Smíði nýrra björgunarskipa hafin Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 15:27 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Landsbjargar, og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá kynntu áformin í Hörpu í dag. Landsbjörg Smíði á fyrsta nýja björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst fyrir helgi í skipasmíðastöð í Finnlandi. Búið er að ganga frá kaupum á þremur nýjum björgunarskipum og kostar hvert þeirra um 285 milljónir króna. Áætlað er að afhenda fyrsta skipið á goslokahátíð í Vestmannaeyjum í júní á næsta ári þar sem skipið verður með heimahöfn. Með nýju skipunum styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um helming í flestum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en Sjóvá styrkir smíði skipanna um 142,5 milljónir. Áætluð afhending á öðru skipinu er fyrir árslok 2022 á Siglufirði. Smíði á þriðja skipinu hefst síðan í janúar 2023 og afhending á því verður eftir mitt það ár. Landsbjörg Landsbjörg Stefna að því að endurnýja öll skipin Með samkomulagi sem gert var í janúar síðastliðnum milli ríkisins og Landsbjargar var tryggð allt að helmings fjármögnun þessara skipa. Slysavarnafélagið Landsbjörg hafði safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma en um er að ræða stærsta einstaka fjárfestingaverkefni félagsins í sögu þess. Það er markmið Landsbjargar að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín og verður því áfram unnið að fjármögnun tíu björgunarskipa til viðbótar. „Með nýjum björgunarskipum verður bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. Skipin skipta miklu máli fyrir öryggi sjófarenda í kringum landið og er smíði nýju skipanna stærsta fjárfesting sem félagið hefur ráðist í frá upphafi. Svona veglegur styrkur frá Sjóvá er afrakstur áratuga langs og trausts samstarfs, og gerir okkur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skipanna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í tilkynningu. Björgunarsveitir Slysavarnir Tengdar fréttir Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. 3. september 2021 23:38 Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. 1. júlí 2021 14:22 Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. janúar 2021 08:06 Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. 19. janúar 2021 16:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Áætlað er að afhenda fyrsta skipið á goslokahátíð í Vestmannaeyjum í júní á næsta ári þar sem skipið verður með heimahöfn. Með nýju skipunum styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um helming í flestum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en Sjóvá styrkir smíði skipanna um 142,5 milljónir. Áætluð afhending á öðru skipinu er fyrir árslok 2022 á Siglufirði. Smíði á þriðja skipinu hefst síðan í janúar 2023 og afhending á því verður eftir mitt það ár. Landsbjörg Landsbjörg Stefna að því að endurnýja öll skipin Með samkomulagi sem gert var í janúar síðastliðnum milli ríkisins og Landsbjargar var tryggð allt að helmings fjármögnun þessara skipa. Slysavarnafélagið Landsbjörg hafði safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma en um er að ræða stærsta einstaka fjárfestingaverkefni félagsins í sögu þess. Það er markmið Landsbjargar að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín og verður því áfram unnið að fjármögnun tíu björgunarskipa til viðbótar. „Með nýjum björgunarskipum verður bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. Skipin skipta miklu máli fyrir öryggi sjófarenda í kringum landið og er smíði nýju skipanna stærsta fjárfesting sem félagið hefur ráðist í frá upphafi. Svona veglegur styrkur frá Sjóvá er afrakstur áratuga langs og trausts samstarfs, og gerir okkur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skipanna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í tilkynningu.
Björgunarsveitir Slysavarnir Tengdar fréttir Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. 3. september 2021 23:38 Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. 1. júlí 2021 14:22 Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. janúar 2021 08:06 Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. 19. janúar 2021 16:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. 3. september 2021 23:38
Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. 1. júlí 2021 14:22
Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. janúar 2021 08:06
Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. 19. janúar 2021 16:45