Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 11:12 Skerðingamörkunum er breytt til að bregðast við launahækkunum sem hafa leitt til aukinna skerðinga. Vísir/Vilhelm Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur. Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur.
Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent