Hélt að hann gæti aldrei unnið í útvarpi ef hann kæmi út úr skápnum Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Siggu Gunnars er í dag einn vinsælasti útvarpsmaður landsins. Í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þremur Íslendingum áður en þeir stigu á svið. Um var að ræða þau Sigurð Gunnarsson útvarpsmann, Álfheiði Erlu Guðmundsdóttir óperusöngkonu í Basel og Örn Árnason leikara. Í þættinum fór Siggi Gunnars yfir þann tíma þegar hann kom út úr skápnum 25 ára. „Talandi um það að ég sé svo oft fastur í hausnum á mér og býst alltaf við verstu mögulegu útkomunni. Ég bjóst ekki við því að ég gæti unnið í því sem ég vildi vinna í ef ég kæmi út úr skápnum,“ segir Sigurður sem vinnur í dag sem útvarpsmaður á K100 og hefur alla tíð ætlað sér að starfa í útvarpi. „Ég var svo viss um að allt myndi snúast gegn mér ef ég kæmi út úr skápnum. Innri fordómarnir eru yfirleitt verstu óvinirnir. Þú ert með svo mikla innbyggða fordóma gagnvart sjálfum þér. Ég var bara búinn að búast við því að fjölskyldan myndi snúa við mér bakinu, vinirnir myndu snúa við mér bakinu og heimurinn myndi bara hrynja. Ég er að fatta að ég sé hommi 11, 12 ára og hverjum einasta degi í tíu ár ert þú að hugsa, ég er slæmur, ég er hræðilegur, ég er ógeð,“ segir Siggi og heldur áfram. „Ástæðan fyrir því að ég er svona glöð manneskja í dag er sennilega að ég lifði þetta bara bókstaflega af. Ég er svo þakklátur að hafa komið út úr skápnum og fengið þetta verkefni í lífinu. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig, þú ferð í svo mikla sjálfsskoðun og þetta er mikið uppgjöf við sjálfan þig.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Framkomu. Klippa: Hélt að hann gæti aldrei unnið í útvarpi ef hann kæmi út úr skápnum Framkoma Hinsegin Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Um var að ræða þau Sigurð Gunnarsson útvarpsmann, Álfheiði Erlu Guðmundsdóttir óperusöngkonu í Basel og Örn Árnason leikara. Í þættinum fór Siggi Gunnars yfir þann tíma þegar hann kom út úr skápnum 25 ára. „Talandi um það að ég sé svo oft fastur í hausnum á mér og býst alltaf við verstu mögulegu útkomunni. Ég bjóst ekki við því að ég gæti unnið í því sem ég vildi vinna í ef ég kæmi út úr skápnum,“ segir Sigurður sem vinnur í dag sem útvarpsmaður á K100 og hefur alla tíð ætlað sér að starfa í útvarpi. „Ég var svo viss um að allt myndi snúast gegn mér ef ég kæmi út úr skápnum. Innri fordómarnir eru yfirleitt verstu óvinirnir. Þú ert með svo mikla innbyggða fordóma gagnvart sjálfum þér. Ég var bara búinn að búast við því að fjölskyldan myndi snúa við mér bakinu, vinirnir myndu snúa við mér bakinu og heimurinn myndi bara hrynja. Ég er að fatta að ég sé hommi 11, 12 ára og hverjum einasta degi í tíu ár ert þú að hugsa, ég er slæmur, ég er hræðilegur, ég er ógeð,“ segir Siggi og heldur áfram. „Ástæðan fyrir því að ég er svona glöð manneskja í dag er sennilega að ég lifði þetta bara bókstaflega af. Ég er svo þakklátur að hafa komið út úr skápnum og fengið þetta verkefni í lífinu. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig, þú ferð í svo mikla sjálfsskoðun og þetta er mikið uppgjöf við sjálfan þig.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Framkomu. Klippa: Hélt að hann gæti aldrei unnið í útvarpi ef hann kæmi út úr skápnum
Framkoma Hinsegin Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira