Hægri græn orka? Tómas Guðbjartsson skrifar 29. nóvember 2021 17:00 Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. Umhverfisráðherra hefur hingað til þurft að gæta hagsmuna náttúrunnar gagnvart öðrum ráðherrum og ráðuneytum, eins og við iðnaðarráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Nýskipaður ráðherra er hins vegar þegar farinn að berja i bumbur með slagorðum eins og „orkuskipti“, „græn orka“ og „virkja meira - en varlega“ - slagorð sem eru meira umbúðir en innihald. Ég minni á að aðeins 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag þarf til að rafvæða allan bílaflota Íslendinga. Yfir 80% af orku okkar fer hins vegar í að knýja stóriðju, aðallega álver, sem eru afar mengandi og hráefnið baxít flutt yfir hnöttinn til að bræða það hérlendis. Afurðin er síðan flutt aftur yfir hafið og notuð i hagkerfum sem sum nýta sér ekki einu sinni að endurnýta málminn. Ekki eru kísilverin skárri, jafnvel þau sem teljast „Vinstri Græn“ eins og á Bakka, en erlendir álrisar gefa nú í skyn að þeir vilji frekari fjárfestingar hér á landi. Enda ál- og kísilverð í hæstu hæðum - en nota bene tímabundið. Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík fyrir tveimur árum, þegar átti að leggja verksmiðjuna af? Hættan nú er sú að náttúruperlur verið færðar á færibandi undir fallöxi hagsmunaaðila. Nýskipaður ráðherra málaflokksins mun þá sitja báðum megin borðsins og því í kjöraðstöðu að „láta hlutina gerast“. Allt í nafni „grænnar orku“ - sem eftir allt er ekki svo græn - hvort sem hún kemur frá vinstri eða hægri - enda verið að rústa einstakri náttúru okkar, sem ólíkt græðgi, er takmörkuð auðlind. Að svona ráðuneyti skuli vera sett á koppinn á vakt VG er síðan ekkert annað en hneyksli. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. Umhverfisráðherra hefur hingað til þurft að gæta hagsmuna náttúrunnar gagnvart öðrum ráðherrum og ráðuneytum, eins og við iðnaðarráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Nýskipaður ráðherra er hins vegar þegar farinn að berja i bumbur með slagorðum eins og „orkuskipti“, „græn orka“ og „virkja meira - en varlega“ - slagorð sem eru meira umbúðir en innihald. Ég minni á að aðeins 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag þarf til að rafvæða allan bílaflota Íslendinga. Yfir 80% af orku okkar fer hins vegar í að knýja stóriðju, aðallega álver, sem eru afar mengandi og hráefnið baxít flutt yfir hnöttinn til að bræða það hérlendis. Afurðin er síðan flutt aftur yfir hafið og notuð i hagkerfum sem sum nýta sér ekki einu sinni að endurnýta málminn. Ekki eru kísilverin skárri, jafnvel þau sem teljast „Vinstri Græn“ eins og á Bakka, en erlendir álrisar gefa nú í skyn að þeir vilji frekari fjárfestingar hér á landi. Enda ál- og kísilverð í hæstu hæðum - en nota bene tímabundið. Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík fyrir tveimur árum, þegar átti að leggja verksmiðjuna af? Hættan nú er sú að náttúruperlur verið færðar á færibandi undir fallöxi hagsmunaaðila. Nýskipaður ráðherra málaflokksins mun þá sitja báðum megin borðsins og því í kjöraðstöðu að „láta hlutina gerast“. Allt í nafni „grænnar orku“ - sem eftir allt er ekki svo græn - hvort sem hún kemur frá vinstri eða hægri - enda verið að rústa einstakri náttúru okkar, sem ólíkt græðgi, er takmörkuð auðlind. Að svona ráðuneyti skuli vera sett á koppinn á vakt VG er síðan ekkert annað en hneyksli. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun