Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Flokkur fólksins mynda meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 11:47 Langur fundur var í undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í gær sem skilar af sér greinargerð og mati á ágöllum kosninganna í Norvesturkjördæmi í dag. Vísir/Vilhelm Búist er við að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins myndi meirihluta í undirbúningskjörbréfanefnd um að leggja til að niðurstaða seinni talningar í kosningunum í Norðvesturkjördæmi verði látin gilda. Stjórnarflokkarnir verða því ekki samferða í málinu. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. Setning Alþingis hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en að henni lokinni mun Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setja þingið. Síðast liðinn laugardag voru átta vikur liðnar frá kosningum en þing skal koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Hins vegar eru tæpar 19 vikur frá því þing kom síðast saman hinn 6. júlí og hefur ekki liðið svo langur tími milli þingfunda í um þrjátíu ár. Starfsaldursforseti Alþingis stýrir fyrsta fundi sem að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Eina verkefni fundarins er að kjósa fulltrúa í hina formlegu kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð og ef til vill ólíkum álitum undirbúningskjöbréfanefndarinnar sem lýkur störfum í dag. Að því loknu verður þingfundi frestað. Þverpólitískur klofningur í nefndinni Samkvæmt heimildum fréttastofu fundar kjörbréfanefndin strax að loknum þingfundi og verður greinarerð undirbúningskjörbréfanefndarinnar með málsatvikalýsingu og mati á göllum við framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi birt að loknum fyrsta fundi nefndarinnar. Reiknað er með að flestir ef ekki allir nefndarmenn skrifi undir greinargerðina. Fulltrúar undirbúingskjörbréfanefndar fóru í tvígang til að kanna kjörgögn Norðvesturkjördæmis í Borgarnesi. Hér sjást þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason og Hanna Katrín Friðriksson fylgjast með starfsmönnum Sýslumannsins á Vesturlandi og Alþingis fara yfir kjörgögn.Stöð 2/Arnar Hins vegar herma heimildir að búast megi við að minnsta kosti tveimur álitum frá annars vegar meirihuta nefndarinnar og hins vegar minnihluta og jafnvel fleiri en einu minnihlutaáliti. Þá verði meirihlutinn myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem leggi til að kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni seinni talningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þar með yrði Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna viðskila við fulltrúa hinna stjórnarflokkanna í nefndinni. Álit hennar og annarra skýrist væntanlega síðar í dag. Búist er við að kjörbréfanefnd ljúki störfum á fimmtudag og þá fari fram atkvæðagreiðsla um ólíkar tillögur eða álit. Ekki er víst samkvæmt heimildum fréttastofu að hreinar flokkslínur birtist í atkvæðagreiðslunni þannig að í raun er ómögulegt að spá fyrir um hver endanleg niðurstaða verður fyrr en að atkvæðagreiðslu lokinni.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52 Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. 23. nóvember 2021 07:52
Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. 18. nóvember 2021 22:22
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent