„Þetta var stórt kvöld fyrir hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 16:30 Jadon Sancho fagnar marki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal í Meistaradeildinni í gær. EPA-EFE/Domenech Castello Jadon Sancho komst loksins á blað með liði Manchester United í gærkvöld og fékk hrós úr mörgum áttum eftir leikinn. Manchester United keypti Sancho á 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund í haust en fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Sancho náði sér ekki á strik undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en skoraði strax í fyrsta leik eftir að Michael Carrick tók við stjórastarfinu. Our no.25's performance caught the eye of the Reds' caretaker boss @Sanchooo10#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 23, 2021 „Jadon var stórkostlegur. Þú færð umbun ef þú leggur mikið á þig og ég var ánægður fyrir hans hönd. Við sáum allt aðra hlið á Sancho í kvöld,“ sagði Michael Carrick eftir leikinn. „Þetta var stórt kvöld fyrir hann. Hann lagði sig virkilega fram í varnarleiknum og markið mun efla hann mikið í framhaldinu,“ sagði Carrick. „Ég veit hversu mikið hann elskar að vera með boltann en það ánægjulegasta var vinnusemin og dugnaðurinn án boltans,“ sagði Carrick. „Hann átti mikinn þátt í frammistöðu liðsins því hann sýndi öllum hvað menn þurftu að gefa í þetta,“ sagði Carrick og er hann bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsmannsins. „Það er bara undir Jadon sjálfum komið hvað gerist næst því hann hefur alla hæfileika í heiminum,“ sagði Carrick. Proud to score my first goal for @ManUtd in the best competition in world football @ChampionsLeague ! Great team effort from the boys tonight, we build from this. pic.twitter.com/50Milb4Cc7— Jadon Sancho (@Sanchooo10) November 23, 2021 Jadon Sancho skoraði ekki bara þetta eina mark því hann átti líka annað hættulegt skot, fór í flestar tæklingar af liðsfélögum sínum (4) og 92,5 prósent sendinga hans heppnuðust. Hann átti 24 heppnaðar sendingar á vallarhelmingi Villarreal. Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Unitedd, hrósaði líka Sancho eftir leik og sagði frammistöðuna vera þá bestu síðan hann kom til félagsins. „Hann leit út fyrir að vera í betra formi og var besti leikmaður United liðsins. Hann er svo klár fótboltamaður,“ sagði Paul Scholes. „Þeir þurfa að nota hann meira. Það er öðruvísi fyrir hann að spila í svona liði af því að hann hefur ekki fljúgandi bakvörð eins og hann hafði hjá Dortmund,“ sagði Scholes. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, hrósaði Sancho líka. „Ef einhver átti skilið að skora þá var það Sancho. Hann var frábær,“ sagði Leon Osman. „Það er erfitt að koma inn í nýtt lið með mikla væntingar. Hann bjó sér til fullt af tækifærum í kvöld,“ sagði Osman. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Manchester United keypti Sancho á 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund í haust en fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Sancho náði sér ekki á strik undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en skoraði strax í fyrsta leik eftir að Michael Carrick tók við stjórastarfinu. Our no.25's performance caught the eye of the Reds' caretaker boss @Sanchooo10#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 23, 2021 „Jadon var stórkostlegur. Þú færð umbun ef þú leggur mikið á þig og ég var ánægður fyrir hans hönd. Við sáum allt aðra hlið á Sancho í kvöld,“ sagði Michael Carrick eftir leikinn. „Þetta var stórt kvöld fyrir hann. Hann lagði sig virkilega fram í varnarleiknum og markið mun efla hann mikið í framhaldinu,“ sagði Carrick. „Ég veit hversu mikið hann elskar að vera með boltann en það ánægjulegasta var vinnusemin og dugnaðurinn án boltans,“ sagði Carrick. „Hann átti mikinn þátt í frammistöðu liðsins því hann sýndi öllum hvað menn þurftu að gefa í þetta,“ sagði Carrick og er hann bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsmannsins. „Það er bara undir Jadon sjálfum komið hvað gerist næst því hann hefur alla hæfileika í heiminum,“ sagði Carrick. Proud to score my first goal for @ManUtd in the best competition in world football @ChampionsLeague ! Great team effort from the boys tonight, we build from this. pic.twitter.com/50Milb4Cc7— Jadon Sancho (@Sanchooo10) November 23, 2021 Jadon Sancho skoraði ekki bara þetta eina mark því hann átti líka annað hættulegt skot, fór í flestar tæklingar af liðsfélögum sínum (4) og 92,5 prósent sendinga hans heppnuðust. Hann átti 24 heppnaðar sendingar á vallarhelmingi Villarreal. Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Unitedd, hrósaði líka Sancho eftir leik og sagði frammistöðuna vera þá bestu síðan hann kom til félagsins. „Hann leit út fyrir að vera í betra formi og var besti leikmaður United liðsins. Hann er svo klár fótboltamaður,“ sagði Paul Scholes. „Þeir þurfa að nota hann meira. Það er öðruvísi fyrir hann að spila í svona liði af því að hann hefur ekki fljúgandi bakvörð eins og hann hafði hjá Dortmund,“ sagði Scholes. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, hrósaði Sancho líka. „Ef einhver átti skilið að skora þá var það Sancho. Hann var frábær,“ sagði Leon Osman. „Það er erfitt að koma inn í nýtt lið með mikla væntingar. Hann bjó sér til fullt af tækifærum í kvöld,“ sagði Osman.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira