Innlent

„Eins og líf skipti engu máli“

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum á Sýn.

Íbúafundur vegna lagningar Sundabrautar hófst á Kjalarnesi klukkan sex og þar verða meðal annars kynntar niðurstöður nýrrar könnunar sem varpar ljósi á afstöðu fólks til framkvæmdarinnar. Kristján Már Unnarsson verður í beinni frá íbúafundi.

Að óbreyttu stefnir í aðra vinnustöðvun flugumferðarstjóra í nótt vegna kjaradeilna við Samtök atvinnulífsins. Við verðum í beinni með formanni félags flugumferðarstjóra.

Þá heyrum við prófessor í líffræði sem telur líklegt að vágesturinn moskítófluga sé kominn til að vera á Íslandi, hittum nýjan þjálfara Breiðabliks auk þess sem Vala Matt skoðar sögufrægt hús í miðbænum sem hýsir nú glænýjan veitingastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×