Gosið búið í bili Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 19:18 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, segir gosið búið í bili. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Fagradalsfjalli er búið í bili að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnun undir Reykjanesinu bendi þó til þess að annað gos gæti verið fram undan. Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira