Sérstök ástæða til að fara varlega vegna omíkron Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 12:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir tilefni til þess að fara áfram varlega þrátt fyrir að bylgjan sé á hægri niðurleið en núgildandi takmarkanir renna út í næstu viku. Sérstök ástæða sé til þess vegna óvissu um nýja omíkron afbrigðið. Hundrað og fimmtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um helmingur þeirra sem greindust í gær, eða sextíu og sex, voru utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bylgjuna á hægri niðurleið og að nýjar hópsýkingar hafi ekki verið að koma upp. Núgildandi takmarkanir gilda til 8. desember eða næsta miðvikudags. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða það sem tekur við og gildir því væntanlega yfir hátíðarnar. Tillögurnar séu í skoðun. „Það er mikil uppsveifla í nálægum löndum. Danir eru til dæmis með töluvert fleiri tilfelli en við og það er komið verulegt álag á spítalakerfið hjá þeim. Þannig ég held að við ættum að prísa okkur sæl með að vera í niðursveiflu núna og held að við ættum ekki að glutra því niður. Sérstaklega í ljósi þess að við vitum ekki alveg með þetta nýja afbrigði,“ segir Þórólfur. Of snemmt er að segja til um varnir bóluefna gegn nýja afbrigðinu að mati sóttvarnalæknirvísir/vilhelm Í viðtali við Financial Times viðrar framkvæmdastjóri bóluefnaframleiðandans Moderna áhyggjur af því að bóluefni muni ekki virka jafn vel gegn omíkron afbrigðinu og að mögulega þurfi að breyta þeim. Þórólfur telur of snemmt að segja um þetta. „Og sömuleiðis um veikindi og einkenni. Það hefur allavega ekki verið tilkynnt um alvarleg veikindi af völdum þessa afbrigðis. En ég held að næstu tvær vikurnar munum við fá betri upplýsingar um afbrigðið og hvar við stöndum gagnvart því.“ Þórólfur segir að skoða þurfi nálgunina á landamærunum í ljósi gagna um nýja afbrigðið.vísir/vilhelm Omíkron afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi og Þórólfur segir koma í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða á landamærunum. Þá verði litið til fyrri aðgerða. „Ég er ný kominn af fundi með heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópu og flestar þjóðir eru að kalla eftir harðari aðgerðum á þeirra landamærunum varðandi skimanir og að krefja fólk sem er að ferðast um neikvætt próf áður en það kemur. Þetta er það sem við erum að gera núna. Nánast allir þurfa að framvísa neikvæðu prófi nema þeir fari í próf við komu. Þannig við erum með þokkalega góðar aðgerðir en þurfum að skoða þegar fram í sækir hvort það þurfi að breyta um nálgun til þess að varna því að þetta nýja afbrigði komi inn,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Um helmingur þeirra sem greindust í gær, eða sextíu og sex, voru utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bylgjuna á hægri niðurleið og að nýjar hópsýkingar hafi ekki verið að koma upp. Núgildandi takmarkanir gilda til 8. desember eða næsta miðvikudags. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða það sem tekur við og gildir því væntanlega yfir hátíðarnar. Tillögurnar séu í skoðun. „Það er mikil uppsveifla í nálægum löndum. Danir eru til dæmis með töluvert fleiri tilfelli en við og það er komið verulegt álag á spítalakerfið hjá þeim. Þannig ég held að við ættum að prísa okkur sæl með að vera í niðursveiflu núna og held að við ættum ekki að glutra því niður. Sérstaklega í ljósi þess að við vitum ekki alveg með þetta nýja afbrigði,“ segir Þórólfur. Of snemmt er að segja til um varnir bóluefna gegn nýja afbrigðinu að mati sóttvarnalæknirvísir/vilhelm Í viðtali við Financial Times viðrar framkvæmdastjóri bóluefnaframleiðandans Moderna áhyggjur af því að bóluefni muni ekki virka jafn vel gegn omíkron afbrigðinu og að mögulega þurfi að breyta þeim. Þórólfur telur of snemmt að segja um þetta. „Og sömuleiðis um veikindi og einkenni. Það hefur allavega ekki verið tilkynnt um alvarleg veikindi af völdum þessa afbrigðis. En ég held að næstu tvær vikurnar munum við fá betri upplýsingar um afbrigðið og hvar við stöndum gagnvart því.“ Þórólfur segir að skoða þurfi nálgunina á landamærunum í ljósi gagna um nýja afbrigðið.vísir/vilhelm Omíkron afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi og Þórólfur segir koma í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða á landamærunum. Þá verði litið til fyrri aðgerða. „Ég er ný kominn af fundi með heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópu og flestar þjóðir eru að kalla eftir harðari aðgerðum á þeirra landamærunum varðandi skimanir og að krefja fólk sem er að ferðast um neikvætt próf áður en það kemur. Þetta er það sem við erum að gera núna. Nánast allir þurfa að framvísa neikvæðu prófi nema þeir fari í próf við komu. Þannig við erum með þokkalega góðar aðgerðir en þurfum að skoða þegar fram í sækir hvort það þurfi að breyta um nálgun til þess að varna því að þetta nýja afbrigði komi inn,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira