Ronaldo sakar ritstjóra France Football og yfirmann Ballon d'Or um að ljúga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 08:00 Cristiano Ronaldo hefur skilað mörkum hjá Manchester United eins og hjá Juventus og portúgalska landsliðinu en gengi liða hans var ekki gott á árinu 2021. Getty/Daniel Chesterton Þetta eru ekki alltof góðir dagar fyrir Cristiano Ronaldo. Á sunnudaginn byrjaði hann á bekknum í stórleik Manchester United á móti Chelsea og í gær náði Lionel Messi tveggja Gullhnatta forskoti á hann. Ronaldo náði sér þó í talsverða athygli í gærkvöldi þrátt fyrir að skrópa á verðlaunahátíðina þegar hann sendi frá sér mikla yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum. Ronaldo var þá að svara fyrir ummæli Pascal Ferre um sig. Ferre er ritstjóri France Football blaðsins sem veitir Gullhnöttinn eða Ballon d'Or eins og þau eru þekkt erlendis. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ferre talaði um Cristiano Ronaldo í viðtali við New York Times á síðustu viku. Þar sagði hann að eini metnaður Ronaldo væri fyrir því að enda með fleiri Gullhnetti en Messi. Eftir verðlaunin hjá Messi í gær er sá möguleiki úr sögunni. Ronaldo var mjög ósáttur með þessi ummæli sem Ferre sagði að leikmaðurinn hefði sagt við sig sjálfur. „Niðurstaðan í dag útskýrir af hverju Pascal Ferre sagði í síðustu viku að eini metnaður minn væri að enda feril minn með fleiri Ballons d'Or styttur en Lionel Messi,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Pascal Ferre laug og notaði mitt nafn til að koma sér á framfæri og auglýsa fjölmiðilinn sem hann vinnur hjá,“ skrifaði Ronaldo. „Það er óásættanlegt að maður, sem hefur þá ábyrgð að veita svona virt verðlaun, geti logið með þessum hætti og bera með því enga virðingu fyrir manni sem hefur alltaf borið sjálfur virðingu fyrir France Football og the Ballon d'Or,“ skrifaði Ronaldo. „Hann laug síðan aftur í dag með því að útskýra fjarveru mína frá hátíðinni með því að ég ætti að vera í sóttkví. Það er engin ástæða fyrir slíku,“ skrifaði Ronaldo sem skrópaði á hátíðina vegna ósættisins við Pascal Ferre. Cristiano Ronaldo endaði í sjötta sæti í kjörinu en hann hafði ekki endaði utan topp þrjú síðan árið 2010. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Ronaldo náði sér þó í talsverða athygli í gærkvöldi þrátt fyrir að skrópa á verðlaunahátíðina þegar hann sendi frá sér mikla yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum. Ronaldo var þá að svara fyrir ummæli Pascal Ferre um sig. Ferre er ritstjóri France Football blaðsins sem veitir Gullhnöttinn eða Ballon d'Or eins og þau eru þekkt erlendis. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ferre talaði um Cristiano Ronaldo í viðtali við New York Times á síðustu viku. Þar sagði hann að eini metnaður Ronaldo væri fyrir því að enda með fleiri Gullhnetti en Messi. Eftir verðlaunin hjá Messi í gær er sá möguleiki úr sögunni. Ronaldo var mjög ósáttur með þessi ummæli sem Ferre sagði að leikmaðurinn hefði sagt við sig sjálfur. „Niðurstaðan í dag útskýrir af hverju Pascal Ferre sagði í síðustu viku að eini metnaður minn væri að enda feril minn með fleiri Ballons d'Or styttur en Lionel Messi,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Pascal Ferre laug og notaði mitt nafn til að koma sér á framfæri og auglýsa fjölmiðilinn sem hann vinnur hjá,“ skrifaði Ronaldo. „Það er óásættanlegt að maður, sem hefur þá ábyrgð að veita svona virt verðlaun, geti logið með þessum hætti og bera með því enga virðingu fyrir manni sem hefur alltaf borið sjálfur virðingu fyrir France Football og the Ballon d'Or,“ skrifaði Ronaldo. „Hann laug síðan aftur í dag með því að útskýra fjarveru mína frá hátíðinni með því að ég ætti að vera í sóttkví. Það er engin ástæða fyrir slíku,“ skrifaði Ronaldo sem skrópaði á hátíðina vegna ósættisins við Pascal Ferre. Cristiano Ronaldo endaði í sjötta sæti í kjörinu en hann hafði ekki endaði utan topp þrjú síðan árið 2010. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira