„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða“ Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2021 22:47 Guðlaugur Þór Þórðarson sat fyrir svörum á Bessastöðum í dag. Stöð 2 Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, segist spenntur fyrir því að takast á við umhverfismál í sínu nýja ráðuneyti. Hann hafi reynslu af málaflokknum eftir utanríkisráðherratíð sína. „Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða, alveg frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Þannig að ég hef alltaf haft augun á þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór á Bessastöðum í dag. Hann segir sitt fyrsta verk sem umhverfis- og loftslagsmálaráðherra verði að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins. „Maður gerir ekkert einn og það er afskaplega mikilvægt að vera með góðu fólki. Krefjandi en skemmtileg verkefni framundan Guðlaugur Þór segir engan vafa leika á því að það verði krefjandi að takast á við komandi verkefni og að markmið stjórnarsáttmálans í loftsslagsmálum séu háleit. Þar segir að vilji nýrrar stjórnar sé að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni og uppfylli ákvæði Parísarsamningsins. „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55 prósent samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja,“ segir í sáttmálanum. Þá verður það á könnu Guðlaugs Þórs að koma þjóðgarðsmálum og rammaáætlun heilum í höfn. „Eigum við ekki bara að segja að þetta séu krefjandi og skemmtileg verkefni,“ segir hann. Reynslumikill í faginu Guðlaugur Þór segist áður hafa tekist á við umhverfis- og loftslagsmál, enda séu þau og hafi verið hluti af utanríkisstefnu Íslands síðustu ár. Málaflokkurinn kalli á áframhaldandi samstarf milli ráðuneyta til að mynda í tengslum við norðurslóðir. „Ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða, alveg frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Þannig að ég hef alltaf haft augun á þessum málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór á Bessastöðum í dag. Hann segir sitt fyrsta verk sem umhverfis- og loftslagsmálaráðherra verði að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins. „Maður gerir ekkert einn og það er afskaplega mikilvægt að vera með góðu fólki. Krefjandi en skemmtileg verkefni framundan Guðlaugur Þór segir engan vafa leika á því að það verði krefjandi að takast á við komandi verkefni og að markmið stjórnarsáttmálans í loftsslagsmálum séu háleit. Þar segir að vilji nýrrar stjórnar sé að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni og uppfylli ákvæði Parísarsamningsins. „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55 prósent samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja,“ segir í sáttmálanum. Þá verður það á könnu Guðlaugs Þórs að koma þjóðgarðsmálum og rammaáætlun heilum í höfn. „Eigum við ekki bara að segja að þetta séu krefjandi og skemmtileg verkefni,“ segir hann. Reynslumikill í faginu Guðlaugur Þór segist áður hafa tekist á við umhverfis- og loftslagsmál, enda séu þau og hafi verið hluti af utanríkisstefnu Íslands síðustu ár. Málaflokkurinn kalli á áframhaldandi samstarf milli ráðuneyta til að mynda í tengslum við norðurslóðir. „Ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira