Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsbankans þar sem segir að Búi hafi 21 árs reynslu af eignastýringu og hafi starfað hjá Landsbankanum frá árinu 2000. Eignastýring er hluti af sviðinu Eignastýring og miðlun.
„Búi er með B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja (MCF) frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Við þökkum fráfarandi forstöðumanni, Kristínu Erlu Jóhannsdóttur, fyrir samstarfið undanfarin sex ár og óskum henni velfarnaðar,“ segir í tilkynningunni.