Þetta var ákveðið á fundum þingflokkanna í gær þar sem tillögur um nýja ráðherra úr röðum flokkanna var kynnt.
Óli Björn, sem er þingmaður Suðvesturkjördæmis og hefur setið á þingi frá 2016, tekur við stöðunni af Birgi Ármannssyni sem er nýr forseti Alþingis.
Þórunn Egilsdóttir, sem lést síðasta sumar, var þingflokksformaður Framsóknar á síðasta kjörtímabili. Ingibjörg Ólöf, sem er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis, hefur ekki setið á þingi áður.