Sneri aftur með látum úr sínu fyrsta banni Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 07:30 LeBron James og Malcolm Brogdon lögðu sig alla fram í nótt. AP/Darron Cummings LeBron James skoraði 39 stig þegar hann sneri aftur til leiks með LA Lakers í nótt, eftir sitt fyrsta leikbann á ferlinum. Liðið fagnaði 124-116 sigri á Indiana Pacers í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta. Lakers voru án Anthony Davis sem spilað hafði veikur í tapinu gegn New York Knicks kvöldið áður. Það kom á endanum ekki að sök þó að Lakers hafi ekki spilað vel í nótt. Staðan í lok venjulegs leiktíma var 112-112, eftir að Chris Duarte jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar 6,5 sekúndur voru eftir. Lokatilraun James geigaði og því varð að framlengja en þar stóð vörn Lakers vaktina vel og liðið vann að lokum átta stiga sigur, þar sem þristar James gerðu út um leikinn. Season-high 39 points.@KingJames breaks out The Silencer late in the @Lakers OT win! pic.twitter.com/wvscK1VY6n— NBA (@NBA) November 25, 2021 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Lakers og Malik Monk skoraði 17 og tók 8 fráköst. Malcolm Brogdon var stigahæstur Indiana með 28 stig. Lakers hafa þar með unnið 10 af 20 leikjum sínum hingað til og eru í 9. sæti vesturdeildarinnar. Indiana er með 8 sigra og 12 töp. Bræðrabylta en sá eldri fagnaði Golden State Warriors hafa byrjað leiktíðina allra liða best og eru með 16 sigra í 18 leikjum, á toppi vesturdeildarinnar. Liðið vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar það hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 116-96. Gestirnir frá Philadelphia voru enn án Joel Embiid en búist er við því að stóri maðurinn geti snúið aftur á laugardag, eftir að hafa verið þrjár vikur frá keppni vegna kórónuveirusmits. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State og átti 10 stoðsendingar, gegn litla bróður sínum Seth Curry sem var stigahæstur hjá Philadelphia með 24 stig. Mágur bræðranna, Damion Lee, skoraði 5 stig fyrir Golden State. Family get-togethers on an NBA court! pic.twitter.com/0FeDBKuJi4— NBA (@NBA) November 25, 2021 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Lakers voru án Anthony Davis sem spilað hafði veikur í tapinu gegn New York Knicks kvöldið áður. Það kom á endanum ekki að sök þó að Lakers hafi ekki spilað vel í nótt. Staðan í lok venjulegs leiktíma var 112-112, eftir að Chris Duarte jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar 6,5 sekúndur voru eftir. Lokatilraun James geigaði og því varð að framlengja en þar stóð vörn Lakers vaktina vel og liðið vann að lokum átta stiga sigur, þar sem þristar James gerðu út um leikinn. Season-high 39 points.@KingJames breaks out The Silencer late in the @Lakers OT win! pic.twitter.com/wvscK1VY6n— NBA (@NBA) November 25, 2021 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Lakers og Malik Monk skoraði 17 og tók 8 fráköst. Malcolm Brogdon var stigahæstur Indiana með 28 stig. Lakers hafa þar með unnið 10 af 20 leikjum sínum hingað til og eru í 9. sæti vesturdeildarinnar. Indiana er með 8 sigra og 12 töp. Bræðrabylta en sá eldri fagnaði Golden State Warriors hafa byrjað leiktíðina allra liða best og eru með 16 sigra í 18 leikjum, á toppi vesturdeildarinnar. Liðið vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar það hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 116-96. Gestirnir frá Philadelphia voru enn án Joel Embiid en búist er við því að stóri maðurinn geti snúið aftur á laugardag, eftir að hafa verið þrjár vikur frá keppni vegna kórónuveirusmits. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State og átti 10 stoðsendingar, gegn litla bróður sínum Seth Curry sem var stigahæstur hjá Philadelphia með 24 stig. Mágur bræðranna, Damion Lee, skoraði 5 stig fyrir Golden State. Family get-togethers on an NBA court! pic.twitter.com/0FeDBKuJi4— NBA (@NBA) November 25, 2021 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland
Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland
NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira