„Við þurfum okkar áhorfendur“ Atli Arason skrifar 29. nóvember 2021 20:10 Ægir Þór Steinarsson í leik kvöldsins. FIBA Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. „Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“ HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
„Ég held að heilt yfir þá höfum við mætt ofjarli okkar í þessum leik. Byrjunin okkar í leiknum hjálpaði okkur ekkert mikið. Okkur gekk ekki að setja boltann ofan í körfuna og vorum með allt of mikið af töpuðum boltum, þar að leiðandi datt dampurinn úr þessu hjá okkur og þeir voru bara betri í dag. Það er einföld útskýring á þessu,“ sagði Ægir Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar tilkynnt var að Martin Hermannsson myndi ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla í kálfa. Ægir var ekki í neinum vafa að Martin hefði hjálpað liðinu mjög mikið en bendir einnig á að liðið hefur spilað mikið án hans að undanförnu. „Við vitum að Martin gefur okkur mikið á báðum endum vallarins. Það hefði eflaust hjálpað okkur heilmikið að hafa hann með í dag. Það er nú samt þannig að við erum búnir að vera að spila án hans síðustu tvö ár. Okkur gekk sérstaklega illa á báðum endum vallarins í dag og það gefur auga leið að hann hefði klárlega hjálpað okkur í þessum leik og sérstaklega að koma boltanum ofan í körfuna,“ svaraði Ægir, aðspurður út í mikilvægi Martins fyrir liðið. Ægir telur að íslenska liðið geti tekið margt jákvætt úr þessum leik og lært mikið af honum. „Það kom mér á óvart hvað þeir hittu vel en ég held að við höfum gefið þeim á bragðið því þeir fengu kannski of opin skot. Við vorum ekki nægilega 'physical' en það virtist vera á leiknum að það kæmi okkur á óvart hversu 'physical' þeir voru. Það átti ekki að gera það. Okkur gekk illa að spila okkur lausa og keyra á körfuna og setja okkar opnu þrista. Lærdómurinn sem við tökum af þessum leik er að ef við ætlum að komast lengra að þá er þetta stigið sem við verðum að komast á. Að geta mætt svona 'physical' leik, það er kannski lærdómurinn.“ Íslenska liðið sýndi allar sínu bestu hliðar í lokaleikhlutanum sem það vann 12-29, en Ægir vonast til þess að liðið geti dregið lærdóm af þeim leikhluta fyrir næstu viðureign Íslands og Rússlands, sem fer vonandi fram á heimavelli. „Leikurinn kannski spilaðist þannig að þá [í fjórða leikhluta] var meira flæði á leiknum og við kannski loksins þá búnir að finna einhverjar leiðir til að skora ofan í körfuna. Svo náðum við að stela einhverjum boltum og vorum snöggir upp völlinn. Við vorum bara of hægir í okkar sóknaraðgerðum framan af. Í fjórða leikhluta var meira flæði sóknarlega og okkur tókst að færa boltann á milli til að fá fleiri opin skot. Það er eitthvað sem við lærum af næst þegar við spilum á móti þeim.“ Leikurinn í kvöld átti upprunalega að vera heimaleikur Íslands en vegna aðstöðuleysis þurfti liðið að spila úti í Rússlandi. Ægir vildi ekki fara mikið út í alla þá pólitík sem umvefur umræðuna um nýjan þjóðarleikvang Íslands en taldi það þó heppilegast að fá að spila næsta heimaleik gegn Ítalíu, á heimavelli. „Við höfum sýnt að við erum bara brattir hérna á útivelli líka. Við vonumst auðvitað til að fá að spila heima fyrir framan okkar áhorfendur, við þurfum okkar áhorfendur og sérstaklega til að taka á móti þessum sterkari þjóðum, þá væri gott að fá leik á móti Ítalíu á heimavelli. Við rennum annars frekar blint í sjóinn á móti Ítölunum, við sáum þá spila á móti Rússlandi hérna síðast og þeir voru 'physical' og hreyfanlegir og allt þetta. Við verðum bara að vera klárir í þetta.“
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum