Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 11:07 Helgi Pétursson er formaður Landssambands eldri borgara, segir að aldrei hafi jafn mörgum verið lofað jafn miklu jafn oft eins og eldra fólki á Íslandi. Stöð 2 Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að sér þyki ekki mikið til þeirra aðgerða koma sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu og snúi að eldri borgurum. „Aldrei hefur jafn mörgum verið lofað jafn miklu jafn oft eins og eldra fólki á Íslandi. Efndirnar hafa hins vegar verið litlar. Mér sýnist að þetta sé að fara í svipaðan farveg og áður og vanti mikið upp á.“ Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna ellilífeyristekna var eitt af því sem ný ríkisstjórn boðaði að yrði gert þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur um helgina. Kostnaður vegna tvöföldunarinnar er áætlaður um 540 milljónir króna. „Það er mikið um að „horft skuli til“ hins og þessa. Mér sýnist að menn ætli í ár að láta nægja að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna, en að ekkert annað sé í hendi. Síðan er talað um endurskoðun á almannatryggingakerfinu og að „fari fram“ hitt og þetta. Það er ekkert nýtt í þessu. En það á eftir að koma í ljós hvaða efndir fylgja þessum orðum,“ segir Helgi. Úr kynningu fjármálaráðherra í morgun. Ætti frekar að líta til lífeyristekna Varðandi þessa tvöföldun frítekjumarks segir Helgi að það séu tiltölulega fáir sem geti nýtt sér hana. Hann segir stóran hluta lífeyrisþega lifa á tekjum undir lágmarkslaunum. „Það er ekki enn farið að hífa frítekjumark lífeyristekna upp að lágmarkslaunum. Það er svo stór hluti sem er ekki að nýta sér þennan atvinnuteknaafslátt. Þetta lítur vel út en ef menn hefðu hækkað á sama stað frítekjumörk lífeyristekna þá værum við að tala um aðra hluti. Það eru miklu fleiri sem gætu nýtt sér slíkt. Þetta lítur út eins og það sé mikið hagsmunamál en það eru fáir sem geta nýtt sér þetta. Þetta eitt og sér gerir ekki mikið,“ segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara. Fjárlagafrumvarp 2022 Eldri borgarar Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að sér þyki ekki mikið til þeirra aðgerða koma sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu og snúi að eldri borgurum. „Aldrei hefur jafn mörgum verið lofað jafn miklu jafn oft eins og eldra fólki á Íslandi. Efndirnar hafa hins vegar verið litlar. Mér sýnist að þetta sé að fara í svipaðan farveg og áður og vanti mikið upp á.“ Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna ellilífeyristekna var eitt af því sem ný ríkisstjórn boðaði að yrði gert þegar nýr stjórnarsáttmáli var kynntur um helgina. Kostnaður vegna tvöföldunarinnar er áætlaður um 540 milljónir króna. „Það er mikið um að „horft skuli til“ hins og þessa. Mér sýnist að menn ætli í ár að láta nægja að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna, en að ekkert annað sé í hendi. Síðan er talað um endurskoðun á almannatryggingakerfinu og að „fari fram“ hitt og þetta. Það er ekkert nýtt í þessu. En það á eftir að koma í ljós hvaða efndir fylgja þessum orðum,“ segir Helgi. Úr kynningu fjármálaráðherra í morgun. Ætti frekar að líta til lífeyristekna Varðandi þessa tvöföldun frítekjumarks segir Helgi að það séu tiltölulega fáir sem geti nýtt sér hana. Hann segir stóran hluta lífeyrisþega lifa á tekjum undir lágmarkslaunum. „Það er ekki enn farið að hífa frítekjumark lífeyristekna upp að lágmarkslaunum. Það er svo stór hluti sem er ekki að nýta sér þennan atvinnuteknaafslátt. Þetta lítur vel út en ef menn hefðu hækkað á sama stað frítekjumörk lífeyristekna þá værum við að tala um aðra hluti. Það eru miklu fleiri sem gætu nýtt sér slíkt. Þetta lítur út eins og það sé mikið hagsmunamál en það eru fáir sem geta nýtt sér þetta. Þetta eitt og sér gerir ekki mikið,“ segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara.
Fjárlagafrumvarp 2022 Eldri borgarar Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18