Heimsóknum á Kvíabryggju aflýst vegna smitaðs gests Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 18:37 Fangelsið Kvíabryggja. Myndin er úr safni. Vísir/Egill Öllum heimsóknum gesta í fangelsið á Kvíabryggju hefur verið aflýst næsta daga eftir að barn sem kom þangað í heimsókn á sunnudag greindist smitað af Covid-19. Einn fangi er í sóttkví og nokkrir aðrir í smitgát. Greint var frá því að heimsóknum yrði aflýst vegna sóttvarnarráðstafana á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar í dag. Í samtali við Vísi segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að gripið hafi verið til ráðstafananna eftir að barnið greindist smitað. Páll segir að Fangelsismálastofnun hafi reynt að gæta meðalhófs og ekki lokað alveg á heimsóknir í kórónuveirufaraldrinum síðustu mánuði. Fullorðnir gestir hafa þurft að framvísa nýlegu hraðprófi fyrri heimsókn en ekki hafa verið gerðar sömu kröfur til barna. Á meðan beðið er niðurstaðna um hvort að veiran hafi stungið sér niður í fangelsinu er ekki tekið á móti heimsóknargestum og fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa. „Við bíðum þar til að það liggur endanlega fyrir hvort þetta hafi dreift sér innan fangelsisins,“ segir Páll. Ekki er langt síðan stofnunin missti tímabundið níu fangaverði á Litla Hrauni sem ýmist greindust smitaðir af veirunni en lentu í sóttkví. Páll segir að gripið hafi verið til sömu aðgerða þá. „Þetta hefur virkað. Það er okkar verkefni að halda þessari starfsemi órofinni, við komumst ekki hjá því, en það er líka okkar verkefni að gera vistina ekki verri eða meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Við erum svona að reyna að feta þennan meðalveg,“ segir fangelsismálastjóri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Grundarfjörður Tengdar fréttir Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Greint var frá því að heimsóknum yrði aflýst vegna sóttvarnarráðstafana á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar í dag. Í samtali við Vísi segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að gripið hafi verið til ráðstafananna eftir að barnið greindist smitað. Páll segir að Fangelsismálastofnun hafi reynt að gæta meðalhófs og ekki lokað alveg á heimsóknir í kórónuveirufaraldrinum síðustu mánuði. Fullorðnir gestir hafa þurft að framvísa nýlegu hraðprófi fyrri heimsókn en ekki hafa verið gerðar sömu kröfur til barna. Á meðan beðið er niðurstaðna um hvort að veiran hafi stungið sér niður í fangelsinu er ekki tekið á móti heimsóknargestum og fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa. „Við bíðum þar til að það liggur endanlega fyrir hvort þetta hafi dreift sér innan fangelsisins,“ segir Páll. Ekki er langt síðan stofnunin missti tímabundið níu fangaverði á Litla Hrauni sem ýmist greindust smitaðir af veirunni en lentu í sóttkví. Páll segir að gripið hafi verið til sömu aðgerða þá. „Þetta hefur virkað. Það er okkar verkefni að halda þessari starfsemi órofinni, við komumst ekki hjá því, en það er líka okkar verkefni að gera vistina ekki verri eða meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Við erum svona að reyna að feta þennan meðalveg,“ segir fangelsismálastjóri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Grundarfjörður Tengdar fréttir Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13