Svipurinn á Alla ríka áður en sonurinn fékk það óþvegið Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2021 06:30 Sonurinn Kristinn Aðalsteinsson við málverkið af föður sínum, Alla ríka. Arnar Halldórsson „Þetta er svona svipur sem maður þekkir vel. Þetta var svona kannski rétt áður en maður fékk að heyra það óþvegið,“ segir Kristinn Aðalsteinsson glettinn þar sem hann virðir fyrir sér málverkið af föður sínum, Aðalsteini Jónssyni, á heimili sínu á Eskifirði. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fjallað um ævistarf Aðalsteins og arfleifð hans. Aðalsteinn ólst upp í sárri fátækt en hlaut síðar viðurnefnið Alli ríki. Á Eskifirði byggði hann upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem enn í dag er burðarás byggðarinnar. Fyrirtækið, sem upphaflega hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, heitir núna Eskja. Aðaleigendur þess í dag eru hjónin Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla, og Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur hans, en Þorsteinn er jafnframt forstjóri Eskju. Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Alla ríka, er í dag forstjóri og aðaleigandi Eskju.Arnar Halldórsson „Þetta var mjög skemmtilegur maður og við urðum mjög miklir félagar og vinir nánast frá upphafi. Stunduðum saman laxveiði og rjúpnaveiði og vorum mjög mikið saman,“ segir Þorsteinn um kynnin af tengdaföður sínum. Spurður hvort hann hafi ekki verið feiminn við manninn sem nánast var risi í austfirsku samfélagi svarar Þorsteinn: „Nei, nei. Hann kom ekkert fram sem slíkur. Hann var mjög alþýðlegur maður. En maður varð var við það að það var borin mikil virðing fyrir þessum manni, - sem eðlilegt var,“ svarar Þorsteinn. Aðalsteinn Jónsson fæddist í Eskifjarðarseli árið 1922. Hann lést árið 2008, 86 ára að aldri.Ljósmyndasafn Eskifjarðar Í þættinum er meðal annars fjallað um það uppnám sem varð þegar tveir erfingjar Aðalsteins, synirnir Elfar og Kristinn, seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu og fluttu til Bretlands. Kristinn er núna aftur kominn heim á Eskifjörð eftir að hafa verið búsettur erlendis í rúman áratug. „Af því að það er bara svo gott að vera hérna,“ svarar Kristinn spurður hvers vegna hann sneri aftur. Í þættinum er einnig rætt við þau Jens Garðar Helgason, sem ólst upp sem nágranni Aðalsteins og býr núna í húsi hans, og Samfylkingarkonuna Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, um Aðalstein og þau áhrif sem hann hafði á samfélagið á Eskifirði. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 klukkan 16:25 í dag, sunnudag. Hér má sjá byrjun þáttarins: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Kvótakerfið er rætt í þættinum en útdrátt úr þeirri umræðu má sjá í frétt Stöðvar 2: Um land allt Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fjallað um ævistarf Aðalsteins og arfleifð hans. Aðalsteinn ólst upp í sárri fátækt en hlaut síðar viðurnefnið Alli ríki. Á Eskifirði byggði hann upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem enn í dag er burðarás byggðarinnar. Fyrirtækið, sem upphaflega hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, heitir núna Eskja. Aðaleigendur þess í dag eru hjónin Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla, og Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur hans, en Þorsteinn er jafnframt forstjóri Eskju. Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Alla ríka, er í dag forstjóri og aðaleigandi Eskju.Arnar Halldórsson „Þetta var mjög skemmtilegur maður og við urðum mjög miklir félagar og vinir nánast frá upphafi. Stunduðum saman laxveiði og rjúpnaveiði og vorum mjög mikið saman,“ segir Þorsteinn um kynnin af tengdaföður sínum. Spurður hvort hann hafi ekki verið feiminn við manninn sem nánast var risi í austfirsku samfélagi svarar Þorsteinn: „Nei, nei. Hann kom ekkert fram sem slíkur. Hann var mjög alþýðlegur maður. En maður varð var við það að það var borin mikil virðing fyrir þessum manni, - sem eðlilegt var,“ svarar Þorsteinn. Aðalsteinn Jónsson fæddist í Eskifjarðarseli árið 1922. Hann lést árið 2008, 86 ára að aldri.Ljósmyndasafn Eskifjarðar Í þættinum er meðal annars fjallað um það uppnám sem varð þegar tveir erfingjar Aðalsteins, synirnir Elfar og Kristinn, seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu og fluttu til Bretlands. Kristinn er núna aftur kominn heim á Eskifjörð eftir að hafa verið búsettur erlendis í rúman áratug. „Af því að það er bara svo gott að vera hérna,“ svarar Kristinn spurður hvers vegna hann sneri aftur. Í þættinum er einnig rætt við þau Jens Garðar Helgason, sem ólst upp sem nágranni Aðalsteins og býr núna í húsi hans, og Samfylkingarkonuna Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, um Aðalstein og þau áhrif sem hann hafði á samfélagið á Eskifirði. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 klukkan 16:25 í dag, sunnudag. Hér má sjá byrjun þáttarins: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Kvótakerfið er rætt í þættinum en útdrátt úr þeirri umræðu má sjá í frétt Stöðvar 2:
Um land allt Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50
Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent