstaða í málinu skuli dragast svo lengi sem raun ber vitni. Ástæðan er sú að mikilvægir fjárhagslegir bakhjarlar samtakanna bíða sumir hverjir eftir því hver verði niðurstaða ráðuneytisins; hvort stofnað verði stjórnsýslumál eða að ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til að hafast frekar að. Á meðan eiga samtökin erfitt með að ganga frá meðferðaráætlunum fram í tímann. Stjórn Hugarafls harmar vissulega fram komnar ásakanir og þær aðferðir sem beitt er til að vega að grunnstoðum starfseminnar vegna mögulegs ósættis við tiltekna starfsmenn eða stjórnarmeðlimi samtakanna. Málið snertir þó hagsmuni um eitt þúsund félagsmanna og bataferli þeirra. Stjórn Hugarafls leggur því ríka áherslu á að ráðuneytið taki ákvörðun hið fyrsta um framkvæmd óháðrar úttektar en láti málið ella niður falla. Verður það að teljast eðlileg viðbrögð ábyrgra aðila sem vilja fá botn í þetta mál. Höfundur er lögmaður Hugarafls.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun