Afkoma ríkissjóðs 51 milljarði betri en áætlað var Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 14:42 Afkoma ríkissjóðs er talsvert betri en gert var ráð fyrir í byrjun árs. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er neikvæð um 138 milljarða króna. Afkoman er þó talsvert betri en áætlanir, sem gerðar voru í upphafi árs, gerðu ráð fyrir eða 51 milljarði betri. Segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að bætt afkoma skýrist af sterkari tekjuvexti en gert hafi verið ráð fyrir. Þróunin hafi þegar komið fram á fyrri helmingi ársins og sé afkoman í samræmi við þær væntingar. Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins námu 621 milljarði króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 565 milljörðum króna í tekjur. Er það meginskýring fráviksins frá áætlaðri afkomu ríkisins á tíabilinu. Tekjur hækkuðu um 16 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir ríkissjóðs námu í lok september samtals 2.627 milljörðu króna en námu skuldir 2.490 milljörðum króna. Eigið fé nam þá 137 milljörðum. Handbært fé var í lok september 406 milljarðar króna sem er hækkun um 39 milljarða á milli ára. Rekstrarhreyfingar voru þá neikvæðar um 145 milljarða og fjárfestingar jákvæðar um 13 milljarða. Fjármögnunarhreyfingar voru þá jákvæðar um 171 milljarð króna. Innheimta skatta og tryggingagjalda meiri í ár en í fyrra Fram kemur í tilkynningunni að innheimta skatta og tryggingagjalda á fyrstu níu mánuðum ársins hafi aukist um 14 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hluta aukningarinnar megi þó rekja til Covid-19 tengdra frestana á innheimtu ríkissjóðs. Sé þetta leiðrétt nemi vöxturinn um 6 prósentum. Gjöld fyrir fjármagnsliði ríkissjóðs nema um 733 milljörðum króna sem er örlítið lægra en áætlað var en gjöld jukust um tíu prósent á milli ára. Mesta aukningin á milli ára er í málaflokki sérhæfðrar sjúkraþjónustu en þar jukust gjöld um 6,8 milljónir króna eða um 11 prósent. Í flokki vinnumála og atvinnuleysis jukust gjöld um 4,6 milljarða eða 7 prósent og í háskóla- og rannsóknarstarfsemi um 4,3 milljarða eða um 22 prósent. Afkoma fjármagnsliða var neikvæð um 112 milljarða króna sem er 61 milljarði betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármagnsjöfnuður tímabilsins var neikvæður um 47 milljarða sem er um 11 milljarða króna neikvæð breyting frá árinu 2020. Fjármagnstekjur námu 7,5 milljörðum króna og lækka um 38 milljarða á milli ára. Fjármagnsgjöld voru 55 milljarðar og lækkuðu um 28 milljarða. Fjárfestingar meiri í ár en í fyrra Rekstrarafkoma ríkissjóðs án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 159 milljarða sem er áþekkur halli og á sama tíma í fyrra en þá var rekstrarafkoma neikvæð um 168 milljarða. Langtímaskuldir ríkisjóðs voru samtals 1.222 milljarðar í lok september og jukust um 138 milljarða króna frá árslokum 2020. Breytingin skýrist, samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins, að mestu af útgáfu innlendra ríkisbréfa sem gefin voru út til að fjármagna rekstur ríkissjóðs. Fjárfestingar tímabilsins námu 40 milljörðum króna samanborið við 30 milljarða í fyrra. Fjárfestingar á milli ára aukast því um 35 prósent. Mestar fjárfestingar eru í samgöngumálum, að fjármagni sem nemur 24 milljörðum, og í sérhæfðri sjúkraþjónustu, um 7,5 milljarða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23. nóvember 2021 15:21 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. 24. september 2021 07:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að bætt afkoma skýrist af sterkari tekjuvexti en gert hafi verið ráð fyrir. Þróunin hafi þegar komið fram á fyrri helmingi ársins og sé afkoman í samræmi við þær væntingar. Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins námu 621 milljarði króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 565 milljörðum króna í tekjur. Er það meginskýring fráviksins frá áætlaðri afkomu ríkisins á tíabilinu. Tekjur hækkuðu um 16 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir ríkissjóðs námu í lok september samtals 2.627 milljörðu króna en námu skuldir 2.490 milljörðum króna. Eigið fé nam þá 137 milljörðum. Handbært fé var í lok september 406 milljarðar króna sem er hækkun um 39 milljarða á milli ára. Rekstrarhreyfingar voru þá neikvæðar um 145 milljarða og fjárfestingar jákvæðar um 13 milljarða. Fjármögnunarhreyfingar voru þá jákvæðar um 171 milljarð króna. Innheimta skatta og tryggingagjalda meiri í ár en í fyrra Fram kemur í tilkynningunni að innheimta skatta og tryggingagjalda á fyrstu níu mánuðum ársins hafi aukist um 14 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hluta aukningarinnar megi þó rekja til Covid-19 tengdra frestana á innheimtu ríkissjóðs. Sé þetta leiðrétt nemi vöxturinn um 6 prósentum. Gjöld fyrir fjármagnsliði ríkissjóðs nema um 733 milljörðum króna sem er örlítið lægra en áætlað var en gjöld jukust um tíu prósent á milli ára. Mesta aukningin á milli ára er í málaflokki sérhæfðrar sjúkraþjónustu en þar jukust gjöld um 6,8 milljónir króna eða um 11 prósent. Í flokki vinnumála og atvinnuleysis jukust gjöld um 4,6 milljarða eða 7 prósent og í háskóla- og rannsóknarstarfsemi um 4,3 milljarða eða um 22 prósent. Afkoma fjármagnsliða var neikvæð um 112 milljarða króna sem er 61 milljarði betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármagnsjöfnuður tímabilsins var neikvæður um 47 milljarða sem er um 11 milljarða króna neikvæð breyting frá árinu 2020. Fjármagnstekjur námu 7,5 milljörðum króna og lækka um 38 milljarða á milli ára. Fjármagnsgjöld voru 55 milljarðar og lækkuðu um 28 milljarða. Fjárfestingar meiri í ár en í fyrra Rekstrarafkoma ríkissjóðs án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 159 milljarða sem er áþekkur halli og á sama tíma í fyrra en þá var rekstrarafkoma neikvæð um 168 milljarða. Langtímaskuldir ríkisjóðs voru samtals 1.222 milljarðar í lok september og jukust um 138 milljarða króna frá árslokum 2020. Breytingin skýrist, samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins, að mestu af útgáfu innlendra ríkisbréfa sem gefin voru út til að fjármagna rekstur ríkissjóðs. Fjárfestingar tímabilsins námu 40 milljörðum króna samanborið við 30 milljarða í fyrra. Fjárfestingar á milli ára aukast því um 35 prósent. Mestar fjárfestingar eru í samgöngumálum, að fjármagni sem nemur 24 milljörðum, og í sérhæfðri sjúkraþjónustu, um 7,5 milljarða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23. nóvember 2021 15:21 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. 24. september 2021 07:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23. nóvember 2021 15:21
Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30
1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. 24. september 2021 07:16