Oddviti yfirkjörstjórnar norðvestur kærður til lögreglu fyrir mögulegt kosningasvindl Jón Þór Ólafsson skrifar 24. nóvember 2021 13:01 Kæran byggir á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni. Gögn URK Alþingis sýna að: Oddviti yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis (YNV) skapaði sér með lögbroti tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningum, Oddvitinn hraðaði svo endurtalningu atkvæðanna þannig að lögbundið eftirlit var ómögulegt, Oddvitinn fór þá rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulega sekt hans. Kæran beinir því til lögreglu að rannsaka sérstaklega hvort gögn málsins sýni að nægar líkur séu á því að oddviti YNV hafi brotið 128 gr. laga um kosningar til Alþingis með því að hafa vísvitandi rangfært atkvæðagreiðslu. Séu fyrir hendi næg sönnunargögn sé rétt samkvæmt lögum að gefa út ákæru þess efnis, en slíkt brot varðar fangelsi allt að fjórum árum. Kæran beinir því jafnframt til lögreglu að rannsaka önnur möguleg lögbrot við framkvæmd kosninganna er varða sektum. Oddviti YNV var einn með óinnsigluðum atkvæðum í rúman hálftíma, en ein mínúta nægir til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með strokleðri og blýanti. Í málsatvikalýsingu URK segir:„Í upplýsingum lögreglu liggur fyrir að oddviti yfirkjörstjórnar hafi komið í talningarsal kl. 11.59 [...] Hefur oddviti yfirkjörstjórnar staðfest á fundi með nefndinni að hann hafi mætt fyrstur á staðinn skömmu fyrir tólf á hádegi sunnudaginn 26. september 2021. [...] Samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur fyrir að á tímabilinu kl. 11.59 til kl. 12.28 var starfsfólk hótelsins á ferðinni inn og út úr fremri sal. Einnig liggur fyrir að næsti fulltrúi yfirkjörstjórnar til að mæta á eftir oddvita hafi komið kl. 12.35.“Fyrir liggur og það staðfest af oddvita YNV að hann hafi verið einn með óinnsigluðum atkvæðunum, sem eitt og sér er ekki heimilt samkvæmt lögum og gæti varðað sektum. Í þessu tilfelli var um að ræða nægan tíma fyrir viðkomandi til að sýsla með hin óinnsigluðu kjörgögn til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með því að stroka út atkvæði 9 kjósenda og merkja á atkvæðaseðilinn við aðra flokka í staðinn. Slíkt varðar fangelsi allt að fjórum skv. 128 gr. laga um kosningar til Alþingis. Til að meta líkur á slíkum kosningabrotum er mikilvægt að horfa til þess sem fram kemur í málsatvikalýsingu URK og gerðabók YNV að:„Í fyrsta C atkvæðabunka sem oddviti tók upp reyndust vera átta atkvæði sem tilheyrðu D lista og eitt atkvæði sem tilheyrði B lista.“ Í málsatvikalýsingu URK segir svo: „Í samtali við nefndina kom fram í máli tveggja fulltrúa í yfirkjörstjórn að öll rangt flokkuðu atkvæðin í C-lista bunka hafi verið inni í miðjum bunkanum sem tekinn var fyrstur upp.“Þetta þýðir að eftir að oddviti YNV var meira eða minna einn með óinnsigluðum atkvæðunum í meira en hálftíma fann hann sjálfur í fyrsta bunka 50 atkvæða sem hann skoðaði öll 9 atkvæðin sem breyttu því hvaða frambjóðendur yrðu þingmenn og þau fann hann í efsta af 22 atkvæðabunkum Viðreisnar. Sú aðgerð að nota blýant og strokleður til að breyta 9 atkvæðum Viðreisnar í aðra flokka væri hæglega framkvæmanleg á innan við mínútu. Ef sá aðili hefði 5 mínútur gæti hann fundið sérstaklega atkvæðaseðla þar sem kjósandi hafi ekki með X-inu sínu marið kjörseðilinn og því engin ummerki ef atkvæði hans væri strokað út. Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV gerði kosningasvind mögulegt: 1. Oddvitinn ákvað að innsigla ekki atkvæðin (lögbrot staðfest af lögreglu). 2. Oddvitinn ákvað að vera einn með atkvæðunum í rúman hálftíma (mögulegt lögbrot þar sem þau voru óinnsigluð). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV kom í veg fyrir lögbundið eftirlit með mögulegu kosningasvindli: 3-4. Oddvitinn ákvað að flýta endurtalningu og ákvað að auglýsa ekki talninguna svo kjósendum gefst ekki færi á að vera viðstadda eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). 5-6. Oddvitinn ákvað að vanrækja að boða umboðsmenn lista eða kveða til staðgengla þeirra til að sinna eftirliti með talningunni eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV fór svo rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulegt kosningasvindl: 7. Oddvitinn ákvað að bóka í gerðabók kosinganna atvikalýsingu sem er sannanlega röng og til þess fallin að fela hans eigin hugsanlegu lögbrot við framkvæmd talningar atkvæða í Alþingiskosningum. (Mögulegt lögbrot). Þess er að lokum krafist í kærunni að málið verði tekið til rannsóknar lögreglu án tafar enda málið þess eðlis. Nauðsynlegt er að lögregla framfylgi sínum skyldum að fullu eins og kveðið er á um þær í lögum um kosningar þegar þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna fara mögulega á svig við lögin. Undir kæruna og þessa grein ritar, Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður lista í nýafstöðnum kosningum, fyrrv. Alþingismaður, fyrrv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og framsögumaður frumvarps um kosningalög nr. 112/2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæran byggir á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni. Gögn URK Alþingis sýna að: Oddviti yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis (YNV) skapaði sér með lögbroti tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningum, Oddvitinn hraðaði svo endurtalningu atkvæðanna þannig að lögbundið eftirlit var ómögulegt, Oddvitinn fór þá rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulega sekt hans. Kæran beinir því til lögreglu að rannsaka sérstaklega hvort gögn málsins sýni að nægar líkur séu á því að oddviti YNV hafi brotið 128 gr. laga um kosningar til Alþingis með því að hafa vísvitandi rangfært atkvæðagreiðslu. Séu fyrir hendi næg sönnunargögn sé rétt samkvæmt lögum að gefa út ákæru þess efnis, en slíkt brot varðar fangelsi allt að fjórum árum. Kæran beinir því jafnframt til lögreglu að rannsaka önnur möguleg lögbrot við framkvæmd kosninganna er varða sektum. Oddviti YNV var einn með óinnsigluðum atkvæðum í rúman hálftíma, en ein mínúta nægir til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með strokleðri og blýanti. Í málsatvikalýsingu URK segir:„Í upplýsingum lögreglu liggur fyrir að oddviti yfirkjörstjórnar hafi komið í talningarsal kl. 11.59 [...] Hefur oddviti yfirkjörstjórnar staðfest á fundi með nefndinni að hann hafi mætt fyrstur á staðinn skömmu fyrir tólf á hádegi sunnudaginn 26. september 2021. [...] Samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur fyrir að á tímabilinu kl. 11.59 til kl. 12.28 var starfsfólk hótelsins á ferðinni inn og út úr fremri sal. Einnig liggur fyrir að næsti fulltrúi yfirkjörstjórnar til að mæta á eftir oddvita hafi komið kl. 12.35.“Fyrir liggur og það staðfest af oddvita YNV að hann hafi verið einn með óinnsigluðum atkvæðunum, sem eitt og sér er ekki heimilt samkvæmt lögum og gæti varðað sektum. Í þessu tilfelli var um að ræða nægan tíma fyrir viðkomandi til að sýsla með hin óinnsigluðu kjörgögn til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með því að stroka út atkvæði 9 kjósenda og merkja á atkvæðaseðilinn við aðra flokka í staðinn. Slíkt varðar fangelsi allt að fjórum skv. 128 gr. laga um kosningar til Alþingis. Til að meta líkur á slíkum kosningabrotum er mikilvægt að horfa til þess sem fram kemur í málsatvikalýsingu URK og gerðabók YNV að:„Í fyrsta C atkvæðabunka sem oddviti tók upp reyndust vera átta atkvæði sem tilheyrðu D lista og eitt atkvæði sem tilheyrði B lista.“ Í málsatvikalýsingu URK segir svo: „Í samtali við nefndina kom fram í máli tveggja fulltrúa í yfirkjörstjórn að öll rangt flokkuðu atkvæðin í C-lista bunka hafi verið inni í miðjum bunkanum sem tekinn var fyrstur upp.“Þetta þýðir að eftir að oddviti YNV var meira eða minna einn með óinnsigluðum atkvæðunum í meira en hálftíma fann hann sjálfur í fyrsta bunka 50 atkvæða sem hann skoðaði öll 9 atkvæðin sem breyttu því hvaða frambjóðendur yrðu þingmenn og þau fann hann í efsta af 22 atkvæðabunkum Viðreisnar. Sú aðgerð að nota blýant og strokleður til að breyta 9 atkvæðum Viðreisnar í aðra flokka væri hæglega framkvæmanleg á innan við mínútu. Ef sá aðili hefði 5 mínútur gæti hann fundið sérstaklega atkvæðaseðla þar sem kjósandi hafi ekki með X-inu sínu marið kjörseðilinn og því engin ummerki ef atkvæði hans væri strokað út. Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV gerði kosningasvind mögulegt: 1. Oddvitinn ákvað að innsigla ekki atkvæðin (lögbrot staðfest af lögreglu). 2. Oddvitinn ákvað að vera einn með atkvæðunum í rúman hálftíma (mögulegt lögbrot þar sem þau voru óinnsigluð). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV kom í veg fyrir lögbundið eftirlit með mögulegu kosningasvindli: 3-4. Oddvitinn ákvað að flýta endurtalningu og ákvað að auglýsa ekki talninguna svo kjósendum gefst ekki færi á að vera viðstadda eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). 5-6. Oddvitinn ákvað að vanrækja að boða umboðsmenn lista eða kveða til staðgengla þeirra til að sinna eftirliti með talningunni eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV fór svo rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulegt kosningasvindl: 7. Oddvitinn ákvað að bóka í gerðabók kosinganna atvikalýsingu sem er sannanlega röng og til þess fallin að fela hans eigin hugsanlegu lögbrot við framkvæmd talningar atkvæða í Alþingiskosningum. (Mögulegt lögbrot). Þess er að lokum krafist í kærunni að málið verði tekið til rannsóknar lögreglu án tafar enda málið þess eðlis. Nauðsynlegt er að lögregla framfylgi sínum skyldum að fullu eins og kveðið er á um þær í lögum um kosningar þegar þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna fara mögulega á svig við lögin. Undir kæruna og þessa grein ritar, Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður lista í nýafstöðnum kosningum, fyrrv. Alþingismaður, fyrrv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og framsögumaður frumvarps um kosningalög nr. 112/2021.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun