Áætlað að niðurrifi Útvarpshússins á Vatnsendahæð ljúki á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2021 09:00 Vinnuvélar eru mættar upp á Vatnsendahæð þar sem til stendur að rífa Útvarpshúsið, eða Langbylgjuhúsið. Vísir/Vilhelm Vinna við niðurrif Útvarpshússins á Vatnsendahæð í Kópavogi er hafin og er áætlað að henni ljúki á næstu vikum. Til stendur að um koma upp fimm hundruð íbúa byggð á lóðinni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir
Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira