Föstudagsplaylisti Bergs Thomas Anderson Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. nóvember 2021 15:33 Bergur býður upp á tónleiðslu á fyrstu sólóplötu sinni. Katrina Niebergal Bergur Thomas Anderson er tón- og myndlistarmaður sem hefur komið víða við, hefur m.a. verið bassaleikari sveitanna Sudden Weather Change, Grísalappalísu og Oyama, en á dögunum kom út hans fyrsta sólóplata. Platan nefnist Night Time Transmissions og er gefin út af útgáfufyrirtækinu Futura Resistenza. Plötuna segir Bergur vera útkomu langtíma rannsóknarverkefnis í heima pólifóníu og frásagnarlistar. Hún miðli tónlistarlegri sögu um heldrunarferli, kvíða sem tengist listamannalífinu, söng-heilun, hugleiðslu og sambandi listamanna við samfélag sitt. Í eigin list vinnur Bergur mest með hljóð þessa dagana, oft í samtali við aðra miðla á borð við keramík, innsetningar og myndskreytingar. Hann vinnur einnig mikið með öðrum listamönnum, hvort sem það er í sköpun hljóðmynda fyrir gjörningaverk eða í að semja tónlist út frá upptökum af skúlptúrinnsetningu. Þetta endurspeglast í plötunni nýútkomnu. „Ég tók plötuna upp sjálfur, með hjálp fjölmargra vina og radda; þ.á.m. með meðlimum úr Singing Club of Rotterdam, sem er opin tilraunakór sem ég hef unnið mikið með síðustu tvö árin,“ segir Bergur. Sigrún Gyða Sveinsdóttir kemur svo við sögu sem tveir karakterar á plötunni og Gunnar Gunnsteinsson á mikinn hlut í göldrunum sem þar má finna. Bergur Anderson & The Transmitters, sem sett var saman fyrir útgáfutónleika plötunnar í Peach, Rotterdam. Frá vinstri til hægri: Bergur Anderson, Marloes de Vries, Clara J:son Borg, Linus Bonduelle, Katrina Niebergal, Manon Verkooyen, Gunnar Gunnsteinsson, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Vera Mennens. Á myndina vantar Mylan Hoezen, en öll tóku þau þátt í upptökuferli plötunnar.Ghislain Arnar Þessa stundina er Bergur helst að semja nýja tónlist fyrir vídeóverk, þ.á.m. fyrir verk eftir kærustu sína, listakonuna Katrinu Niebergal. „Föstudagsplaylistinn inniheldur lög og listamenn sem hafa áhrif á mig í tónskáldaferlinu, ásamt nokkrum lögum sem ég get ekki hætt að hlusta á þessa dagana,“ segir Bergur um listann. Hann má hlýða á hér að neðan. Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Platan nefnist Night Time Transmissions og er gefin út af útgáfufyrirtækinu Futura Resistenza. Plötuna segir Bergur vera útkomu langtíma rannsóknarverkefnis í heima pólifóníu og frásagnarlistar. Hún miðli tónlistarlegri sögu um heldrunarferli, kvíða sem tengist listamannalífinu, söng-heilun, hugleiðslu og sambandi listamanna við samfélag sitt. Í eigin list vinnur Bergur mest með hljóð þessa dagana, oft í samtali við aðra miðla á borð við keramík, innsetningar og myndskreytingar. Hann vinnur einnig mikið með öðrum listamönnum, hvort sem það er í sköpun hljóðmynda fyrir gjörningaverk eða í að semja tónlist út frá upptökum af skúlptúrinnsetningu. Þetta endurspeglast í plötunni nýútkomnu. „Ég tók plötuna upp sjálfur, með hjálp fjölmargra vina og radda; þ.á.m. með meðlimum úr Singing Club of Rotterdam, sem er opin tilraunakór sem ég hef unnið mikið með síðustu tvö árin,“ segir Bergur. Sigrún Gyða Sveinsdóttir kemur svo við sögu sem tveir karakterar á plötunni og Gunnar Gunnsteinsson á mikinn hlut í göldrunum sem þar má finna. Bergur Anderson & The Transmitters, sem sett var saman fyrir útgáfutónleika plötunnar í Peach, Rotterdam. Frá vinstri til hægri: Bergur Anderson, Marloes de Vries, Clara J:son Borg, Linus Bonduelle, Katrina Niebergal, Manon Verkooyen, Gunnar Gunnsteinsson, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Vera Mennens. Á myndina vantar Mylan Hoezen, en öll tóku þau þátt í upptökuferli plötunnar.Ghislain Arnar Þessa stundina er Bergur helst að semja nýja tónlist fyrir vídeóverk, þ.á.m. fyrir verk eftir kærustu sína, listakonuna Katrinu Niebergal. „Föstudagsplaylistinn inniheldur lög og listamenn sem hafa áhrif á mig í tónskáldaferlinu, ásamt nokkrum lögum sem ég get ekki hætt að hlusta á þessa dagana,“ segir Bergur um listann. Hann má hlýða á hér að neðan.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira