Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn Árni Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2021 22:06 Ólafur Jónas gat verið ánægður á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt. „Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“ Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
„Ég var ánægður með framlagið í liðinu mínu. Við lögðum upp með að koma af krafti inn í leikinn og hugsa vel um vörnina okkar og við gerðum það. Þegar við náum að gera það þá gengur yfirleitt betur í sókninni.“ Ólafur var spurður að því hvort það hafi farið eitthvað um hann en liðið hans lenti undir í blábyrjun og voru gestirnir mjög áræðnar í að komast að körfunni. „Nei það fór ekkert um mig. Ég hef þjálfað hérna í tvö ár og ég held að við höfum aldrei byrjað leik vel. Þannig að það fór ekkert um mig. Alls ekki en við þurfum fara að byrja leiki betur en þetta.“ Níu af 11 leikmönnum Vals komust á blað í kvöld og var allt byrjunarliðið með meira en 10 stig skoruð. Ólafur var spurður að því hvort þetta vekti ekki ánægju hjá honum þar sem hann gat rúllað mannskapnum sínum vel. „Ég er rosalega ánægður með allar stelpurnar í dag. Allar sem komu inn af bekknum gáfu allt í þetta, voru harðar af sér varnarlega og voru að hlaupa hlutina rétt. Meira biður maður ekki um. Þær komu af þvílíkum krafti og Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] setur niður þrjú þriggja stiga skot í einhverjum fjórum tilraunum. Það er frábært.“ Að lokum var Ólafur beðinn um að meta framhaldið en það er stutt í toppinn í Subway deild kvenna en það eru nokkur lið í hnapp í efstu sætum deildarinnar. „Já við þurfum bara að hugsa um einn leik í einu en það er eitthvað sem við gerum alltaf. Næst er það bara Breiðablik í Kópavogi og við þurfum að mæta klárar í það.“
Subway-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Leik lokið: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. 24. nóvember 2021 21:52