Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 16:54 Orkuveitan áfrýjaði niðurstöðunni í héraði til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila . Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið hefur velkst um í dómskerfinu hátt í áratug en aðdragandi málsins er langur sem má rekja allt til fyrstu vikna eftir efnahagshrunið 2008. Orkuveitunni var þó ekki stefnt fyrr en 2012 og dómur féll ekki í héraði fyrr en átta árum síðar. Viðskiptablaðið bendir á að stærsti hluti fjárhæðinnar sem Orkuveitan þarf að greiða Glitni séu dráttarvextirnir sem reiknast aftur til áranna fyrir hrun. Heildargreiðslan nemur því á fjórða milljarð króna. Orkuveitan er að stærstu hlut í eigu Reykjavíkurborgar. Í dómi Landsréttar segir að Orkuveitan og Glitnir hafi gert með sér afleiðusamninga á árabilinu 2002 til 208. Glitnir og síðar þrotabú bankans höfðaði málið til innheimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta afleiðusamninga. Grundvöllur málsins hafði tekið nokkrum breytingum frá þeim tíma er málið var höfðað en fyrir Landsrétti reisti Orkuveitan sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að Glitnir væri ekki lengur eigandi umræddra fjármálagerninga þar sem Glitnir hefði framselt þá til íslenska ríkisins árið 2015 sem hluta af stöðugleikaframlagsgreiðslu. Í öðru lagi hefði Glitnir þegið fébætur frá endurskoðunarfyrirtækinu PwC ehf. vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið Glitni í aðdraganda efnahagshrunsins og væri tjón Glitnis þannig óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir með saknæmum hætti leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum hafi verið gerðir árið 2008. Þannig hefði Glitnir ekki getað staðið við sinn hluta þessara samninga við gerð þeirra sem leiða ætti til ógildingar þeirra en samningarnir þrír frá 2008 og framlengingar þeirra mynduðu að stofni til þann höfuðstól sem Glitnir krafði Orkuveituna um í málinu. Þá byggði Orkuveitan á því að tölulegur útreikningur á kröfufjárhæð væri rangur. Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. Orkuveitan var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að Orkuveitan hefði ekki tekist sönnun þess að sátt sem Glitnir gerði við PwC ehf. um fébótagreiðslur hafi á einhvern hátt falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deilt var um í málinu. Ekkert benti til annars en að Orkuveitan hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim. Gæti þar engu breytt þó að Glitnir hefði haft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja Orkuveituna gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila .
Dómsmál Íslenskir bankar Hrunið Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira