Sneri aftur með látum úr sínu fyrsta banni Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 07:30 LeBron James og Malcolm Brogdon lögðu sig alla fram í nótt. AP/Darron Cummings LeBron James skoraði 39 stig þegar hann sneri aftur til leiks með LA Lakers í nótt, eftir sitt fyrsta leikbann á ferlinum. Liðið fagnaði 124-116 sigri á Indiana Pacers í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta. Lakers voru án Anthony Davis sem spilað hafði veikur í tapinu gegn New York Knicks kvöldið áður. Það kom á endanum ekki að sök þó að Lakers hafi ekki spilað vel í nótt. Staðan í lok venjulegs leiktíma var 112-112, eftir að Chris Duarte jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar 6,5 sekúndur voru eftir. Lokatilraun James geigaði og því varð að framlengja en þar stóð vörn Lakers vaktina vel og liðið vann að lokum átta stiga sigur, þar sem þristar James gerðu út um leikinn. Season-high 39 points.@KingJames breaks out The Silencer late in the @Lakers OT win! pic.twitter.com/wvscK1VY6n— NBA (@NBA) November 25, 2021 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Lakers og Malik Monk skoraði 17 og tók 8 fráköst. Malcolm Brogdon var stigahæstur Indiana með 28 stig. Lakers hafa þar með unnið 10 af 20 leikjum sínum hingað til og eru í 9. sæti vesturdeildarinnar. Indiana er með 8 sigra og 12 töp. Bræðrabylta en sá eldri fagnaði Golden State Warriors hafa byrjað leiktíðina allra liða best og eru með 16 sigra í 18 leikjum, á toppi vesturdeildarinnar. Liðið vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar það hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 116-96. Gestirnir frá Philadelphia voru enn án Joel Embiid en búist er við því að stóri maðurinn geti snúið aftur á laugardag, eftir að hafa verið þrjár vikur frá keppni vegna kórónuveirusmits. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State og átti 10 stoðsendingar, gegn litla bróður sínum Seth Curry sem var stigahæstur hjá Philadelphia með 24 stig. Mágur bræðranna, Damion Lee, skoraði 5 stig fyrir Golden State. Family get-togethers on an NBA court! pic.twitter.com/0FeDBKuJi4— NBA (@NBA) November 25, 2021 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Lakers voru án Anthony Davis sem spilað hafði veikur í tapinu gegn New York Knicks kvöldið áður. Það kom á endanum ekki að sök þó að Lakers hafi ekki spilað vel í nótt. Staðan í lok venjulegs leiktíma var 112-112, eftir að Chris Duarte jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar 6,5 sekúndur voru eftir. Lokatilraun James geigaði og því varð að framlengja en þar stóð vörn Lakers vaktina vel og liðið vann að lokum átta stiga sigur, þar sem þristar James gerðu út um leikinn. Season-high 39 points.@KingJames breaks out The Silencer late in the @Lakers OT win! pic.twitter.com/wvscK1VY6n— NBA (@NBA) November 25, 2021 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Lakers og Malik Monk skoraði 17 og tók 8 fráköst. Malcolm Brogdon var stigahæstur Indiana með 28 stig. Lakers hafa þar með unnið 10 af 20 leikjum sínum hingað til og eru í 9. sæti vesturdeildarinnar. Indiana er með 8 sigra og 12 töp. Bræðrabylta en sá eldri fagnaði Golden State Warriors hafa byrjað leiktíðina allra liða best og eru með 16 sigra í 18 leikjum, á toppi vesturdeildarinnar. Liðið vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar það hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 116-96. Gestirnir frá Philadelphia voru enn án Joel Embiid en búist er við því að stóri maðurinn geti snúið aftur á laugardag, eftir að hafa verið þrjár vikur frá keppni vegna kórónuveirusmits. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State og átti 10 stoðsendingar, gegn litla bróður sínum Seth Curry sem var stigahæstur hjá Philadelphia með 24 stig. Mágur bræðranna, Damion Lee, skoraði 5 stig fyrir Golden State. Family get-togethers on an NBA court! pic.twitter.com/0FeDBKuJi4— NBA (@NBA) November 25, 2021 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland
Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira