Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fleiri óbólusetta hafa verið lagða inn á Landspítalann með COVID-19 síðustu daga en bólusetta. Vísir/Egill Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Eitt hundrað fjörutíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem faraldurinn sé á hægri niðurleið en enn geti þó brugðið til beggja vona. „Þetta er náttúrulega lægra, sem betur fer, lægri tölur heldur en við sáum í fyrradag og hérna eins og við vitum þá erum við alltaf með hærri tölur svona fyrstu dagana, svona mánudag og þriðjudag eftir helgarnar. Þannig þetta er allavega ekki að fara upp þannig ég vona að þróunin verði áfram niður á við. Svona heildarþróunin ef maður lítur á marga daga þá er þetta svona að skríða heldur niður myndi ég segja og hérna við skulum bara sjá hvort það heldur ekki áfram.“ Hann segir stöðuna á Landspítalanum ágæta. „Það eru nítján inniliggjandi og ég held að það séu þrír á gjörgæsludeild. Þannig að það hefur ekkert bætt neitt í það og þeir hafa náð að útskrifa þannig ég vona að það haldi áfram líka.“ Undanfarna daga hafa heldur fleiri óbólusettir verið lagðir inn á spítalann en bólusettir. „Samkvæmt upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum á spítalanum þá eru þeir að öllu jöfnu veikari en þeir bólusettu og eru lengur að jafna sig.“ Nokkrar stórar hópsýkingar eru nú í gangi í samfélaginu. „Þessi stóru hópsmit eru á Patreksfirði eins og staðan er núna og á Grundarfirði. Svo vorum við náttúrulega með Dalvík líka sem er verið að ná utan um kannski.“Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaðgerðir og takmarkanir gildir til 8. desember næstkomandi. Þórólfur sér að svo stöddu ekki ástæðu til að leggja til breytingar á því.„Við erum bara að reyna að ná tökum á þessu eins og hægt er og það getur brugðið til beggja vona eins og staðan er núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 „Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40
„Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. 22. nóvember 2021 08:21