Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 08:22 Bjarni Benediktsson kynnir frumvarp til fjárlaga í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Efnahagsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira