Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. nóvember 2021 12:20 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á Landspítala, segir tímaspursmál hvenær nýja afbrigðið greinist á Íslandi. Vísir/Egill Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. Afbrigðið greindist fyrst í Suður Afríku fyrr í mánuðinum og gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin nýja afbrigðinu heitið Ómíkron í vikunni. Um er að ræða næsta afbrigðið á eftir Delta sem stofnunin hefur teljandi áhyggjur af. Sóttvarnalæknir hefur ráðið íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu vegna útbreiðslunnar. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir lítið vitað um afbrigðið á þessum tímapunkti en um 30 stökkbreytingar er að finna á gaddapróteini veirunnar. Afbrigðið hefur dreifst hratt út í Suður-Afríku og víðar, meðal annars í Evrópu. „Það bendir óbeint til þess að hún gæti hugsanlega verið meira smitandi en það á eftir að fá það staðfest þannig við vitum það ekki almennilega enn þá. Við vitum heldur ekki hvort að bóluefnin sem nú eru í gangi munu virka vel gegn veirunni,“ segir Björn. Það eigi eftir að koma í ljós eftir því sem tíminn líður hversu mikla vernd bóluefnin sem nú eru á markaði veita. Þá séu önnur bóluefni í þróun gegn nýjum afbrigðum veirunnar. „Ég tel nú að það muni vernda okkur að einhverju leiti, sérstaklega þá sem eru búnir að fá örvunarskammtinn, en hversu mikla vernd það veitir miðað við Delta afbrigðið, það er of snemmt að segja til um það,“ Hann bendir þó á að í Suður Afríku og víðar er bólusetningarhlutfallið heldur lágt en veiran fær fleiri tækifæri til að fjölga sér í slíkum kringumstæðum og er þá hætta á að nýir stofnar verði til. Meðan svo er er áfram möguleiki að veiran breiði frekar úr sér. Þannig þetta gæti allt eins komið hingað til landsins? „Ég held að það séu bara allar líkur á því að það muni gera það á einhverjum tímapunkti en vonandi mun það gerast þegar sem flestir eru búnir að fá örvunarbólusetningu, þannig að möguleiki veirunnar til að ná sér almennilega á strik mun þar af leiðandi væntanlega vera minni,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Bólusetningar Tengdar fréttir Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. 26. nóvember 2021 20:11 Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. 22. nóvember 2021 13:38 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Afbrigðið greindist fyrst í Suður Afríku fyrr í mánuðinum og gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin nýja afbrigðinu heitið Ómíkron í vikunni. Um er að ræða næsta afbrigðið á eftir Delta sem stofnunin hefur teljandi áhyggjur af. Sóttvarnalæknir hefur ráðið íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu vegna útbreiðslunnar. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir lítið vitað um afbrigðið á þessum tímapunkti en um 30 stökkbreytingar er að finna á gaddapróteini veirunnar. Afbrigðið hefur dreifst hratt út í Suður-Afríku og víðar, meðal annars í Evrópu. „Það bendir óbeint til þess að hún gæti hugsanlega verið meira smitandi en það á eftir að fá það staðfest þannig við vitum það ekki almennilega enn þá. Við vitum heldur ekki hvort að bóluefnin sem nú eru í gangi munu virka vel gegn veirunni,“ segir Björn. Það eigi eftir að koma í ljós eftir því sem tíminn líður hversu mikla vernd bóluefnin sem nú eru á markaði veita. Þá séu önnur bóluefni í þróun gegn nýjum afbrigðum veirunnar. „Ég tel nú að það muni vernda okkur að einhverju leiti, sérstaklega þá sem eru búnir að fá örvunarskammtinn, en hversu mikla vernd það veitir miðað við Delta afbrigðið, það er of snemmt að segja til um það,“ Hann bendir þó á að í Suður Afríku og víðar er bólusetningarhlutfallið heldur lágt en veiran fær fleiri tækifæri til að fjölga sér í slíkum kringumstæðum og er þá hætta á að nýir stofnar verði til. Meðan svo er er áfram möguleiki að veiran breiði frekar úr sér. Þannig þetta gæti allt eins komið hingað til landsins? „Ég held að það séu bara allar líkur á því að það muni gera það á einhverjum tímapunkti en vonandi mun það gerast þegar sem flestir eru búnir að fá örvunarbólusetningu, þannig að möguleiki veirunnar til að ná sér almennilega á strik mun þar af leiðandi væntanlega vera minni,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Bólusetningar Tengdar fréttir Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. 26. nóvember 2021 20:11 Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. 22. nóvember 2021 13:38 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07
Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. 26. nóvember 2021 20:11
Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. 22. nóvember 2021 13:38